Hálfri milljón yrði gert að rýma kæmi til goss Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. maí 2024 23:19 Fjöldi fólks safnaðist saman á torgum Pozzuoli þar sem tugir eftirskjálfta skóku borgina. AP/Alessandro Garofalo Skólum hefur verið lokað og fjöldi fólks svaf í bílum sínum eða á götunni í kjölfar öflugrar skjálftahrinu nærri Campi Flegrei-eldfjallinu í nágrenni Napólíborgar. Jarðskjálfti upp á 4,4 stig fannst vel í hafnarborginni Pozzuoli og honum fylgdu á annað hundrað eftirskjálftar. Guardian greinir frá því að sprungur hafi myndast í byggingum og að eitthvað hafi verið um hrun úr veggjum. Engin slys urðu þó á fólki eða alvarlegar skemmdir á byggingum. Kvennafangelsi í úthverfi Pozzuoli var einnig rýmt meðan gáð er að ástandi fangelsisbyggingarinnar. Flytja þurfti 140 fanga burt. Allt í allt þurftu um fjörutíu fjölskyldur að yfirgefa heimili sín. Bráðabirgðatjaldbúðir voru reistar af viðbragðsaðilum við útjaðar borgarinnar þar sem 500 manns vörðu nóttinni. „Við yfirgáfum heimilið okkar á miðnætti og fórum til sonar okkar í Vomero. Við erum vön skjálftum en þessi var ansi ógnvekjandi þar sem hann var sá stærsti í fjóra áratugi. Við fundum fyrir jörðinni hristast þar sem við gengum,“ hefur Guardian eftir Mimmo Pignatelli, íbúa í Solfatara, bæ við einn 24 gíga Campi Flegrei. Ekki er talið líklegt að komi til goss en ítalska ríkisstjórnin hefur þó áætlun fyrir rýmingu svæðisins undir höndum geri gígarnir sig líklega. Um hálfri milljón manna yrði gert að rýma nærliggjandi bæi og Napólíborg. Campi Flegrei er talsvert stærra eldfjall en Vesúvíus, nágranni sinn, sem lagði rómversku borgina Pompei í eyði eins og frægt er árið 79 eftir Krist. Það er einnig talsvert virkara. Campi Flegrei gaus síðast árið 1583. Ítalía Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Jarðskjálfti upp á 4,4 stig fannst vel í hafnarborginni Pozzuoli og honum fylgdu á annað hundrað eftirskjálftar. Guardian greinir frá því að sprungur hafi myndast í byggingum og að eitthvað hafi verið um hrun úr veggjum. Engin slys urðu þó á fólki eða alvarlegar skemmdir á byggingum. Kvennafangelsi í úthverfi Pozzuoli var einnig rýmt meðan gáð er að ástandi fangelsisbyggingarinnar. Flytja þurfti 140 fanga burt. Allt í allt þurftu um fjörutíu fjölskyldur að yfirgefa heimili sín. Bráðabirgðatjaldbúðir voru reistar af viðbragðsaðilum við útjaðar borgarinnar þar sem 500 manns vörðu nóttinni. „Við yfirgáfum heimilið okkar á miðnætti og fórum til sonar okkar í Vomero. Við erum vön skjálftum en þessi var ansi ógnvekjandi þar sem hann var sá stærsti í fjóra áratugi. Við fundum fyrir jörðinni hristast þar sem við gengum,“ hefur Guardian eftir Mimmo Pignatelli, íbúa í Solfatara, bæ við einn 24 gíga Campi Flegrei. Ekki er talið líklegt að komi til goss en ítalska ríkisstjórnin hefur þó áætlun fyrir rýmingu svæðisins undir höndum geri gígarnir sig líklega. Um hálfri milljón manna yrði gert að rýma nærliggjandi bæi og Napólíborg. Campi Flegrei er talsvert stærra eldfjall en Vesúvíus, nágranni sinn, sem lagði rómversku borgina Pompei í eyði eins og frægt er árið 79 eftir Krist. Það er einnig talsvert virkara. Campi Flegrei gaus síðast árið 1583.
Ítalía Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira