Halla Tómasdóttir lætur verkin tala Sigurborg Arnarsdóttir skrifar 28. maí 2024 11:30 Á lokaspretti kosningabaráttunnar, sem virðist ætla að verða ein sú mest spennandi í manna minnum, þá vil ég vekja athygli á þeim frábæru kostum sem vinkona mín, Halla Tómasdóttir, hefur til að bera. Halla hefur unnið fyrir því sem hún á og komist áfram á eigin verðleikum. Að sama skapi hefur árangur hennar í kosningabaráttunni ekki komið fyrirhafnarlaust. Með elju og endalausri jákvæðni hefur hún náð að sýna þjóðinni hvaða mann hún hefur að geyma og hversu öflugur leiðtogi hún er. Halla hefur skýra sýn á það hvernig hún vill nýta embætti forseta Íslands til þess að vekja athygli á mikilvægum málum. Henni hefur nú þegar tekist það í þessari kosningabaráttu, og hafa málefni sem hún brennur fyrir eins og kynslóðajafnrétti og andleg heilsa ungmenna fengið aukna athygli umræðunni. Það forstjórastarf sem hún tók að sér hjá B-team snýst m.a. um að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptaheiminum í átt til ábyrgðar, sjálfbærni, og jafnréttis, með því að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið og ganga ekki á auðlindir á kostnað næstu kynslóða. Halla talar ekki bara um hlutina, heldur lætur verkin tala og í vinnu sinni í tengslum við umhverfismál hefur hún vakið heimsathygli og m.a. verið útnefnd af Reuters sem ein af þeim 20 konum sem skara framúr í loftslags- og umhverfismálum á heimsvísu. Halla situr einnig í ráðgjafaráði TIME varðandi loftslagsmál, sem staðfestir þá virðingu sem hún nýtur á alþjóðvettvangi í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál. Við verðum alltaf stolt af henni þegar hún kemur fram á alþjóða vettvangi og þá ekki síður hér innalands. Eins og frú Vigdís Finnbogadóttir hefur verið Höllu fyrirmynd frá því hún var kjörin 1980, mun Halla vísa nýjum kynslóðum veginn sem forseti Íslands. Í kosningabaráttunni hefur Halla Tómasdóttir notið stuðnings síns frábæra maka, Björns Skúlasonar. Þau eru einstaklega samhent og kraftmikil hjón sem hafa notið þess í hvívetna að ferðast um landið og hitta þjóðina. Halla Tómasdóttir er hlý kona, réttsýn og lausnamiðuð. Hún er frumkvöðull og framkvæmdamanneskja í senn, hefur nýtt sín tækifæri vel og jafnframt verið einstaklega hvetjandi fyrir alla í kringum sig, unga jafnt sem aldna. Betri forseta get ég ekki ímyndað mér. Kjósum Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands laugardaginn 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Sjá meira
Á lokaspretti kosningabaráttunnar, sem virðist ætla að verða ein sú mest spennandi í manna minnum, þá vil ég vekja athygli á þeim frábæru kostum sem vinkona mín, Halla Tómasdóttir, hefur til að bera. Halla hefur unnið fyrir því sem hún á og komist áfram á eigin verðleikum. Að sama skapi hefur árangur hennar í kosningabaráttunni ekki komið fyrirhafnarlaust. Með elju og endalausri jákvæðni hefur hún náð að sýna þjóðinni hvaða mann hún hefur að geyma og hversu öflugur leiðtogi hún er. Halla hefur skýra sýn á það hvernig hún vill nýta embætti forseta Íslands til þess að vekja athygli á mikilvægum málum. Henni hefur nú þegar tekist það í þessari kosningabaráttu, og hafa málefni sem hún brennur fyrir eins og kynslóðajafnrétti og andleg heilsa ungmenna fengið aukna athygli umræðunni. Það forstjórastarf sem hún tók að sér hjá B-team snýst m.a. um að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptaheiminum í átt til ábyrgðar, sjálfbærni, og jafnréttis, með því að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið og ganga ekki á auðlindir á kostnað næstu kynslóða. Halla talar ekki bara um hlutina, heldur lætur verkin tala og í vinnu sinni í tengslum við umhverfismál hefur hún vakið heimsathygli og m.a. verið útnefnd af Reuters sem ein af þeim 20 konum sem skara framúr í loftslags- og umhverfismálum á heimsvísu. Halla situr einnig í ráðgjafaráði TIME varðandi loftslagsmál, sem staðfestir þá virðingu sem hún nýtur á alþjóðvettvangi í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál. Við verðum alltaf stolt af henni þegar hún kemur fram á alþjóða vettvangi og þá ekki síður hér innalands. Eins og frú Vigdís Finnbogadóttir hefur verið Höllu fyrirmynd frá því hún var kjörin 1980, mun Halla vísa nýjum kynslóðum veginn sem forseti Íslands. Í kosningabaráttunni hefur Halla Tómasdóttir notið stuðnings síns frábæra maka, Björns Skúlasonar. Þau eru einstaklega samhent og kraftmikil hjón sem hafa notið þess í hvívetna að ferðast um landið og hitta þjóðina. Halla Tómasdóttir er hlý kona, réttsýn og lausnamiðuð. Hún er frumkvöðull og framkvæmdamanneskja í senn, hefur nýtt sín tækifæri vel og jafnframt verið einstaklega hvetjandi fyrir alla í kringum sig, unga jafnt sem aldna. Betri forseta get ég ekki ímyndað mér. Kjósum Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands laugardaginn 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur.
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar