Fordæmið Sveinn Flóki Guðmundsson skrifar 22. maí 2024 08:46 Þann 25. nóvember 2021 staðfestu mikill meirihluti nýkjörinna þingmanna eigin kjörbréf þar sem stuðst var við umdeilda endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Þar hafði framkvæmdin meðal annars innihaldið eftirfarandi: Óviðunandi frágangur kjörgagna eftir að yfirlýstar lokatölur höfðu verið tilkynntar frá Norðvesturkjördæmi. Óviðunandi og losaralegar aðgengistakmarkanir að því marki að tilvik voru um að fólk færi þar inn í engra viðurvist frá nótt/morgni og fram á hádegi daginn eftir kosningar. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis mætti kringum hádegið hálftíma á undan öðrum meðlimum yfirkjörstjórnar í rýmið sem geymdi óinnsiglaða atkvæðaseðla kjördæmisins. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis var einsamall í rýminu að handleika atkvæðaseðla þegar næsti meðlimur yfirkjörstjórnar mætti á svæðið. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis kallaði til endurtalningar sem hafði áhrif á uppröðun jöfnunarþingsæta og riðlaði þar með hvaða einstaklingar hlutu þingsæti, þar sem 5 duttu út og aðrir 5 komust inn. Fækkun atkvæða til Viðreisnar um 9 kom jöfnunarþingsætatilfærslunni af stað, en milli fyrri lokatalna og endurtalningar fækkaði m.a. auðum atkvæðaseðlum um 12 og ógildum seðlum fjölgaði um 11. Með staðfestingu þingmanna á kjörbréfum sínum þar sem á bak við lá þessi framkvæmd lögleysuendurtalningar settu þingmenn ákveðið fordæmi. Sett var fordæmi að svona framkvæmd þyki góð og gild hér á Íslandi. Framkvæmd þyki góð og gild þar sem ein manneskja undir engu eftirliti ver hálftíma með óinnsigluðum kjörgögnum heils kjördæmis vitandi allar lokatölur kosninganna, handleikur þar kjörseðla, kallar svo upp á sitt einsdæmi til endurtalningar sem breytir hvaða frambjóðendur hljóti kjörgengi. Meðal þeirra sem settu þetta fordæmi er Katrín Jakobsdóttir sem er nú í forsetaframboði. Henni þyki þessi framkvæmd góð og gild. Það hefur hún aldrei sagt og mun vafalaust aldrei segja. En það sýndi hún með sinni afstöðu og sínum verkum í Alþingishúsinu þann 25. nóvember 2021 þegar hún og meirihluti nýkjörinna þingmanna lögðu þennan smánarblett á sögu íslensks lýðræðis. Höfundur er í hópi þeirra sem kærðu þingkosningarnar 2021 til kjörbréfanefndar og reyndi að beita sér fyrir lýðræðislegri lendingu þessa máls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Þann 25. nóvember 2021 staðfestu mikill meirihluti nýkjörinna þingmanna eigin kjörbréf þar sem stuðst var við umdeilda endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Þar hafði framkvæmdin meðal annars innihaldið eftirfarandi: Óviðunandi frágangur kjörgagna eftir að yfirlýstar lokatölur höfðu verið tilkynntar frá Norðvesturkjördæmi. Óviðunandi og losaralegar aðgengistakmarkanir að því marki að tilvik voru um að fólk færi þar inn í engra viðurvist frá nótt/morgni og fram á hádegi daginn eftir kosningar. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis mætti kringum hádegið hálftíma á undan öðrum meðlimum yfirkjörstjórnar í rýmið sem geymdi óinnsiglaða atkvæðaseðla kjördæmisins. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis var einsamall í rýminu að handleika atkvæðaseðla þegar næsti meðlimur yfirkjörstjórnar mætti á svæðið. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis kallaði til endurtalningar sem hafði áhrif á uppröðun jöfnunarþingsæta og riðlaði þar með hvaða einstaklingar hlutu þingsæti, þar sem 5 duttu út og aðrir 5 komust inn. Fækkun atkvæða til Viðreisnar um 9 kom jöfnunarþingsætatilfærslunni af stað, en milli fyrri lokatalna og endurtalningar fækkaði m.a. auðum atkvæðaseðlum um 12 og ógildum seðlum fjölgaði um 11. Með staðfestingu þingmanna á kjörbréfum sínum þar sem á bak við lá þessi framkvæmd lögleysuendurtalningar settu þingmenn ákveðið fordæmi. Sett var fordæmi að svona framkvæmd þyki góð og gild hér á Íslandi. Framkvæmd þyki góð og gild þar sem ein manneskja undir engu eftirliti ver hálftíma með óinnsigluðum kjörgögnum heils kjördæmis vitandi allar lokatölur kosninganna, handleikur þar kjörseðla, kallar svo upp á sitt einsdæmi til endurtalningar sem breytir hvaða frambjóðendur hljóti kjörgengi. Meðal þeirra sem settu þetta fordæmi er Katrín Jakobsdóttir sem er nú í forsetaframboði. Henni þyki þessi framkvæmd góð og gild. Það hefur hún aldrei sagt og mun vafalaust aldrei segja. En það sýndi hún með sinni afstöðu og sínum verkum í Alþingishúsinu þann 25. nóvember 2021 þegar hún og meirihluti nýkjörinna þingmanna lögðu þennan smánarblett á sögu íslensks lýðræðis. Höfundur er í hópi þeirra sem kærðu þingkosningarnar 2021 til kjörbréfanefndar og reyndi að beita sér fyrir lýðræðislegri lendingu þessa máls.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar