Íslenskur körfubolti áfram á Stöð 2 Sport næstu árin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. maí 2024 19:11 Tindastóll er ríkjandi Íslandsmeistari í karlaflokki. vísir/hulda margrét Sýn hf. og Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning sem tryggir að íslenskur körfubolti verður áfram í hávegum hafður á Stöð 2 Sport og öðrum miðlum Sýnar hf. Samningurinn tekur gildi að loknu núverandi keppnistímabili og er til næstu fimm ára. Íslenskur körfubolti hefur verið sýndur á Stöð 2 Sport síðan 1995 og verður því næsta keppnistímabil það þrítugasta í röðinni sem er sýnt á stöðinni. Vinsældir íþróttarinnar hafa farið sívaxandi á þeim tíma. Vatnaskil urðu fyrir keppnistímabilið 2015-16 er Körfuboltakvöld hóf göngu sína á Stöð 2 Sport en þá var í fyrsta sinn fjallað um alla leiki efstu deildar í vikulegum uppgjörsþætti. Þátturinn sló í gegn og hefur síðan þá verið kjölfesta hjá íþróttaáhugamönnum landsins. Úrslitakeppnin í efstu deildum karla og kvenna hefur verið meðal vinsælasta efnis Stöðvar 2 Sports síðastliðin ár og umgjörð og umfjöllun vaxið í takt við vinsældir körfuboltans. Með nýjum samningi er tryggt að vöxtur íslensks körfubolta verði viðhaldið næstu árin með hágæða dagskrárgerð, bæði í beinum útsendingum frá leikjum og í umfjöllunarþáttum. Markmið samstarfs Sýnar og KKÍ er að auka vinsældir íslensks körfubolta og munu aðilar vinna náið saman næstu fimm árin til ná árangri á þeim vettvangi. Heillaskref fyrir körfuboltann „Það er virkilega ánægjulegt fyrir KKÍ og körfuboltann í landinu að vera áfram á Stöð 2 Sport næstu árin og það sýnir vel hversu gott traust ríkir á milli okkar að næsta tímabil sem við hefjum verður það þrítugasta i röðinni í þessu samstarfi. Félögin í landinu, KKÍ og Stöð 2 Sport hafa unnið að því markvisst að auka vinsældir körfunnar jafnt og þétt sem í dag er orðin ein vinsælasta og umtalaðasta íþróttin hér landi,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. „Mig langar að koma því á framfæri hversu góður andi, einlægur samningsvilji og trúnaðarsamband beggja aðila núna í rúmt ár hefur orðið til þess að þessi tímamótasamningur er nú tilbúinn. Það er því engin efi í okkar huga að framlenging á okkar góða samstarfi er enn eitt heillaskrefið fyrir körfuboltann á Íslandi.“ Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf, er einnig ánægð með nýja samninginn. „Við hjá Sýn lýsum yfir mikilli ánægju með að okkar góða samstarf við KKÍ og íslenskan körfubolta heldur áfram næstu árin. Um tímamótasamning er að ræða en með honum eru sett fram skýr markmið um eflingu íslensks körfubolta,“ segir Herdís Dröfn. „Körfuboltinn hefur verið í stöðugri sókn síðustu árin og er það vilji okkar að bæta í næstu árin með öflugri dagskrárgerð og umfjöllun í öllum okkar miðlum.“ Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Sjá meira
Íslenskur körfubolti hefur verið sýndur á Stöð 2 Sport síðan 1995 og verður því næsta keppnistímabil það þrítugasta í röðinni sem er sýnt á stöðinni. Vinsældir íþróttarinnar hafa farið sívaxandi á þeim tíma. Vatnaskil urðu fyrir keppnistímabilið 2015-16 er Körfuboltakvöld hóf göngu sína á Stöð 2 Sport en þá var í fyrsta sinn fjallað um alla leiki efstu deildar í vikulegum uppgjörsþætti. Þátturinn sló í gegn og hefur síðan þá verið kjölfesta hjá íþróttaáhugamönnum landsins. Úrslitakeppnin í efstu deildum karla og kvenna hefur verið meðal vinsælasta efnis Stöðvar 2 Sports síðastliðin ár og umgjörð og umfjöllun vaxið í takt við vinsældir körfuboltans. Með nýjum samningi er tryggt að vöxtur íslensks körfubolta verði viðhaldið næstu árin með hágæða dagskrárgerð, bæði í beinum útsendingum frá leikjum og í umfjöllunarþáttum. Markmið samstarfs Sýnar og KKÍ er að auka vinsældir íslensks körfubolta og munu aðilar vinna náið saman næstu fimm árin til ná árangri á þeim vettvangi. Heillaskref fyrir körfuboltann „Það er virkilega ánægjulegt fyrir KKÍ og körfuboltann í landinu að vera áfram á Stöð 2 Sport næstu árin og það sýnir vel hversu gott traust ríkir á milli okkar að næsta tímabil sem við hefjum verður það þrítugasta i röðinni í þessu samstarfi. Félögin í landinu, KKÍ og Stöð 2 Sport hafa unnið að því markvisst að auka vinsældir körfunnar jafnt og þétt sem í dag er orðin ein vinsælasta og umtalaðasta íþróttin hér landi,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. „Mig langar að koma því á framfæri hversu góður andi, einlægur samningsvilji og trúnaðarsamband beggja aðila núna í rúmt ár hefur orðið til þess að þessi tímamótasamningur er nú tilbúinn. Það er því engin efi í okkar huga að framlenging á okkar góða samstarfi er enn eitt heillaskrefið fyrir körfuboltann á Íslandi.“ Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf, er einnig ánægð með nýja samninginn. „Við hjá Sýn lýsum yfir mikilli ánægju með að okkar góða samstarf við KKÍ og íslenskan körfubolta heldur áfram næstu árin. Um tímamótasamning er að ræða en með honum eru sett fram skýr markmið um eflingu íslensks körfubolta,“ segir Herdís Dröfn. „Körfuboltinn hefur verið í stöðugri sókn síðustu árin og er það vilji okkar að bæta í næstu árin með öflugri dagskrárgerð og umfjöllun í öllum okkar miðlum.“
Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti „Þetta er einstakur strákur“ Íslenski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Fleiri fréttir Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann „Erum ekkert að fara slaka á“ Njarðvík hafði betur í háspennuleik á Hlíðarenda Sjá meira