Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Lovísa Arnardóttir skrifar 24. maí 2024 14:42 Mótmælendur við friðarhöllina sem hýsir dómstólinn fyrr í dag. Vísir/AP Alþjóðadómstóllinn í Haag úrskurðaði í dag að Ísraelsher ætti að láta af öllum hernaðarðageðrum í Rafah í suðurhluta Gasaborgar. Í úrskurðinum er ekki kveðið á um vopnahlé eins og óskað hafði verið eftir af Suður-Afríku sem kom með máli til dómstólsins. Dómstóllinn hefur ekkert lögregluvald til að framfylgja dómum sínum. Rússnesk yfirvöld hafa sem dæmi hundsað álíka úrskurð frá árinu 2022 um að láta af innrás sinni í Úkraínu. Fram kemur í umfjöllun AP um málið að áður en úrskurður var kveðinn upp hafi talsmaður ísraelska ríkisins sagt að engin öfl myndu stöðva ísraelsk yfirvöld í því að vernda borgara sína og að stöðva Hamas á Gasa. Lögfræðiteymi ísraelska ríkisins. Frá vinstri Yaron Wax, Malcolm Shaw og Avigail Frisch Ben Avraham. Ólíklegt er að Ísrael verði við úrskurðinum en mögulega gæti niðurstaðan ýtt undir alþjóðlegan þrýsting en undanfarið hefur verið aukin gagnrýni á aðgerðir þeirra á Gasasvæðinu. Á vef Reuters er haft eftir fjármálaráðherra Ísrael, Bezalel Smotrich, að þau muni ekki gangast við þessum úrskurði. Að gangast við úrskurðinum væri eins og að samþykkja að Ísraelsríki væri ekki til. „Ísrael mun ekki samþykkja það,“ sagði hann í yfirlýsingu. Þar segir einnig að Hamas-liðum hafi þótt niðurstaða dómstólsins ásættanleg en ekki nægjanleg. Þeir kölluðu eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna myndi sjá til þess að úrskurðinum yrði framfylgt. Forseti dómstólsins las úrskurðinn upp en þar segir meðal annars að ótti um aðgerðir á Rafah sé að raungerast og að aðstæður á svæðinu sé núna hægt að skilagreina sem „hörmulegum“. Í úrskurði dómstólsins er einnig kveðið á um halda landamærum við Egyptaland við RAfah opnum svo hægt sé að koma neyðargögnum og sinna almennri mannúðaraðstoð á svæðinu. Forseti dómstólsins Nawaf Salam las upp úrskurðinn. Vísir/AP/(AP/Peter Dejong Þá kemur einnig fram í úrskurðinum að Ísrael verði að tryggja aðgang starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem vilja rannsaka eða kanna staðhæfingar um að þjóðarmorð eigi sér stað á Gasa. Dómstóllinn hefur áður komist að því að aðgerðir Ísrael á Gasa stofni íbúum í raunverulega hætti. Árás Ísraels hófst í kjölfar þess að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael og myrtu um 1.200 almenna borgara og tóku um 250 sem gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher drepið um 35 þúsund Palestínubúa í árásum sínum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu. Ekki er gerður greinarmunur í þeim tölum á almennum borgurum og hermönnum. Hundruð þúsunda hafa auk þess þurft að flýja heimili sín og eru enn á vergangi. Viðurkenndu Palestínuríki Sérstaklega hafa hernaðaraðgerðir þeirra á Rafah verið gagnrýndar en þúsundir manna leituðu skjóls á svæðinu þegar árásir þeirra hófust í október. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt aðgerðir á Rafah eru Bandaríkjamenn sem yfirleitt eru taldir þeirra helstu bandamenn. Þrjú ríki lýstu svo í vikunni því yfir að þau viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki, það voru Spánn, Írland og Noregur. Þá hefur aðalsaksóknari Alþjóðasakamáladómstólsins óskað eftir því að gefnar verði út alþjóðlega handtökuskipanir á leiðtoga Ísraelsstjórnar og leiðtoga Hamas. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, er ekki bara undir þrýstingi alþjóðlega heldur er aðgerðunum einnig mótmælt í Ísrael. Þar krefjast mótmælendur þess að komist veðri að samkomulagi við Hamas um þá gísla sem ekki hefur enn verið skilað Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir „Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim“ Nemendur í háskólum Hollands hafa undanfarna daga reist tjaldbúðir á skólalóðum til stuðnings Palestínu, og margir mætt mikilli hörku lögreglu. Íslenskur nemandi lýsir mikilli samstöðu meðal stúdenta sem fara fram á að hollenskir háskólar taki skýrari afstöðu gegn ísraelskum stjórnvöldum og slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki. 24. maí 2024 10:58 Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Sjálfstæð Palestína skiptir heiminn máli Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988. Nú, tæpum 40 árum síðar, hafa 143 ríki viðurkennt sjálfstæði landsins og árið 2011 varð Ísland fyrst ríkja Vestur-Evrópu til að taka það skref. Í gær bárust þau stórmerku og jákvæðu tíðindi frá frændum okkar og frænkum í Noregi þegar þau tilkynntu viðurkenningu landsins á sjálfstæði Palestínu. 23. maí 2024 08:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Dómstóllinn hefur ekkert lögregluvald til að framfylgja dómum sínum. Rússnesk yfirvöld hafa sem dæmi hundsað álíka úrskurð frá árinu 2022 um að láta af innrás sinni í Úkraínu. Fram kemur í umfjöllun AP um málið að áður en úrskurður var kveðinn upp hafi talsmaður ísraelska ríkisins sagt að engin öfl myndu stöðva ísraelsk yfirvöld í því að vernda borgara sína og að stöðva Hamas á Gasa. Lögfræðiteymi ísraelska ríkisins. Frá vinstri Yaron Wax, Malcolm Shaw og Avigail Frisch Ben Avraham. Ólíklegt er að Ísrael verði við úrskurðinum en mögulega gæti niðurstaðan ýtt undir alþjóðlegan þrýsting en undanfarið hefur verið aukin gagnrýni á aðgerðir þeirra á Gasasvæðinu. Á vef Reuters er haft eftir fjármálaráðherra Ísrael, Bezalel Smotrich, að þau muni ekki gangast við þessum úrskurði. Að gangast við úrskurðinum væri eins og að samþykkja að Ísraelsríki væri ekki til. „Ísrael mun ekki samþykkja það,“ sagði hann í yfirlýsingu. Þar segir einnig að Hamas-liðum hafi þótt niðurstaða dómstólsins ásættanleg en ekki nægjanleg. Þeir kölluðu eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna myndi sjá til þess að úrskurðinum yrði framfylgt. Forseti dómstólsins las úrskurðinn upp en þar segir meðal annars að ótti um aðgerðir á Rafah sé að raungerast og að aðstæður á svæðinu sé núna hægt að skilagreina sem „hörmulegum“. Í úrskurði dómstólsins er einnig kveðið á um halda landamærum við Egyptaland við RAfah opnum svo hægt sé að koma neyðargögnum og sinna almennri mannúðaraðstoð á svæðinu. Forseti dómstólsins Nawaf Salam las upp úrskurðinn. Vísir/AP/(AP/Peter Dejong Þá kemur einnig fram í úrskurðinum að Ísrael verði að tryggja aðgang starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem vilja rannsaka eða kanna staðhæfingar um að þjóðarmorð eigi sér stað á Gasa. Dómstóllinn hefur áður komist að því að aðgerðir Ísrael á Gasa stofni íbúum í raunverulega hætti. Árás Ísraels hófst í kjölfar þess að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael og myrtu um 1.200 almenna borgara og tóku um 250 sem gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher drepið um 35 þúsund Palestínubúa í árásum sínum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu. Ekki er gerður greinarmunur í þeim tölum á almennum borgurum og hermönnum. Hundruð þúsunda hafa auk þess þurft að flýja heimili sín og eru enn á vergangi. Viðurkenndu Palestínuríki Sérstaklega hafa hernaðaraðgerðir þeirra á Rafah verið gagnrýndar en þúsundir manna leituðu skjóls á svæðinu þegar árásir þeirra hófust í október. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt aðgerðir á Rafah eru Bandaríkjamenn sem yfirleitt eru taldir þeirra helstu bandamenn. Þrjú ríki lýstu svo í vikunni því yfir að þau viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki, það voru Spánn, Írland og Noregur. Þá hefur aðalsaksóknari Alþjóðasakamáladómstólsins óskað eftir því að gefnar verði út alþjóðlega handtökuskipanir á leiðtoga Ísraelsstjórnar og leiðtoga Hamas. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, er ekki bara undir þrýstingi alþjóðlega heldur er aðgerðunum einnig mótmælt í Ísrael. Þar krefjast mótmælendur þess að komist veðri að samkomulagi við Hamas um þá gísla sem ekki hefur enn verið skilað
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir „Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim“ Nemendur í háskólum Hollands hafa undanfarna daga reist tjaldbúðir á skólalóðum til stuðnings Palestínu, og margir mætt mikilli hörku lögreglu. Íslenskur nemandi lýsir mikilli samstöðu meðal stúdenta sem fara fram á að hollenskir háskólar taki skýrari afstöðu gegn ísraelskum stjórnvöldum og slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki. 24. maí 2024 10:58 Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44 Sjálfstæð Palestína skiptir heiminn máli Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988. Nú, tæpum 40 árum síðar, hafa 143 ríki viðurkennt sjálfstæði landsins og árið 2011 varð Ísland fyrst ríkja Vestur-Evrópu til að taka það skref. Í gær bárust þau stórmerku og jákvæðu tíðindi frá frændum okkar og frænkum í Noregi þegar þau tilkynntu viðurkenningu landsins á sjálfstæði Palestínu. 23. maí 2024 08:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
„Þetta setti af stað dómínó-áhrif út um allan heim“ Nemendur í háskólum Hollands hafa undanfarna daga reist tjaldbúðir á skólalóðum til stuðnings Palestínu, og margir mætt mikilli hörku lögreglu. Íslenskur nemandi lýsir mikilli samstöðu meðal stúdenta sem fara fram á að hollenskir háskólar taki skýrari afstöðu gegn ísraelskum stjórnvöldum og slíti tengslum við ísraelska háskóla og fyrirtæki. 24. maí 2024 10:58
Allsherjarsigur gegn Hamas ólíklegur Þrátt fyrir umfangsmikinn hernað á Gasaströndinni berjast vígamenn Hamas-samtakanna enn af krafti gegn ísraelska hernum. Þá skjóta Hamas-liðar enn eldflaugum að Ísrael en ráðamenn í Ísrael og í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að Ísraelar geti ekki náð markmiðum ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú um algeran sigur gegn hryðjuverkasamtökunum. 24. maí 2024 06:44
Sjálfstæð Palestína skiptir heiminn máli Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988. Nú, tæpum 40 árum síðar, hafa 143 ríki viðurkennt sjálfstæði landsins og árið 2011 varð Ísland fyrst ríkja Vestur-Evrópu til að taka það skref. Í gær bárust þau stórmerku og jákvæðu tíðindi frá frændum okkar og frænkum í Noregi þegar þau tilkynntu viðurkenningu landsins á sjálfstæði Palestínu. 23. maí 2024 08:30