Sitt sýnist hverjum um nýja mynd af Katrínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2024 13:53 Katrín í klæðunum sem hún er í á teiknuðu myndinni á forsíðu Tatler. Yui Mok/Getty Images Teiknuð forsíðumynd af Katrínu prinsessu af Wales í Tatler tímaritinu hefur vakið gríðarlega mikla athygli, þá aðallega neikvæða. Ástæðan er sú að listamanninum þykir ekki hafa tekist vel til og hafa netverjar keppst við að lýsa yfir óánægju með myndina. Myndin er teiknuð af breska-sambíska listamanninum Hönnuh Uzor og er af Katrínu í fyrsta hátíðarkvöldverði Karls sem Bretakonungs á síðasta ári. Myndin prýðir forsíðu tímaritsins sem mun koma út í júlí. CNN hefur eftir Uzor að hún hafi grandskoðað myndir af prinsessunni en ekki átt þess kost að setjast niður með henni til að mála af henni mynd. Ef myndin hér fyrir neðan birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. View this post on Instagram A post shared by Tatler (@tatlermagazine) Þá segist Hannah einnig hafa skoðað myndband af Katrínu þar sem hún tilkynnti að hún væri komin með krabbamein. Myndbandið birti Katrín í mars eftir margra vikna umtal um meint hvarf hennar af opinberum vettvangi. Höfðu ýmsar samsæriskenningar farið á kreik um hvarf hennar þar til hún steig fram og opinberaði sannleikann. Þrátt fyrir útskýringar listakonunnar virðist lítil ánægja ríkja með myndina. Svo lítil að allir helstu erlendu miðlar hafa fjallað um málið. Þar vitna þeir í ummæli undir Instagram færslu Tatler tímaritsins, sem mörg hver eru á neikvæða vegu. „Þetta lítur ekkert út eins prinsessan af Wales. Þetta er svo hræðilegt, þessi mynd lýsir algjörri vanvirðingu,“ skrifar einn netverja sem CNN vitnar í. Annar tekur í svipaðan streng. „Þetta er gjörsamlega glatað einhvern veginn. Ég er ekki viss um að listamaðurinn sé aðdáandi prinsessunnar. Þetta er eins og lélegt menntaskólaverkefni.“ Kóngafólk Bretland Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira
Myndin er teiknuð af breska-sambíska listamanninum Hönnuh Uzor og er af Katrínu í fyrsta hátíðarkvöldverði Karls sem Bretakonungs á síðasta ári. Myndin prýðir forsíðu tímaritsins sem mun koma út í júlí. CNN hefur eftir Uzor að hún hafi grandskoðað myndir af prinsessunni en ekki átt þess kost að setjast niður með henni til að mála af henni mynd. Ef myndin hér fyrir neðan birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. View this post on Instagram A post shared by Tatler (@tatlermagazine) Þá segist Hannah einnig hafa skoðað myndband af Katrínu þar sem hún tilkynnti að hún væri komin með krabbamein. Myndbandið birti Katrín í mars eftir margra vikna umtal um meint hvarf hennar af opinberum vettvangi. Höfðu ýmsar samsæriskenningar farið á kreik um hvarf hennar þar til hún steig fram og opinberaði sannleikann. Þrátt fyrir útskýringar listakonunnar virðist lítil ánægja ríkja með myndina. Svo lítil að allir helstu erlendu miðlar hafa fjallað um málið. Þar vitna þeir í ummæli undir Instagram færslu Tatler tímaritsins, sem mörg hver eru á neikvæða vegu. „Þetta lítur ekkert út eins prinsessan af Wales. Þetta er svo hræðilegt, þessi mynd lýsir algjörri vanvirðingu,“ skrifar einn netverja sem CNN vitnar í. Annar tekur í svipaðan streng. „Þetta er gjörsamlega glatað einhvern veginn. Ég er ekki viss um að listamaðurinn sé aðdáandi prinsessunnar. Þetta er eins og lélegt menntaskólaverkefni.“
Kóngafólk Bretland Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira