Rígur framtíðar eða valdaskipti: „Við munum snúa aftur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 23:30 Irene Paredes og Lucy Bronze með Lindsey Horan samlokaða á milli sín í úrslitaleiknum. EPA-EFE/LUIS TEJIDO Á laugardag vann Barcelona 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Barcelona hefur nú unnið Meistaradeildina tvö ár í röð, keppni sem Lyon einokaði lengi vel. Lyon var lengi vel langbesta lið Evrópu og jafnvel heims. Liðið vann keppnina fimm ár í röð en eftir að fyrirkomulagi hennar var breytt – úr eingöngu útsláttarkeppni yfir í riðlakeppni og útsláttarkeppni – hefur Barcelona stigið upp sem besta lið Evrópu, og heims. Barcelona hefur farið í úrslit undnafarin fjögur ár og orðið meistari þrívegis. Á sama tíma hefur liðið verið óstöðvandi heima fyrir sem og leikmenn þess hafa unnið síðustu þrjá Gullbolta (Ballon d´Or Féminin). Það er ef til vill lýsandi að Aitana Bonmatí - besta knattspyrnukona heims árið 2023 - hafi skorað fyrra mark Barcelona í úrslitunum, og Alexia Putellas – besta knattspyrnukona heims 2021 og 2022 – hafi komið af bekknum og skorað síðara markið. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá vann Lyon 3-1 sigur á Börsungum þegar liðin mættust í úrslitum vorið 2022 líkt. Sama var upp á teningnum þegar þau mættust vorið 2019. Raunar hafði Lyon aldrei tapað fyrir Barcelona, það er fyrr en á laugardaginn. Þá þurfti að fara áratug aftur í tímann til að finna síðasta tap liðsins í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að bæði Lyon og Barcelona hafa séð betri daga fjárhagslega þá virðist hafa hallað undir fæti hjá kvennaliði Lyon á meðan kvennalið Barcelona er svo gott sem ósigrandi. Hin bandaríska Lindsey Horan sagði í viðtali að hún hefði engar áhyggjur af Lyon og vitnaði í Tortímandann þegar hún sagði „við munum snúa aftur“ (e. We will be back). Barcelona won their third #UWCL in four years & beat Lyon for the first time ever. But with new investment, the French side insist they'll come back stronger.@charlotteharpur on a shifting of power & how the women's game needs more than one huge rivalryhttps://t.co/4JOziIJ778— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 26, 2024 Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þessum risa kvennaboltans en Jonatan Giráldez Costas, þjálfari Barcelona, mun færa sig til Washington Spirit í Bandaríkjunum í sumar. Þá er Sonia Bompastor, þjálfari Lyon, á leið til Chelsea og hver veit – mögulega mun hún gera Chelsea að því Evrópuafli sem liðinu dreymir um eftir að einoka enska meistaratitilinn til fjölda ára. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Barcelona Evrópumeistari Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni. 25. maí 2024 18:15 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Lyon var lengi vel langbesta lið Evrópu og jafnvel heims. Liðið vann keppnina fimm ár í röð en eftir að fyrirkomulagi hennar var breytt – úr eingöngu útsláttarkeppni yfir í riðlakeppni og útsláttarkeppni – hefur Barcelona stigið upp sem besta lið Evrópu, og heims. Barcelona hefur farið í úrslit undnafarin fjögur ár og orðið meistari þrívegis. Á sama tíma hefur liðið verið óstöðvandi heima fyrir sem og leikmenn þess hafa unnið síðustu þrjá Gullbolta (Ballon d´Or Féminin). Það er ef til vill lýsandi að Aitana Bonmatí - besta knattspyrnukona heims árið 2023 - hafi skorað fyrra mark Barcelona í úrslitunum, og Alexia Putellas – besta knattspyrnukona heims 2021 og 2022 – hafi komið af bekknum og skorað síðara markið. Þrátt fyrir þessa miklu yfirburði þá vann Lyon 3-1 sigur á Börsungum þegar liðin mættust í úrslitum vorið 2022 líkt. Sama var upp á teningnum þegar þau mættust vorið 2019. Raunar hafði Lyon aldrei tapað fyrir Barcelona, það er fyrr en á laugardaginn. Þá þurfti að fara áratug aftur í tímann til að finna síðasta tap liðsins í úrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að bæði Lyon og Barcelona hafa séð betri daga fjárhagslega þá virðist hafa hallað undir fæti hjá kvennaliði Lyon á meðan kvennalið Barcelona er svo gott sem ósigrandi. Hin bandaríska Lindsey Horan sagði í viðtali að hún hefði engar áhyggjur af Lyon og vitnaði í Tortímandann þegar hún sagði „við munum snúa aftur“ (e. We will be back). Barcelona won their third #UWCL in four years & beat Lyon for the first time ever. But with new investment, the French side insist they'll come back stronger.@charlotteharpur on a shifting of power & how the women's game needs more than one huge rivalryhttps://t.co/4JOziIJ778— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 26, 2024 Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á næstu árum hjá þessum risa kvennaboltans en Jonatan Giráldez Costas, þjálfari Barcelona, mun færa sig til Washington Spirit í Bandaríkjunum í sumar. Þá er Sonia Bompastor, þjálfari Lyon, á leið til Chelsea og hver veit – mögulega mun hún gera Chelsea að því Evrópuafli sem liðinu dreymir um eftir að einoka enska meistaratitilinn til fjölda ára.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Barcelona Evrópumeistari Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni. 25. maí 2024 18:15 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Barcelona Evrópumeistari Barcelona er Evrópumeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin má sjá í fréttinni. 25. maí 2024 18:15