„Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 23. maí 2024 21:45 Frank Booker einbeittur á vítalínunni Vísir/Pawel Frank Aron Booker lék við hvurn sinn fingur í kvöld þegar Valsmenn lögðu Grindvíkinga örugglega í þriðja leik liðanna í úrslitarimmu Subway-deildar karla. Frank skoraði 20 stig og bætti við sjö fráköstum og tveimur stolnum boltum. Hann mætti í viðtal við Andra Más eftir leik sem bað hann um að segja frá varnarleik Vals sem hélt Grindavík í 62 stigum. „Þetta er bara geggjuð barátta. Við erum að reyna að fara eftir því sem Finnur er búinn að plana fyrir okkur og reyna að láta Kane ekki keyra á okkur allan tímann og fá villur og víti. Ég held að það hafi verið stærsti parturinn af þessu og ég er bara mjög ánægður með hvað við gerðum.“ Hann var ekki á því að Valsmenn hefðu náð að koma Grindvíkingum á óvart í kvöld. „Ég held ekki. Þetta er geggjað lið eins og þið vitið og þeir eru komnir í úrslit af ástæðu. Við fórum bara að koma okkur í betri stöður í vörninni og vita hver má taka hvaða skot. Ég held að það sé stærsti parturinn af þessu.“ Grindvíkingar tóku góðan sprett í öðrum leikhluta og Finnur Freyr tók tvö leikhlé með stuttu millibili. Frank sagði að skilaboðin frá Finni hefðu verið skýr. „Það var bara vegna þess að við vorum ekki að fara eftir leikplaninu. Hann sagði við okkur: „Við erum með leikplan. Farið eftir því, ef ekki þá eru þeir að fara að hitta skotum og gera hluti sem við viljum ekki.“.“ Aðspurður um hvar leikurinn snérist þeim í hag benti Frank á vörnina eins og áður. „Eins og ég segi, þetta er bara vörnin. Ef við höldum vörninni eins og við eigum að gera þá erum við mjög gott og sterkt lið. Grindavík er mjög gott og sterkt lið og ef við spilum ekki vörn þá eru þeir að fara að skora næstum því 100 stig eins og þeir gerðu í síðasta leik.“ Frank vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu og þakkaði liðsfélögum sínum fyrir að gefa sér traustið. „Ég er bara ekki að hugsa of mikið. „Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“. Það er bara það eina sem ég get gert. Ég er með mikið sjálfstraust og allir félagar mínir treysta mér með boltann og það er bara geggjað að vera í þessu liði.“ Valsmönnum bíður ærið verkefni að sækja sigur í Smárann en Grindvíkingar hafa unnið ellefu leiki þar í röð. Frank var fullur tilhlökkunar að spila fyrir framan grindvíska áhorfendur. „Ég held að við þurfum bara að vera í jafnvægi núna, ekki vera of háir eða lágir. Við erum ekki búnir að vinna neitt núna, þetta er bara einn leikur. Við þurfum að vinna einn í viðbót og það er mjög erfitt að vinna þarna. Þeir fá mikla stemmingu og Grindvíkingar fylla húsið. Það er mjög mikil stemming og mjög gaman að spila þarna ef ég á að segja alveg eins og er.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Hann mætti í viðtal við Andra Más eftir leik sem bað hann um að segja frá varnarleik Vals sem hélt Grindavík í 62 stigum. „Þetta er bara geggjuð barátta. Við erum að reyna að fara eftir því sem Finnur er búinn að plana fyrir okkur og reyna að láta Kane ekki keyra á okkur allan tímann og fá villur og víti. Ég held að það hafi verið stærsti parturinn af þessu og ég er bara mjög ánægður með hvað við gerðum.“ Hann var ekki á því að Valsmenn hefðu náð að koma Grindvíkingum á óvart í kvöld. „Ég held ekki. Þetta er geggjað lið eins og þið vitið og þeir eru komnir í úrslit af ástæðu. Við fórum bara að koma okkur í betri stöður í vörninni og vita hver má taka hvaða skot. Ég held að það sé stærsti parturinn af þessu.“ Grindvíkingar tóku góðan sprett í öðrum leikhluta og Finnur Freyr tók tvö leikhlé með stuttu millibili. Frank sagði að skilaboðin frá Finni hefðu verið skýr. „Það var bara vegna þess að við vorum ekki að fara eftir leikplaninu. Hann sagði við okkur: „Við erum með leikplan. Farið eftir því, ef ekki þá eru þeir að fara að hitta skotum og gera hluti sem við viljum ekki.“.“ Aðspurður um hvar leikurinn snérist þeim í hag benti Frank á vörnina eins og áður. „Eins og ég segi, þetta er bara vörnin. Ef við höldum vörninni eins og við eigum að gera þá erum við mjög gott og sterkt lið. Grindavík er mjög gott og sterkt lið og ef við spilum ekki vörn þá eru þeir að fara að skora næstum því 100 stig eins og þeir gerðu í síðasta leik.“ Frank vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu og þakkaði liðsfélögum sínum fyrir að gefa sér traustið. „Ég er bara ekki að hugsa of mikið. „Ég bara spila minn leik og tek því sem vörnin gefur mér“. Það er bara það eina sem ég get gert. Ég er með mikið sjálfstraust og allir félagar mínir treysta mér með boltann og það er bara geggjað að vera í þessu liði.“ Valsmönnum bíður ærið verkefni að sækja sigur í Smárann en Grindvíkingar hafa unnið ellefu leiki þar í röð. Frank var fullur tilhlökkunar að spila fyrir framan grindvíska áhorfendur. „Ég held að við þurfum bara að vera í jafnvægi núna, ekki vera of háir eða lágir. Við erum ekki búnir að vinna neitt núna, þetta er bara einn leikur. Við þurfum að vinna einn í viðbót og það er mjög erfitt að vinna þarna. Þeir fá mikla stemmingu og Grindvíkingar fylla húsið. Það er mjög mikil stemming og mjög gaman að spila þarna ef ég á að segja alveg eins og er.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira