Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2024 16:08 Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, á fjarfundi með varnarmálaráðherra Frakklands í dag. Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. Ráðamenn annarra ríkja, eins og Bandaríkjanna, hafa einnig til skoðunar að senda hermenn til Úkraínu þar sem þeir eiga að koma að þjálfun úkraínskra hermanna. Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í dag að hann og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, hefðu rætt við Sebastien Lecornu, varnarmálaráðherra Frakklands. Fram hefði komið á fundi þessum að Frakkar séu fyrstir til að senda hermenn til Úkraínu. Sirskí segist telja að ákvörðun Frakka muni leiða til þess að ráðamenn fleirri ríkja muni taka sömu skref. Sirskí sagðist þegar hafa skrifað undir reglugerð um að frönskum hermönnum væri þegar heimilt að fara til Úkraínu og virða fyrir sér aðstæður. Lecornu sagði einnig frá fundinum á samfélagsmiðlum í dag en þar sagði hann að Frakkar ætluðu meðal annars að senda fleiri stórskotaliðsvopn og skotfæri til Úkraínu, auk flugskeyta í loftvarnarkerfi og langdrægar eld- og stýriflaugar. Point d’étape sur l’aide militaire 🇫🇷 à l'Ukraine avec mon homologue 🇺🇦 @rustem_umerov, suite au déplacement en Ukraine du @CEMA_FR :- CAESAR et munitions- Défense aérienne (missiles ASTER)- Frappes longue portée (SCALP et A2SM)Et pour préparer les futurs paquets d'aide. pic.twitter.com/62gQ5fpVpQ— Sébastien Lecornu (@SebLecornu) May 27, 2024 Hann nefndi ekki að senda ætti franska hermenn til Úkraínu. Tiltölulega stutt er síðan Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðraði þá skoðun sína að ráðamenn á Vesturlöndum ættu ekki að setja sjálfum sér rauðar línur fyrir Rússa og ekki útiloka að senda hermenn til Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi brugðust reiðir við þessum ummælum og tilkynntu í kjölfarið nýjar heræfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“. Þær æfingar voru haldnar í síðustu viku. Sjá einnig: Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Hingað til hafa úkraínskir nýliðar og kvaðmenn verið sendir til herbúða í Þýskalandi þar sem hermenn frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum hafa þjálfað þá í hernaði og í notkun vestrænna vopna sem senda hafa verið til Úkraínu. Þetta hefur meðal annars verið sagt í skoðun innan veggja Hvíta hússins. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki viljað taka þetta skref en mögulega gæti það breyst í kjölfar ákvörðunar Frakka. Rússar gera sjaldan árásir á vesturhluta Úkraínu en það gerist þó. Fari svo að bakhjarlar Úkraínu sendi hermenn til landsins vekur það upp spurningar um möguleg viðbrögð við því að einhverjir þeirra hermanna falli í árásum Rússa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Hernaður Tengdar fréttir Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Ráðamenn annarra ríkja, eins og Bandaríkjanna, hafa einnig til skoðunar að senda hermenn til Úkraínu þar sem þeir eiga að koma að þjálfun úkraínskra hermanna. Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í dag að hann og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, hefðu rætt við Sebastien Lecornu, varnarmálaráðherra Frakklands. Fram hefði komið á fundi þessum að Frakkar séu fyrstir til að senda hermenn til Úkraínu. Sirskí segist telja að ákvörðun Frakka muni leiða til þess að ráðamenn fleirri ríkja muni taka sömu skref. Sirskí sagðist þegar hafa skrifað undir reglugerð um að frönskum hermönnum væri þegar heimilt að fara til Úkraínu og virða fyrir sér aðstæður. Lecornu sagði einnig frá fundinum á samfélagsmiðlum í dag en þar sagði hann að Frakkar ætluðu meðal annars að senda fleiri stórskotaliðsvopn og skotfæri til Úkraínu, auk flugskeyta í loftvarnarkerfi og langdrægar eld- og stýriflaugar. Point d’étape sur l’aide militaire 🇫🇷 à l'Ukraine avec mon homologue 🇺🇦 @rustem_umerov, suite au déplacement en Ukraine du @CEMA_FR :- CAESAR et munitions- Défense aérienne (missiles ASTER)- Frappes longue portée (SCALP et A2SM)Et pour préparer les futurs paquets d'aide. pic.twitter.com/62gQ5fpVpQ— Sébastien Lecornu (@SebLecornu) May 27, 2024 Hann nefndi ekki að senda ætti franska hermenn til Úkraínu. Tiltölulega stutt er síðan Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðraði þá skoðun sína að ráðamenn á Vesturlöndum ættu ekki að setja sjálfum sér rauðar línur fyrir Rússa og ekki útiloka að senda hermenn til Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi brugðust reiðir við þessum ummælum og tilkynntu í kjölfarið nýjar heræfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“. Þær æfingar voru haldnar í síðustu viku. Sjá einnig: Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Hingað til hafa úkraínskir nýliðar og kvaðmenn verið sendir til herbúða í Þýskalandi þar sem hermenn frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum hafa þjálfað þá í hernaði og í notkun vestrænna vopna sem senda hafa verið til Úkraínu. Þetta hefur meðal annars verið sagt í skoðun innan veggja Hvíta hússins. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki viljað taka þetta skref en mögulega gæti það breyst í kjölfar ákvörðunar Frakka. Rússar gera sjaldan árásir á vesturhluta Úkraínu en það gerist þó. Fari svo að bakhjarlar Úkraínu sendi hermenn til landsins vekur það upp spurningar um möguleg viðbrögð við því að einhverjir þeirra hermanna falli í árásum Rússa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Hernaður Tengdar fréttir Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50
Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00