Gjöf sem gefur Halla Tómasdóttir skrifar 24. maí 2024 14:00 Fjölmenn kynslóð eftirstríðsáranna nær nú hefðbundnum eftirlaunaaldri. Meðalaldur og lífslíkur aukast og því fylgja ýmsar breytingar sem huga verður að. Hvernig gerum við eftirlaunaárin innihaldsrík og gefandi? Pabbi varði síðustu árunum sem húsvörður í Sunnuhlíð í Kópavogi. Haustið 2008 ætlaði hann að hætta störfum, fara á eftirlaun og njóta rólegri daga eftir annasama ævi. Því miður fór það ekki svo, því hann greindist með krabbamein og kvaddi okkur rúmlega viku síðar. Í okkar síðasta samtali minnti pabbi mig á mikilvægi þess að sýna eldra fólki virðingu og meta að verðleikum reynslu þess og visku. Hann bað mig að gleyma því ekki að íslenskt samfélag er byggt á árangri þeirra sem á undan okkur fóru. Ég hef undanfarnar vikur lagt mig fram um að efna heit mitt og hef heimsótt fjölda eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í þjónustuíbúðum. Ég hef átt mörg skemmtileg samtöl við fólk sem fylgist vel með og hefur einlægan áhuga á samfélagsmiðlum. Dökka hliðin er hins vegar sú að margir eru einmana og hafa fjárhagsáhyggjur. Forseti hefur ekki völd til að leysa fjárhagsvanda eldri borgara, en getur sannarlega hlustað, vakið máls á þessum vanda og hvatt til úrbóta. Við sem byggjum á því sem eldri kynslóðir lögðu af mörkum, eigum að forða þeim frá fjárhagsáhyggjum á efri árum. Einmanaleiki er böl sem ég tel að við öll þurfum að hjálpast að við að eyða. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar vorið 2023 telja um 85% þeirra sem eru 65 ára eða eldri sig vera við góða líkamlega heilsu. Engu að síður er um þriðjungur þessa aldurshóps mjög eða gífurlega einmana. Mest ber á því meðal kvenna sem búa einar. Margir tala um að heimsóknum fari fækkandi og ekki hafa allir þrek til að taka þátt í því fjölbreytta félagslífi sem þessum aldurshópi býðst. Sem forseti mun ég reyna að breyta þessu. Mér finnst okkur bera skylda til að byggja brýr á milli kynslóða. Við eigum að leita leiða til að nýta reynslu og visku þeirra sem eldri eru og tryggja að yngri kynslóðir læri um liðna tíma. Gleymum ekki mömmu og pabba, afa og ömmu, frænku og frænda eða gömlu konunni í næsta húsi, sem við vitum að er mikið ein. Heimsækjum þau. Hringjum í þau. Bjóðum þeim í bíltúr og spjöllum. Spyrjum þau um þeirra líf, um það sem þau muna og við vitum ekki um. Er það ekki dýrmætara en kvöld yfir Netflix? Ég er ekki ein um að naga mig í handarbakið fyrir að hafa ekki notað tækifærið til að læra um það sem gerðist fyrir minn dag. Það sem amma vissi, það sem pabbi mundi, það sem bræður hans upplifuð. Eigum stund með þeim eldri. Það er gjöf sem gefur. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Eldri borgarar Halla Tómasdóttir Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fjölmenn kynslóð eftirstríðsáranna nær nú hefðbundnum eftirlaunaaldri. Meðalaldur og lífslíkur aukast og því fylgja ýmsar breytingar sem huga verður að. Hvernig gerum við eftirlaunaárin innihaldsrík og gefandi? Pabbi varði síðustu árunum sem húsvörður í Sunnuhlíð í Kópavogi. Haustið 2008 ætlaði hann að hætta störfum, fara á eftirlaun og njóta rólegri daga eftir annasama ævi. Því miður fór það ekki svo, því hann greindist með krabbamein og kvaddi okkur rúmlega viku síðar. Í okkar síðasta samtali minnti pabbi mig á mikilvægi þess að sýna eldra fólki virðingu og meta að verðleikum reynslu þess og visku. Hann bað mig að gleyma því ekki að íslenskt samfélag er byggt á árangri þeirra sem á undan okkur fóru. Ég hef undanfarnar vikur lagt mig fram um að efna heit mitt og hef heimsótt fjölda eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í þjónustuíbúðum. Ég hef átt mörg skemmtileg samtöl við fólk sem fylgist vel með og hefur einlægan áhuga á samfélagsmiðlum. Dökka hliðin er hins vegar sú að margir eru einmana og hafa fjárhagsáhyggjur. Forseti hefur ekki völd til að leysa fjárhagsvanda eldri borgara, en getur sannarlega hlustað, vakið máls á þessum vanda og hvatt til úrbóta. Við sem byggjum á því sem eldri kynslóðir lögðu af mörkum, eigum að forða þeim frá fjárhagsáhyggjum á efri árum. Einmanaleiki er böl sem ég tel að við öll þurfum að hjálpast að við að eyða. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar vorið 2023 telja um 85% þeirra sem eru 65 ára eða eldri sig vera við góða líkamlega heilsu. Engu að síður er um þriðjungur þessa aldurshóps mjög eða gífurlega einmana. Mest ber á því meðal kvenna sem búa einar. Margir tala um að heimsóknum fari fækkandi og ekki hafa allir þrek til að taka þátt í því fjölbreytta félagslífi sem þessum aldurshópi býðst. Sem forseti mun ég reyna að breyta þessu. Mér finnst okkur bera skylda til að byggja brýr á milli kynslóða. Við eigum að leita leiða til að nýta reynslu og visku þeirra sem eldri eru og tryggja að yngri kynslóðir læri um liðna tíma. Gleymum ekki mömmu og pabba, afa og ömmu, frænku og frænda eða gömlu konunni í næsta húsi, sem við vitum að er mikið ein. Heimsækjum þau. Hringjum í þau. Bjóðum þeim í bíltúr og spjöllum. Spyrjum þau um þeirra líf, um það sem þau muna og við vitum ekki um. Er það ekki dýrmætara en kvöld yfir Netflix? Ég er ekki ein um að naga mig í handarbakið fyrir að hafa ekki notað tækifærið til að læra um það sem gerðist fyrir minn dag. Það sem amma vissi, það sem pabbi mundi, það sem bræður hans upplifuð. Eigum stund með þeim eldri. Það er gjöf sem gefur. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun