Rúnar Ingi og Einar Árni staðfestir sem þjálfarar Njarðvíkur Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. maí 2024 10:25 Frá vinstri: Rúnar Ingi, Halldór Karlsson formaður, Einar Árni JBÓ / umfn.is Rúnar Ingi Erlingsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta. Einar Árni Jóhannsson tekur við störfum Rúnars með kvennaliðið. Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfarinn Daníel Guðni Guðmundsson voru áður með karlaliðið en láta báðir af störfum. Undir stjórn Benedikts varð Njarðvík bikarmeistari og deildarmeistari. Liðið komst í undanúrslit í ár en datt út eftir oddaleik gegn Val. „Við erum mjög spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Rúnar Inga og bindum miklar vonir við hann með stjórnartaumana hjá karlaliði félagsins. Rúnar hefur síðustu tímabil gert mjög vel með kvennaliðið og landaði þar m.a. Íslandsmeistaratitli, öðrum kvennatitlinum í sögu félagisns. Einar þekkjum við vel og fögnum því ákaft að fá hann aftur til liðs við félagið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tekur við kvennaliðinu okkar en bæði Einar og Rúnar munu einnig halda þétt utan um taumana hjá elstu yngri flokkum félagsins,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Það var auðvitað löngu vitað að Rúnar tæki við karlaliðinu en beðið með að tilkynna það formlega þar til kvennaliðið lyki keppni á tímabilinu. Þær komust í úrslitaeinvígi deildarinnar en lágu þar 3-0 fyrir nýkrýndum Íslandsmeisturum Keflavíkur. „Fyrst og fremst er ég glaður að halda áfram að vinna fyrir mitt félag og gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að Njarðvík sé að berjast um alla þá titla sem eru í boði. Það eru spennandi tímar framundan fyrir Njarðvík bæði karla og kvennamegin og það er spennandi fyrir mig að takast á við nýjar áskoranir með strákunum eftir góð ár undir stjórn Benna og Danna,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Einar Árni er góðkunnugur öllum Njarðvíkingum. Hann varð tvívegis Íslandsmeistari með karlaliði Njarðvíkur, fyrst 1998 sem aðstoðarþjálfari og aftur 2006 sem aðalþjálfari. Þá lyfti hann einnig bikartitli á loft 2005. Hann stýrði liðinu síðast frá 2018-21 en hefur undanfarin ár annast yfirþjálfun yngri flokka hjá Hetti við góðan árangur. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Njarðvík. „Ég er fullur tilhlökkunar að koma heim og fara að vinna með stelpunum og fólkinu öllu í Njarðvík. Stelpurnar stóðu sig vel undir stjórn Rúnars Inga í vetur og það er spennandi verkefni að byggja ofan á það. Það er mikið af efnilegum stelpum í Njarðvík, og sumar þeirra þegar farnar að banka á dyrnar í meistaraflokknum. Það er líka mikil tilhlökkun að fara inn í nýtt tímabil á nýjum heimavelli þar sem mun fara töluvert betur um okkar öfluga stuðningsfólk og þar stefnum við á að mynda góða stemmingu með báðum liðunum okkar í baráttunni í Subway deildunum,” sagði Einar Árni. Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfarinn Daníel Guðni Guðmundsson voru áður með karlaliðið en láta báðir af störfum. Undir stjórn Benedikts varð Njarðvík bikarmeistari og deildarmeistari. Liðið komst í undanúrslit í ár en datt út eftir oddaleik gegn Val. „Við erum mjög spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Rúnar Inga og bindum miklar vonir við hann með stjórnartaumana hjá karlaliði félagsins. Rúnar hefur síðustu tímabil gert mjög vel með kvennaliðið og landaði þar m.a. Íslandsmeistaratitli, öðrum kvennatitlinum í sögu félagisns. Einar þekkjum við vel og fögnum því ákaft að fá hann aftur til liðs við félagið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tekur við kvennaliðinu okkar en bæði Einar og Rúnar munu einnig halda þétt utan um taumana hjá elstu yngri flokkum félagsins,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Það var auðvitað löngu vitað að Rúnar tæki við karlaliðinu en beðið með að tilkynna það formlega þar til kvennaliðið lyki keppni á tímabilinu. Þær komust í úrslitaeinvígi deildarinnar en lágu þar 3-0 fyrir nýkrýndum Íslandsmeisturum Keflavíkur. „Fyrst og fremst er ég glaður að halda áfram að vinna fyrir mitt félag og gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að Njarðvík sé að berjast um alla þá titla sem eru í boði. Það eru spennandi tímar framundan fyrir Njarðvík bæði karla og kvennamegin og það er spennandi fyrir mig að takast á við nýjar áskoranir með strákunum eftir góð ár undir stjórn Benna og Danna,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson. Einar Árni er góðkunnugur öllum Njarðvíkingum. Hann varð tvívegis Íslandsmeistari með karlaliði Njarðvíkur, fyrst 1998 sem aðstoðarþjálfari og aftur 2006 sem aðalþjálfari. Þá lyfti hann einnig bikartitli á loft 2005. Hann stýrði liðinu síðast frá 2018-21 en hefur undanfarin ár annast yfirþjálfun yngri flokka hjá Hetti við góðan árangur. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri flokka hjá Njarðvík. „Ég er fullur tilhlökkunar að koma heim og fara að vinna með stelpunum og fólkinu öllu í Njarðvík. Stelpurnar stóðu sig vel undir stjórn Rúnars Inga í vetur og það er spennandi verkefni að byggja ofan á það. Það er mikið af efnilegum stelpum í Njarðvík, og sumar þeirra þegar farnar að banka á dyrnar í meistaraflokknum. Það er líka mikil tilhlökkun að fara inn í nýtt tímabil á nýjum heimavelli þar sem mun fara töluvert betur um okkar öfluga stuðningsfólk og þar stefnum við á að mynda góða stemmingu með báðum liðunum okkar í baráttunni í Subway deildunum,” sagði Einar Árni.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira