„Ég elska að við töpum ekki hér“ Siggeir Ævarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 26. maí 2024 22:06 Derick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld. Stigahæstur með 32 stig og skoraði sigurkörfuna í lokin Vísir/Anton Brink Dedrick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld í dramatískum leik. Hann lét sér ekki nægja að vera langstigahæstur með 32 stig heldur skoraði hann einnig sigurkörfuna níu sekúndum fyrir leikslok. Ótrúleg dramatík í Smáranum í kvöld sem þýðir að Valsmenn eru að fara í sinn þriðja oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum. Andri Már fékk Basile í viðtal og bað hann um að fara yfir þessa síðustu sókn sem tryggði Grindavík sigurinn. „Boltinn fór á flakk, DeAndre náði honum og ég var opinn í horninu. Ég er ánægður með að DeAndre treysti mér til að taka svona stórt skot og ég er bara þakklátur fyrir að við höfum náð að knýja fram oddaleik.“ Það mátti engu muna að sóknin rynni út í sandinn þegar Kane missti boltann frá sér en Basile var þó ekki á því að hann hefði bjargað rassinum á Kane með því að setja körfuna. „Nei ég myndi ekki segja það, stundum falla hlutirnir bara svona. Kane missti boltann en náði honum aftur og þegar það gerðist var ég opinn og setti risastórt skot fyrir liðið mitt.“ Basile fór hamförum í kvöld, 32 stig, sjö stoðsendingar og þrír stolnir boltar. Hann þakkaði stjórnarmönnum í Grindavík sérstaklega fyrir og sagði að hann hefði verið staðráðinn í að launa þeim fyrir alla þá aðstoð sem þeir hafa veitt honum. „Ég var bara staðráðinn í að leggja mig fram og gera allt fyrir Grindavík. Klúbburinn hefur hjálpað mér svo mikið, Big Baby [Egill Birgisson], Ingi [Ingibergur Þór Jónasson, formaður kkd. UMFG]. Ég elska liðið mitt af öllu hjarta og við vildum ekkert heitar en að ná þessu í leik fimm og oddaleik á þeirra heimavelli. Við höfum ekki verið nógu góðir á útivelli en nú fáum við tækifæri til að sýna hvað við getum og klára þetta á útivelli.“ Þetta var 12. sigurleikur Grindvíkinga í röð í Smáranum en liðinu hefur ekki gengið jafn vel á útivelli í úrslitakeppninni og aðeins unnið einn leik af fimm hingað til. „Ég elska að við töpum ekki hér“. Ég er þakklátur fyrir það. Þegar við spilum hérna er ótrúleg orka í húsinu og við bara töpum ekki á heimavelli. En við erum búnir að tapa fjórum útileikjum og þurfum að finna út úr því.“ Basile sagði að hann hefði aldrei misst trúna í kvöld, meðan Grindavík spilaði sinn leik þá hefði hann ekki áhyggjur. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur. Valur er frábært lið og ég set fullt kredit á þá. Þeir hafa farið í úrslit þrjú ár í röð. En ef við spilum okkar leik þá eigum við alltaf möguleika, þannig líður mér.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Ótrúleg dramatík í Smáranum í kvöld sem þýðir að Valsmenn eru að fara í sinn þriðja oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum. Andri Már fékk Basile í viðtal og bað hann um að fara yfir þessa síðustu sókn sem tryggði Grindavík sigurinn. „Boltinn fór á flakk, DeAndre náði honum og ég var opinn í horninu. Ég er ánægður með að DeAndre treysti mér til að taka svona stórt skot og ég er bara þakklátur fyrir að við höfum náð að knýja fram oddaleik.“ Það mátti engu muna að sóknin rynni út í sandinn þegar Kane missti boltann frá sér en Basile var þó ekki á því að hann hefði bjargað rassinum á Kane með því að setja körfuna. „Nei ég myndi ekki segja það, stundum falla hlutirnir bara svona. Kane missti boltann en náði honum aftur og þegar það gerðist var ég opinn og setti risastórt skot fyrir liðið mitt.“ Basile fór hamförum í kvöld, 32 stig, sjö stoðsendingar og þrír stolnir boltar. Hann þakkaði stjórnarmönnum í Grindavík sérstaklega fyrir og sagði að hann hefði verið staðráðinn í að launa þeim fyrir alla þá aðstoð sem þeir hafa veitt honum. „Ég var bara staðráðinn í að leggja mig fram og gera allt fyrir Grindavík. Klúbburinn hefur hjálpað mér svo mikið, Big Baby [Egill Birgisson], Ingi [Ingibergur Þór Jónasson, formaður kkd. UMFG]. Ég elska liðið mitt af öllu hjarta og við vildum ekkert heitar en að ná þessu í leik fimm og oddaleik á þeirra heimavelli. Við höfum ekki verið nógu góðir á útivelli en nú fáum við tækifæri til að sýna hvað við getum og klára þetta á útivelli.“ Þetta var 12. sigurleikur Grindvíkinga í röð í Smáranum en liðinu hefur ekki gengið jafn vel á útivelli í úrslitakeppninni og aðeins unnið einn leik af fimm hingað til. „Ég elska að við töpum ekki hér“. Ég er þakklátur fyrir það. Þegar við spilum hérna er ótrúleg orka í húsinu og við bara töpum ekki á heimavelli. En við erum búnir að tapa fjórum útileikjum og þurfum að finna út úr því.“ Basile sagði að hann hefði aldrei misst trúna í kvöld, meðan Grindavík spilaði sinn leik þá hefði hann ekki áhyggjur. „Nei, ég hafði aldrei áhyggjur. Valur er frábært lið og ég set fullt kredit á þá. Þeir hafa farið í úrslit þrjú ár í röð. En ef við spilum okkar leik þá eigum við alltaf möguleika, þannig líður mér.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira