Forsetinn sem sameinar Björk Baldursdóttir og Ingvi Stefánsson skrifa 21. maí 2024 20:30 Við Íslendingar búum svo vel að margir hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fram fara þann 1. júní næstkomandi. Á undanförnum dögum og vikum hafa fjölmiðlar keppst við að kynna frambjóðendur til forseta fyrir þjóðinni ásamt því að gera grein fyrir ábyrgð og starfsskyldum forseta lýðveldisins. Höllu Hrund Logadóttur og hennar fjölskyldu höfum við þekkt alla okkar tíð og einungis af góðu. Hún hefur mörg undanfarin ár aðstoðað við sauðburð í Hjarðarholti þar sem feður okkar og amma hennar ólust upp. Halla Hrund hefur birst á hverju vori og gengið vasklega í öll störf, hvort sem það er að gefa fénu, taka á móti lömbum eða færa frá, enda hefur hún mikla reynslu eftir að hafa verið í sveit öll sumur fram yfir tvítugt. Hér er á ferðinni kraftmikil kona sem er annt um íslenska sögu og menningu, leggur rækt við upprunann og lætur svo sannarlega ekki sitt eftir liggja. Þetta eru allt mikilvægir eiginleikar sem nýtast í embætti forseta Íslands en fleira þarf vissulega að koma til. Forsetinn þarf að hafa þekkingu á stjórnskipun landsins. Hann þarf að hafa almenna haldgóða þekkingu á samfélaginu og málefnum líðandi stundar, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. Síðast en ekki síst þarf forsetinn að vera sameiningartákn og hafa breiða skírskotun. Halla Hrund er eldklár, harðdugleg, vel menntuð og fylgin sér. Hún hefur fram til þessa verið við nám og störf í þremur heimsálfum og hefur aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu á sviði stjórnmálafræði og stjórnsýslu. Hún býr einnig yfir mikilli þekkingu á orku- og auðlindamálum en þau snúa einmitt að verðmætustu sameign okkar Íslendinga sem á sama tíma geymir okkar mikilvægustu og stærstu sóknarfæri. Hennar helstu kostir þegar kemur að hæfi hennar til að gegna embætti forseta Íslands eru þó ekki bundnir við það sem fólk lærir í skóla. Halla Hrund hefur alveg einstakan hæfileika til að virkja fólk til góðra verka og lyfta upp einstaklingum og verkefnum og magna þannig tækifæri. Hún hefur mikla persónu töfra, er í senn alþýðleg og alþjóðleg og hefur hæfileika til að sameina ólík sjónarmið. Þeir sem hafa fylgst með opinberum störfum Höllu Hrundar vita líka að henni farnast vel við krefjandi aðstæður. Skemmst er frá því að segja að við erum sannfærð um að Halla Hrund Logadóttir búi yfir menntun, reynslu, mannkostum og dómgreind sem þarf að prýða næsta forseta Íslands. Við erum stolt af því að vera í stuðningsliði Höllu Hrundar í aðdraganda forsetakosninganna 1. júní 2024. Björk Baldursdóttir, bóndi Hjarðarholti, Laxárdal í Dölum.Ingvi Stefánsson, bóndi Teigi í Eyjafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum svo vel að margir hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fram fara þann 1. júní næstkomandi. Á undanförnum dögum og vikum hafa fjölmiðlar keppst við að kynna frambjóðendur til forseta fyrir þjóðinni ásamt því að gera grein fyrir ábyrgð og starfsskyldum forseta lýðveldisins. Höllu Hrund Logadóttur og hennar fjölskyldu höfum við þekkt alla okkar tíð og einungis af góðu. Hún hefur mörg undanfarin ár aðstoðað við sauðburð í Hjarðarholti þar sem feður okkar og amma hennar ólust upp. Halla Hrund hefur birst á hverju vori og gengið vasklega í öll störf, hvort sem það er að gefa fénu, taka á móti lömbum eða færa frá, enda hefur hún mikla reynslu eftir að hafa verið í sveit öll sumur fram yfir tvítugt. Hér er á ferðinni kraftmikil kona sem er annt um íslenska sögu og menningu, leggur rækt við upprunann og lætur svo sannarlega ekki sitt eftir liggja. Þetta eru allt mikilvægir eiginleikar sem nýtast í embætti forseta Íslands en fleira þarf vissulega að koma til. Forsetinn þarf að hafa þekkingu á stjórnskipun landsins. Hann þarf að hafa almenna haldgóða þekkingu á samfélaginu og málefnum líðandi stundar, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. Síðast en ekki síst þarf forsetinn að vera sameiningartákn og hafa breiða skírskotun. Halla Hrund er eldklár, harðdugleg, vel menntuð og fylgin sér. Hún hefur fram til þessa verið við nám og störf í þremur heimsálfum og hefur aflað sér víðtækrar menntunar og reynslu á sviði stjórnmálafræði og stjórnsýslu. Hún býr einnig yfir mikilli þekkingu á orku- og auðlindamálum en þau snúa einmitt að verðmætustu sameign okkar Íslendinga sem á sama tíma geymir okkar mikilvægustu og stærstu sóknarfæri. Hennar helstu kostir þegar kemur að hæfi hennar til að gegna embætti forseta Íslands eru þó ekki bundnir við það sem fólk lærir í skóla. Halla Hrund hefur alveg einstakan hæfileika til að virkja fólk til góðra verka og lyfta upp einstaklingum og verkefnum og magna þannig tækifæri. Hún hefur mikla persónu töfra, er í senn alþýðleg og alþjóðleg og hefur hæfileika til að sameina ólík sjónarmið. Þeir sem hafa fylgst með opinberum störfum Höllu Hrundar vita líka að henni farnast vel við krefjandi aðstæður. Skemmst er frá því að segja að við erum sannfærð um að Halla Hrund Logadóttir búi yfir menntun, reynslu, mannkostum og dómgreind sem þarf að prýða næsta forseta Íslands. Við erum stolt af því að vera í stuðningsliði Höllu Hrundar í aðdraganda forsetakosninganna 1. júní 2024. Björk Baldursdóttir, bóndi Hjarðarholti, Laxárdal í Dölum.Ingvi Stefánsson, bóndi Teigi í Eyjafirði
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar