Orri Steinn hefur virðist hafa vakið athygli víða um Evrópu með frammistöðu sinni fyrir FC Kaupmannahöfn í vetur. Gianpaolo Gasperini, þjálfari Atalanta, er sagður hafa áhuga á Orra í ítalska miðlinum Gazzetta Dello Sport.
⚫️🔵 #Atalanta | Secondo la Gazzetta dello Sport, per il ruolo di vice Scamacca si valuta Orri Oskarsson, islandese (giá nazionale) classe 2004 del Copenhagen, 14 gol quest’anno con una tripletta nei preliminari di Champions, compagno dei due fratelli piccoli di Højlund. pic.twitter.com/rfN1YrbEpv
— Giorgio Dusi (@Gio_Dusi) May 28, 2024
Orri Steinn myndi passa vel sem varamaður fyrir framherjann Gianluca Scamacca með það fyrir augum að hann taki við keflinu á einhverjum tímapunkti.
Orri verður tvítugur í lok ágúst en hann hefur skorað 14 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum á leiktíðinni og er markahæstur leikmanna Kaupmannahafnarliðsins. Samningur hans rennur út næsta sumar svo danska liðið gæti horft til þess að selja hann í sumar.
FCK hafnaði í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og er á leið í umspil við Randers um sæti í Sambandsdeild Evrópu að ári.