Halla Tómasdóttir og Sólskinsdrengurinn Margrét Dagmar Ericsdóttir skrifar 28. maí 2024 13:15 Það eru svo margar ástæður fyrir því að ég kýs Höllu Tómasdóttur og við fjölskyldan öll. Ein sú helsta er einhverfi og fatlaði gullmolinn okkar, Þorkell Skúli Þorsteinsson, sem þjóðin kannski þekkir betur sem Sólskinsdrenginn. Þegar við ákváðum að gera Sólskinsdrenginn, heimildarmynd um einhverfu, voru margir sem hlupu undir bagga og hjálpuðu til. Halla Tómasdóttir var ein af þeim, en hún var ein megin driffjöðrin í að hjálpa okkur að gera myndina að veruleika. Þegar um jaðarhópa er að ræða og þá sérstaklega fatlaða, hefur fólk yfir höfuð ekki mikinn áhuga eða nennu að setja sig inn í hlutina. Sér í lagi ekki ef þú tengist manneskjunni ekki neitt eins og var í mínu tilfelli sem móður Kela og Höllu Tómasdóttir. En það stoppaði ekki Höllu Tómasdóttur, því Halla T er allra. Hún er bara nákvæmlega eins og hún kemur til dyranna, brosandi, einlæg og góð og strax reiðubúin til að hjálpa. Þú þarft hugrekki, dug og kjark til að hjálpa þeim sem minna mega sín í samfélaginu og þar hefur Halla Tómasdóttir af nógu að taka. Hún er reiðubúin að hjálpa og leiðbeina fólki eins og mér, til að geta klárað þetta brýna samfélagsverkefni sem heimildarmyndin um einhverfu var og er. Hún tók mér opnum örmum og peppaði mig áfram, en á þeim tíma höfðu ekki margir trú á þessu verkefni. Halla Tómasdóttir tengdi mig við réttu aðilana og að byggja rétta tengslanetið fyrir gerð myndarinnar. Það var undursamlegt og fallegt hversu mikinn áhuga hún hafði á mínum mikið fatlaða syni og hans vegferð. Viðmót hennar og hjálpsemi kom mér allavegana verulega á óvart og ekki eitthvað sem ég var vön. Ef að Halla Tómasdóttir hefði ekki lagt þessu verkefni og vegferð lið þá er ég hrædd um að heimildarmyndin Sólskinsdrenginn, hefði aldrei verið gerð. Því vil ég þakka þér Halla Tómasdóttir fyrir að hafa þetta hugrekki, þennan kjark og einurð til að láta Sólskinsdrenginn verða að veruleika. Takk fyrir okkur Halla Tómasdóttir. Að okkar mati hefur þú allt að bera til að verða frábær forseti Íslands. Höfundur er móðir Sólskinsdrengsins og skrifar fyrir hönd fjölskyldu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Það eru svo margar ástæður fyrir því að ég kýs Höllu Tómasdóttur og við fjölskyldan öll. Ein sú helsta er einhverfi og fatlaði gullmolinn okkar, Þorkell Skúli Þorsteinsson, sem þjóðin kannski þekkir betur sem Sólskinsdrenginn. Þegar við ákváðum að gera Sólskinsdrenginn, heimildarmynd um einhverfu, voru margir sem hlupu undir bagga og hjálpuðu til. Halla Tómasdóttir var ein af þeim, en hún var ein megin driffjöðrin í að hjálpa okkur að gera myndina að veruleika. Þegar um jaðarhópa er að ræða og þá sérstaklega fatlaða, hefur fólk yfir höfuð ekki mikinn áhuga eða nennu að setja sig inn í hlutina. Sér í lagi ekki ef þú tengist manneskjunni ekki neitt eins og var í mínu tilfelli sem móður Kela og Höllu Tómasdóttir. En það stoppaði ekki Höllu Tómasdóttur, því Halla T er allra. Hún er bara nákvæmlega eins og hún kemur til dyranna, brosandi, einlæg og góð og strax reiðubúin til að hjálpa. Þú þarft hugrekki, dug og kjark til að hjálpa þeim sem minna mega sín í samfélaginu og þar hefur Halla Tómasdóttir af nógu að taka. Hún er reiðubúin að hjálpa og leiðbeina fólki eins og mér, til að geta klárað þetta brýna samfélagsverkefni sem heimildarmyndin um einhverfu var og er. Hún tók mér opnum örmum og peppaði mig áfram, en á þeim tíma höfðu ekki margir trú á þessu verkefni. Halla Tómasdóttir tengdi mig við réttu aðilana og að byggja rétta tengslanetið fyrir gerð myndarinnar. Það var undursamlegt og fallegt hversu mikinn áhuga hún hafði á mínum mikið fatlaða syni og hans vegferð. Viðmót hennar og hjálpsemi kom mér allavegana verulega á óvart og ekki eitthvað sem ég var vön. Ef að Halla Tómasdóttir hefði ekki lagt þessu verkefni og vegferð lið þá er ég hrædd um að heimildarmyndin Sólskinsdrenginn, hefði aldrei verið gerð. Því vil ég þakka þér Halla Tómasdóttir fyrir að hafa þetta hugrekki, þennan kjark og einurð til að láta Sólskinsdrenginn verða að veruleika. Takk fyrir okkur Halla Tómasdóttir. Að okkar mati hefur þú allt að bera til að verða frábær forseti Íslands. Höfundur er móðir Sólskinsdrengsins og skrifar fyrir hönd fjölskyldu hans.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun