Forsetakosningar: Menningarlegt forræði fjórða valdsins Meyvant Þórólfsson skrifar 28. maí 2024 11:15 Með orðræðugreiningu leitast menn við að greina undirliggjandi merkingu texta og myndmáls. Edward W. Said beitti henni til dæmis við að varpa ljósi á svokallað menningarlegt forræði og hvernig aldagömul menning Austurlanda var túlkuð út frá vestrænum viðmiðum. Í gegnum menningarlegt forræði nýtir sá er valdið hefur (rétttrúnaðarelítan) stöðu sína til að laga hlutina að eigin normum og gildum. Rannsóknir Said náðu til stórs samhengis, en greining orðræðu á ekki síður við um þröngt samhengi og birtingarmyndirnar geta verið ólíkar. Greiningin snýst þó alltaf um að rannsaka texta, myndmál, hugleiðingar, samtöl eða spjall og glöggrýna þannig hina undirliggjandi merkingu og boðskap orðræðunnar. Hún nær jafnt til þess sem rætt er og þess sem ekki er rætt. Hún á m.ö.o. líka við um það sem er sniðgengið og fær jafnvel vísvitandi ekki rými í orðræðunni, þrátt fyrir að eiga þar heima. Margt í orðræðu fjölmiðla í aðdraganda forsetakosninga 2024 væri verðugt að greina í slíku ljósi. Viðhorfsmótun fyrirtækja sem gefa sig út fyrir að framkvæma hlutlausar skoðanakannanir og fleiri aðilar eru þar ekki undanskildir. Sprengisandur Hálftíma spjall á Sprengisandi sunnudaginn 26. maí um forsetaframbjóðendur væri verðugt verkefni í orðræðugreiningu fyrir manneskju er hefði til þess kunnáttu, þekkingu og þolinmæði. Viðmælendur ræddu vítt og breitt um alla frambjóðendur nema einn. Fjallað var í góðlátlegu gríni um „2% fólkið“, sem ferðaðist um landið eins og uppistandshópur og skemmti sér saman. Ein úr þeim hópi fékk lof fyrir að mæta til dyranna eins og hún væri „klædd“ í þess orðs merkingu og einn viðmælenda sagðist kunna lagið sem frægi grínistinn í hópnum hefði nýlega gefið út. Orðaflaumurinn var drjúgur og allt bar að sama brunni. Einn frambjóðandi fékk langmest rými og jákvæðustu umræðuna, þ.e. fyrrverandi forsætisráðherra; Höllurnar fengu líka nokkuð uppbyggilega athygli. En frambjóðandann Arnar Þór Jónsson nefndu gestir Srengisands þennan morgun aldrei á nafn - það er mikilvæg niðurstaða orðræðugreiningar þegar menn eða málefni eru sniðgengin. Vekja má athygli á að fagleg vinnubrögð við orðræðugreiningu fela það líka í sér að skoða allt samhengið hlutlaust, einnig bakgrunn og aðstæður þeirra sem tjá sig og þeirra sem um er rætt eða ekki rætt, allt sem kann að skýra samhengi orðræðunnar. Pólitísk fyrri orðræða og skrif gestanna skýra til dæmis ýmislegt, sbr. fyrri skrif Viktors Orra Valgarðssonar, sem var meðal þriggja viðmælenda. Pistill Kolbrúnar Fjórða valdið er lúmskt og birtist okkur þar sem minnst varir. Kolbrún Bergþórsdóttir kom þannig á óvart í óhönduglegum sunnudagspistli Mbl. 26. maí sl. Þar lagði hún sig fram um að bæta enn við þann óverðskuldaða óhróður sem hefur dunið á Arnari Þór Jónssyni úr ýmsum áttum. Það er engu líkara en í gangi séu samantekin ráð um að gera Arnar Þór útlægan af einhverjum ástæðum. Kolbrún er reyndar meðal þeirra síðustu sem undirritaður tryði til að taka þátt í svo krakkalegri hjarðhegðun. Eftirfarandi fullyrðing Kolbrúnar var ómakleg, í raun aðför að mannorði Arnars: "Það er engin hóphugsun í hans heila". Grundvallarbaráttumál Arnars eru lýðræði, mannréttindi og almannaheill. Eru það merki um skort á hóphugsun? Að styðja þá svívirðingu að líkja frambjóðanda til forseta íslenska lýðveldisins við nazista er barnsleg og vottur um yfirborðskennda söguþekkingu. Það hefur lítið með eðlilegt málfrelsi og tjáningarfrelsi að gera. Og það kemur því ekkert við hvort Kolbrúnu eða öðrum þyki Halldór Baldursson dásamlegur skopteiknari með snjalla sýn, eins og hún komst að orði. RÚV „Vikan“ Sá eða sú sem treystir sér til að orðræðugreina innihald RÚV og varpa þannig ljósi á menningarlegt forræði ríkismiðilsins ætti skilið að fá fálkaorðu, jafnvel fleiri en eina. Þó ekki væri nema bara fyrir að greina fyndnu föstudagsþættina sem ganga undir nafninu „Vikan“. Þar hefur a.m.k. tvívegis verið vegið að málstað Arnars Þórs með óverðskulduðu spotti og háðsglósum undir áheyrn og áhorfi þriðjungs íslensku þjóðarinnar, þ.e. 19. janúar og 22. mars; í raun dauðadómur yfir gengi Arnars sem forsetaframbjóðanda. Meðal flissgesta í föstudagssófanum seinna kvöldið voru tveir væntanlegir forsetaframbjóðendur, þau Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir. Í ofanálag er ekki annað að sjá en fréttamenn og álitsgjafar RÚV hafi lagt sín lóð á vogarskálarnar í eineltinu gegn Arnari. Undur orðræðugreiningar Orðræðugreining á sér margar skemmtilegar birtingarmyndir. Hún getur m.a.s. snert málfræði og hljóðfræði á athygisverðan hátt. Hljóðið fyrir bókstafinn „h“ heyrist jafnan ekki í frönsku ef það er fremsti stafur í orði og íslenska dl-hljóðið þekkist þar ekki heldur þegar tvö „l“ mætast. Ef önnur Hallan verður forseti og heimsækir Frakkland þá þurfa Frakkar að bera skírnarnafn forseta Íslands fram án „H“ og án dl-hljóðsins … Allah, sem þýðir guð á arabísku. Höfundur er háskólakennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Með orðræðugreiningu leitast menn við að greina undirliggjandi merkingu texta og myndmáls. Edward W. Said beitti henni til dæmis við að varpa ljósi á svokallað menningarlegt forræði og hvernig aldagömul menning Austurlanda var túlkuð út frá vestrænum viðmiðum. Í gegnum menningarlegt forræði nýtir sá er valdið hefur (rétttrúnaðarelítan) stöðu sína til að laga hlutina að eigin normum og gildum. Rannsóknir Said náðu til stórs samhengis, en greining orðræðu á ekki síður við um þröngt samhengi og birtingarmyndirnar geta verið ólíkar. Greiningin snýst þó alltaf um að rannsaka texta, myndmál, hugleiðingar, samtöl eða spjall og glöggrýna þannig hina undirliggjandi merkingu og boðskap orðræðunnar. Hún nær jafnt til þess sem rætt er og þess sem ekki er rætt. Hún á m.ö.o. líka við um það sem er sniðgengið og fær jafnvel vísvitandi ekki rými í orðræðunni, þrátt fyrir að eiga þar heima. Margt í orðræðu fjölmiðla í aðdraganda forsetakosninga 2024 væri verðugt að greina í slíku ljósi. Viðhorfsmótun fyrirtækja sem gefa sig út fyrir að framkvæma hlutlausar skoðanakannanir og fleiri aðilar eru þar ekki undanskildir. Sprengisandur Hálftíma spjall á Sprengisandi sunnudaginn 26. maí um forsetaframbjóðendur væri verðugt verkefni í orðræðugreiningu fyrir manneskju er hefði til þess kunnáttu, þekkingu og þolinmæði. Viðmælendur ræddu vítt og breitt um alla frambjóðendur nema einn. Fjallað var í góðlátlegu gríni um „2% fólkið“, sem ferðaðist um landið eins og uppistandshópur og skemmti sér saman. Ein úr þeim hópi fékk lof fyrir að mæta til dyranna eins og hún væri „klædd“ í þess orðs merkingu og einn viðmælenda sagðist kunna lagið sem frægi grínistinn í hópnum hefði nýlega gefið út. Orðaflaumurinn var drjúgur og allt bar að sama brunni. Einn frambjóðandi fékk langmest rými og jákvæðustu umræðuna, þ.e. fyrrverandi forsætisráðherra; Höllurnar fengu líka nokkuð uppbyggilega athygli. En frambjóðandann Arnar Þór Jónsson nefndu gestir Srengisands þennan morgun aldrei á nafn - það er mikilvæg niðurstaða orðræðugreiningar þegar menn eða málefni eru sniðgengin. Vekja má athygli á að fagleg vinnubrögð við orðræðugreiningu fela það líka í sér að skoða allt samhengið hlutlaust, einnig bakgrunn og aðstæður þeirra sem tjá sig og þeirra sem um er rætt eða ekki rætt, allt sem kann að skýra samhengi orðræðunnar. Pólitísk fyrri orðræða og skrif gestanna skýra til dæmis ýmislegt, sbr. fyrri skrif Viktors Orra Valgarðssonar, sem var meðal þriggja viðmælenda. Pistill Kolbrúnar Fjórða valdið er lúmskt og birtist okkur þar sem minnst varir. Kolbrún Bergþórsdóttir kom þannig á óvart í óhönduglegum sunnudagspistli Mbl. 26. maí sl. Þar lagði hún sig fram um að bæta enn við þann óverðskuldaða óhróður sem hefur dunið á Arnari Þór Jónssyni úr ýmsum áttum. Það er engu líkara en í gangi séu samantekin ráð um að gera Arnar Þór útlægan af einhverjum ástæðum. Kolbrún er reyndar meðal þeirra síðustu sem undirritaður tryði til að taka þátt í svo krakkalegri hjarðhegðun. Eftirfarandi fullyrðing Kolbrúnar var ómakleg, í raun aðför að mannorði Arnars: "Það er engin hóphugsun í hans heila". Grundvallarbaráttumál Arnars eru lýðræði, mannréttindi og almannaheill. Eru það merki um skort á hóphugsun? Að styðja þá svívirðingu að líkja frambjóðanda til forseta íslenska lýðveldisins við nazista er barnsleg og vottur um yfirborðskennda söguþekkingu. Það hefur lítið með eðlilegt málfrelsi og tjáningarfrelsi að gera. Og það kemur því ekkert við hvort Kolbrúnu eða öðrum þyki Halldór Baldursson dásamlegur skopteiknari með snjalla sýn, eins og hún komst að orði. RÚV „Vikan“ Sá eða sú sem treystir sér til að orðræðugreina innihald RÚV og varpa þannig ljósi á menningarlegt forræði ríkismiðilsins ætti skilið að fá fálkaorðu, jafnvel fleiri en eina. Þó ekki væri nema bara fyrir að greina fyndnu föstudagsþættina sem ganga undir nafninu „Vikan“. Þar hefur a.m.k. tvívegis verið vegið að málstað Arnars Þórs með óverðskulduðu spotti og háðsglósum undir áheyrn og áhorfi þriðjungs íslensku þjóðarinnar, þ.e. 19. janúar og 22. mars; í raun dauðadómur yfir gengi Arnars sem forsetaframbjóðanda. Meðal flissgesta í föstudagssófanum seinna kvöldið voru tveir væntanlegir forsetaframbjóðendur, þau Jón Gnarr og Halla Hrund Logadóttir. Í ofanálag er ekki annað að sjá en fréttamenn og álitsgjafar RÚV hafi lagt sín lóð á vogarskálarnar í eineltinu gegn Arnari. Undur orðræðugreiningar Orðræðugreining á sér margar skemmtilegar birtingarmyndir. Hún getur m.a.s. snert málfræði og hljóðfræði á athygisverðan hátt. Hljóðið fyrir bókstafinn „h“ heyrist jafnan ekki í frönsku ef það er fremsti stafur í orði og íslenska dl-hljóðið þekkist þar ekki heldur þegar tvö „l“ mætast. Ef önnur Hallan verður forseti og heimsækir Frakkland þá þurfa Frakkar að bera skírnarnafn forseta Íslands fram án „H“ og án dl-hljóðsins … Allah, sem þýðir guð á arabísku. Höfundur er háskólakennari á eftirlaunum.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar