Heimakonur Brommapojkarna komust yfir á 14. mínútu með marki frá miðjumanninum Fanny Rönnlund.
Katla jafnaði metin fyrir Kristianstad snemma í seinni hálfleik. Tilda Persson kom þeim svo yfir á 72. mínútu, fimm mínútum áður en Katla fór af velli.
Hlín Eiríksdóttir og Guðný Árnadóttir voru einnig í byrjunarliði Kristianstad og spiluðu allan leikinn. Hlín komst ekki á blað en Guðný fékk gult spjald á 90. mínútu.
Kristianstad vann sig upp í þriðja sæti deildarinnar með þessum sigri og hafa safnað sér 18 stigum úr 8 leikjum.
Allar þrjár ofan nefndar verða í landsliðshópi Íslands í leikjunum tveimur gegn Austurríki í undanspili EM.
53’ 1-1 Katla Tryggvadóttir🌟 pic.twitter.com/OtGCTIzeBT
— Kristianstads DFF (@KDFF1998) May 25, 2024
Samtímis fór fram leikur Örebro og AIK. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir stóð vaktina í vörn Örebro, sem tapaði leiknum 1-0. Katla María Þórðardóttir byrjaði leikinn en vék af velli á 72. mínútu fyrir Bergþóru Sól Ásmundsdóttur.
Örebro er enn án sigur og situr í næstneðsta sæti deildarinnar með 1 stig eftir 8 leiki.