Skoðun

Minn maður mun standa í lappirnar

Helgi Pétursson skrifar

Halla Hrund Logadóttir er minn maður. Við hljótum að fagna því innilega þegar ung, hæfileikarík og vel menntuð kona gefur kost á sér til embættis forseta Íslands og hefur til þess alla burði.

Það er góð tilfinning að vita til þess að Halla Hrund mun standa í lappirnar gegn öllum áformum um að rýra hag almennings bæði hvað varðar náttúruauðlindir og grunnstoðir þjóðfélagsins og það er einnig góð tilfinning að vita að þau öfl sem ásælast auðlindir þjóðarinnar vita, að þau fara ekkert með hana. Halla Hrund kemur til dyranna eins og hún er klædd, án þess að draga með sér pólitíska forsögu eða tengsl við hagsmunaaðila og hefur þegar sýnt að hún á í fullu tré við þá.

Halla Hrund hefur rík tengsl við náttúru landsins og telur sér augljóslega til tekna að hafa átt þess kost að alast að hluta til upp til sveita hjá ömmu sinni og afa í nánu sambandi við eldri kynslóðir. Hún segist búa að reynslu og þekkingu eldra fólks og það þarf því ekki að minna hana á mikilvægi þess.

Það er svo kaupbætir að þessi glaðlega og sjarmerandi fjölskyldumanneskja er líka lunkinn músikant.

Höfundur er blaða- og tónlistarmaður.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×