Celtic tvöfaldur meistari eftir dramatískan sigur á erkifjendunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2024 23:31 Leikmenn Celtic fagna. Andrew Milligan/Getty Images Celtic er deildar- og bikarmeistari í Skotlandi eftir hádramatískan 1-0 sigur á erkifjendum sínum í Rangers í úrslitum skosku bikarkeppninnar í knattspyrnu fyrr í dag. Celtic hafði þegar tryggt sér skoska meistaratitilinn og fullkomnaði tvennuna í dag, Rangers til mikils ama. Þessir fornu fjendur hafa lengi vel eldað grátt silfur saman og ljóst að Rangers myndi selja sig dýrt í leik dagsins enda ekkert verra en að tapa báðum titlum sem og montréttnum til nágrannana og erkifjendanna. Það dugði ekki þar sem Adam Idah tryggði Celtic sigurinn með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Fyrri í leiknum hafði Rangers skorað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Þá var að venju nóg um spjöld en alls fóru 12 gul spjöld á loft áður en flautað var til leiksloka og Celtic gat hafið fagnaðarlætin enda voru lærisveinar Brendan Rodgers að tryggja sér tvennuna, það er sigur í deild og bikar. Hann er að stýra liðinu í annað sinn en undir hans stjórn vann liðið fjölda titla frá 2016 til 2019. Hann færði sig síðan til Leicester City á Englandi en sneri aftur til Skotlands á síðasta ári. This feeling... 🤩#CelticFC🍀🏆🏆 pic.twitter.com/QzW2riU8kT— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 „Þetta er leikur sem þarf ekki að vera fullkominn, þú þarft bara að vinna og okkur tókst það á endanum. Við fundum orkuna og kraftinn sem til þurfti. Ég sagði við leikmennina að þetta snýst ekki um hvað þið hafið gert síðustu 51 viku, snýst um hvað þið gerið vikuna fyrir leik. Hugarfar þeirra hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Rodgers eftir leik og hélt áfram. „Þetta hefur verið frábært tímabil, að vinna tvennuna er magnað afrek. Skoski bikarinn hefur mikla þýðingu fyrir félagið og stuðningsfólkið. Við vissum að Rangers myndi mæta vel stemmt til leiks en við fundum þetta lykilaugnablik sem til þarf og skoruðum sigurmarkið.“ Einn besti og sigursælasti leikmaður liðsins, James Forrest, var að vinna sinn 24. titil í dag en hann hefur spilað með liðinu undanfarin 14 ár. „Síðustu vikur hafa verið frábærar. Ég tel okkur ekki hafa verið upp á okkar besta í dag en það sýnir hvað við getum gert þegar við stöndum saman. Við grófum djúpt, héldum hreinu og náðum sigrinum, það er fyrir öllu,“ sagði Forrest eftir leik. One last time for Joe Hart! 🍀🏆🏆 pic.twitter.com/udMpDydVM0— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 Leikurinn var síðasti leikur enska markvarðarins Joe Hart en hann leggur hanskana á hilluna í sumar. Ágætis endir fyrir hann. „Eina sem ég veit er að ég hef elskað hverja mínútu hérna. Fótbolti hefur verið líf mitt frá því ég man eftir mér, ég þarf að finna út úr því hver ég er nú. Ég mun án efa sakna þess en fótbolti hefur veitt mér svo mikla gleði og ég er mjög stoltur af öllu sem ég hef áorkað. Ég reyni bara að njóta þess eins best og mögulegt er,“ sagði Hart að leik loknum. Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Þessir fornu fjendur hafa lengi vel eldað grátt silfur saman og ljóst að Rangers myndi selja sig dýrt í leik dagsins enda ekkert verra en að tapa báðum titlum sem og montréttnum til nágrannana og erkifjendanna. Það dugði ekki þar sem Adam Idah tryggði Celtic sigurinn með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Fyrri í leiknum hafði Rangers skorað mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Þá var að venju nóg um spjöld en alls fóru 12 gul spjöld á loft áður en flautað var til leiksloka og Celtic gat hafið fagnaðarlætin enda voru lærisveinar Brendan Rodgers að tryggja sér tvennuna, það er sigur í deild og bikar. Hann er að stýra liðinu í annað sinn en undir hans stjórn vann liðið fjölda titla frá 2016 til 2019. Hann færði sig síðan til Leicester City á Englandi en sneri aftur til Skotlands á síðasta ári. This feeling... 🤩#CelticFC🍀🏆🏆 pic.twitter.com/QzW2riU8kT— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 „Þetta er leikur sem þarf ekki að vera fullkominn, þú þarft bara að vinna og okkur tókst það á endanum. Við fundum orkuna og kraftinn sem til þurfti. Ég sagði við leikmennina að þetta snýst ekki um hvað þið hafið gert síðustu 51 viku, snýst um hvað þið gerið vikuna fyrir leik. Hugarfar þeirra hefur verið til fyrirmyndar,“ sagði Rodgers eftir leik og hélt áfram. „Þetta hefur verið frábært tímabil, að vinna tvennuna er magnað afrek. Skoski bikarinn hefur mikla þýðingu fyrir félagið og stuðningsfólkið. Við vissum að Rangers myndi mæta vel stemmt til leiks en við fundum þetta lykilaugnablik sem til þarf og skoruðum sigurmarkið.“ Einn besti og sigursælasti leikmaður liðsins, James Forrest, var að vinna sinn 24. titil í dag en hann hefur spilað með liðinu undanfarin 14 ár. „Síðustu vikur hafa verið frábærar. Ég tel okkur ekki hafa verið upp á okkar besta í dag en það sýnir hvað við getum gert þegar við stöndum saman. Við grófum djúpt, héldum hreinu og náðum sigrinum, það er fyrir öllu,“ sagði Forrest eftir leik. One last time for Joe Hart! 🍀🏆🏆 pic.twitter.com/udMpDydVM0— Celtic Football Club (@CelticFC) May 25, 2024 Leikurinn var síðasti leikur enska markvarðarins Joe Hart en hann leggur hanskana á hilluna í sumar. Ágætis endir fyrir hann. „Eina sem ég veit er að ég hef elskað hverja mínútu hérna. Fótbolti hefur verið líf mitt frá því ég man eftir mér, ég þarf að finna út úr því hver ég er nú. Ég mun án efa sakna þess en fótbolti hefur veitt mér svo mikla gleði og ég er mjög stoltur af öllu sem ég hef áorkað. Ég reyni bara að njóta þess eins best og mögulegt er,“ sagði Hart að leik loknum.
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira