Sýnileiki og styrkur þjóðar Ásdís Þórhallsdóttir skrifar 24. maí 2024 10:01 Erindi Baldurs Þórhallssonar í embætti forseta Íslands Í sextíu og tveimur löndum heims gilda refsilög við því að vera hinsegin. Í tíu af þeim löndum getur legið við því dauðarefsing að vera hommi. Dauðarefsing. Á námsárum mínum lærði ég rússnesku og bjó í Minsk, Leníngrad og Moskvu. Þá var vor í lofti hjá hinsegin samfélaginu og árið 1993 var hinseginleiki felldur úr hegningarlögum í Rússlandi. En núverandi einræðisherra landsins þolir ekki að ekki sé lifað í skáp. Það eitt að vera með regnbogaeyrnalokk eða -fána á bakvið sig í Zoomviðtali getur kostað sektir og fangavist. Misþyrmingar og barsmíðar á götum úti eru taldar sjálfsagðar til að „berja úr þessu liði ónáttúruna“ og lögregla er skrímslanna verst í ofbeldinu. Enginn sem ekki passar inn í „venjuleikann“ er öruggur. Nýverið var samkynhneigð og hvers konar sýnileiki hinseginleika í Belarús færður undir stranga löggjöf um klám, barnaníð og öfgahópa. Forseti þess góða og fallega lands kallaði opinberlega alla homma úrkynjaða perverta. Við hér á Íslandi stærum okkur af því að eiga gott og heilbrigt samfélag þar sem þú mátt vera eins og þú ert og ég má vera eins og ég er. Við erum opin og upplýst og komin vel á veg í mannbætandi og mannfrelsandi réttindum fyrir alla. Þann 1. júní ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Fulltrúa okkar og framvörð, þann sem með nærveru sinni, framgöngu og eftirfylgni er talsmaður okkar og merkisberi þess sem við erum stolt af; hreinni og vel varðveittri náttúrufegurð; virðingu fyrir umhverfi og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Forsetinn er sálusorgari á erfiðum tímum og besti vinur barna og alþýðumanna sem elda súpur fyrir fátæka, hlaupa hringi í kringum landið, keppa á stórmótum og ná tímamótum, syngja á heimsmælikvarða og í réttunum á haustin. Forsetinn er sameinaður styrkur okkar litla, en líka stórasta lands í heimi. Erindi Baldurs í embætti forseta Íslands er stórt. Með stuðningi við framboð hans og Felix látum við rödd Íslands heyrast og gerum stolt okkar sýnilegt. Við erum víðsýn og ábyrg þjóð og stöndum með mannréttindum og förum ekki með það í felur. Atkvæðið okkar skiptir máli og með því greiðum við atkvæði gegn hatri og þröngsýni. Með atkvæði sýnum við stuðning við mannréttindabaráttu milljóna um heim allan. Ísland getur verið fyrirmynd á alþjóðavísu og ómetanlegur klettur í huga þeirra sem á erfiðum og hættulegum tímum eygja litla von um eðlilegt og friðsælt líf. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst allra kvenna til að vera lýðræðislega þjóðkjörinn forseti í heiminum. Íslenskur ráðherra hafði eitt sinn þann óðakjark að hringja í skriðdrekaumsetið ráðhús á ögurstundu og lýsa yfir stuðningi lítillar þjóðar í frelsisbaráttu, því gleymir litháíska þjóðin aldrei. Réttindabarátta hinsegin samfélagsins í Færeyjum tók kipp eftir að Jóhanna og Jónína settust til borðs saman, í boði færeysku landsstjórnarinnar. Litlu skrefin geta markað djúp spor í sögu þjóða og líka einstaklinga. Við erum þátttakendur í sögunni og getum í þessum kosningum sett okkar lóð á vogarskálarnar fyrir bættum og betri heimi. Við erum ekki hrædd við skrímsli og skemmdarvarga! Við erum stolt þjóð og sýnileg. Kjósum Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands. Höfundur er stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Erindi Baldurs Þórhallssonar í embætti forseta Íslands Í sextíu og tveimur löndum heims gilda refsilög við því að vera hinsegin. Í tíu af þeim löndum getur legið við því dauðarefsing að vera hommi. Dauðarefsing. Á námsárum mínum lærði ég rússnesku og bjó í Minsk, Leníngrad og Moskvu. Þá var vor í lofti hjá hinsegin samfélaginu og árið 1993 var hinseginleiki felldur úr hegningarlögum í Rússlandi. En núverandi einræðisherra landsins þolir ekki að ekki sé lifað í skáp. Það eitt að vera með regnbogaeyrnalokk eða -fána á bakvið sig í Zoomviðtali getur kostað sektir og fangavist. Misþyrmingar og barsmíðar á götum úti eru taldar sjálfsagðar til að „berja úr þessu liði ónáttúruna“ og lögregla er skrímslanna verst í ofbeldinu. Enginn sem ekki passar inn í „venjuleikann“ er öruggur. Nýverið var samkynhneigð og hvers konar sýnileiki hinseginleika í Belarús færður undir stranga löggjöf um klám, barnaníð og öfgahópa. Forseti þess góða og fallega lands kallaði opinberlega alla homma úrkynjaða perverta. Við hér á Íslandi stærum okkur af því að eiga gott og heilbrigt samfélag þar sem þú mátt vera eins og þú ert og ég má vera eins og ég er. Við erum opin og upplýst og komin vel á veg í mannbætandi og mannfrelsandi réttindum fyrir alla. Þann 1. júní ætlum við að kjósa okkur nýjan forseta. Fulltrúa okkar og framvörð, þann sem með nærveru sinni, framgöngu og eftirfylgni er talsmaður okkar og merkisberi þess sem við erum stolt af; hreinni og vel varðveittri náttúrufegurð; virðingu fyrir umhverfi og skynsamlegri nýtingu auðlinda. Forsetinn er sálusorgari á erfiðum tímum og besti vinur barna og alþýðumanna sem elda súpur fyrir fátæka, hlaupa hringi í kringum landið, keppa á stórmótum og ná tímamótum, syngja á heimsmælikvarða og í réttunum á haustin. Forsetinn er sameinaður styrkur okkar litla, en líka stórasta lands í heimi. Erindi Baldurs í embætti forseta Íslands er stórt. Með stuðningi við framboð hans og Felix látum við rödd Íslands heyrast og gerum stolt okkar sýnilegt. Við erum víðsýn og ábyrg þjóð og stöndum með mannréttindum og förum ekki með það í felur. Atkvæðið okkar skiptir máli og með því greiðum við atkvæði gegn hatri og þröngsýni. Með atkvæði sýnum við stuðning við mannréttindabaráttu milljóna um heim allan. Ísland getur verið fyrirmynd á alþjóðavísu og ómetanlegur klettur í huga þeirra sem á erfiðum og hættulegum tímum eygja litla von um eðlilegt og friðsælt líf. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst allra kvenna til að vera lýðræðislega þjóðkjörinn forseti í heiminum. Íslenskur ráðherra hafði eitt sinn þann óðakjark að hringja í skriðdrekaumsetið ráðhús á ögurstundu og lýsa yfir stuðningi lítillar þjóðar í frelsisbaráttu, því gleymir litháíska þjóðin aldrei. Réttindabarátta hinsegin samfélagsins í Færeyjum tók kipp eftir að Jóhanna og Jónína settust til borðs saman, í boði færeysku landsstjórnarinnar. Litlu skrefin geta markað djúp spor í sögu þjóða og líka einstaklinga. Við erum þátttakendur í sögunni og getum í þessum kosningum sett okkar lóð á vogarskálarnar fyrir bættum og betri heimi. Við erum ekki hrædd við skrímsli og skemmdarvarga! Við erum stolt þjóð og sýnileg. Kjósum Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands. Höfundur er stolt stuðningskona Baldurs Þórhallssonar.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar