Ekki tilbúinn að ræða hversu margir kveðja Val Valur Páll Eiríksson skrifar 28. maí 2024 14:51 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir líklega fleiri vera að hætta en Alexander og Vignir sem gáfu það út á laugardaginn var. Vísir/Arnar Halldórsson Óvíst er hversu margir leikmenn Vals munu leggja handboltaskóna á hilluna eftir frækinn Evrópusigur um helgina. Þegar hafa tveir staðfest að þeir séu hætti en fleiri gætu bæst í hópinn. Greint var frá því eftir leik á laugardaginn var að fyrirliðar Vals, þeir Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, væru hættir handboltaiðkun eftir þennan frækna sigur. Óskar Bjarni vildi geyma að tjá sig um leikmenn sem væru hættir þar sem þeir yrðu líklega fleiri sem legðu skóna á hilluna. „Það voru einhverjir að spila sinn síðasta leik. Það mikið um að vera í þessari viku, það einhverjar móttökur og svo förum við að styðja körfuboltann á morgun og verðum heiðursgestir þar,“ segir Óskar Bjarni. „Ég er eiginlega ekki tilbúinn að ræða hversu margar hetjur og frábærir einstaklingar að kveðja. Það eru miklir og góðir menn sem voru að öllum líkindum að spila sinn síðasta leik í Valsbúningnum. Ég hugsa að þetta hafi verið sérstök stund fyrir þá að enda þetta með Evrópumeistaratitli með sínu fólki, „Ég held ég fái að ræða um alla þessa snillinga þegar við vitum töluna og fjölda þeirra sem voru að spila sinn síðasta leik í Valstreyjunni,“ segir Óskar Bjarni. Klippa: Fleiri að hætta hjá Val Velta má því upp hverjir aðrir séu að huga að ferilslokum. Alexander Petersson (44 ára í júlí) og Björgvin Páll Gústavsson (39 ára) eru komnir á síðari ár ferilsins. Þeir Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert hafa mismikið getað spilað síðustu ár vegna meiðsla og gætu einnig verið að hugsa sinn gang. Mætti beint að fylgjast með ungviðinu Það er hins vegar aldrei frí hjá Óskari sem hefur gengið í ýmis störf hjá Valsmönnum í gegnum tíðina. Hann var mættur í Laugardalshöllina í dag að fylgjast með ungum Valskonum spila fyrir Reykjavíkurúrvalið gegn liði frá Danmörku. Seinni partinn er hann svo að sækja eiginkonu sína og tvær dætur er þær lenda frá Grikklandi. „Það eru hérna Reykjavíkurleikarnir, þar eru Valsstelpur að keppa og Valsþjálfari. Svo fer ég og tek á móti hópnum, konan mín er að koma og stelpurnar tvær,“ „Svo er það oddaleikur á morgun, troðið hús og gaman,“ segir Óskar Bjarni sem mun styðja Val til sigurs ásamt liði sínu í körfuboltanum annað kvöld. Nánar verður rætt við Óskar Bjarna í Sportpakkanum í kvöld á Stöð 2. Líkt og Óskar nefnir verða leikmenn handboltaliðs Vals heiðursgestir á oddaleik Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta að Hlíðarenda á morgun. Sá leikur hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Valur Olís-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Greint var frá því eftir leik á laugardaginn var að fyrirliðar Vals, þeir Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, væru hættir handboltaiðkun eftir þennan frækna sigur. Óskar Bjarni vildi geyma að tjá sig um leikmenn sem væru hættir þar sem þeir yrðu líklega fleiri sem legðu skóna á hilluna. „Það voru einhverjir að spila sinn síðasta leik. Það mikið um að vera í þessari viku, það einhverjar móttökur og svo förum við að styðja körfuboltann á morgun og verðum heiðursgestir þar,“ segir Óskar Bjarni. „Ég er eiginlega ekki tilbúinn að ræða hversu margar hetjur og frábærir einstaklingar að kveðja. Það eru miklir og góðir menn sem voru að öllum líkindum að spila sinn síðasta leik í Valsbúningnum. Ég hugsa að þetta hafi verið sérstök stund fyrir þá að enda þetta með Evrópumeistaratitli með sínu fólki, „Ég held ég fái að ræða um alla þessa snillinga þegar við vitum töluna og fjölda þeirra sem voru að spila sinn síðasta leik í Valstreyjunni,“ segir Óskar Bjarni. Klippa: Fleiri að hætta hjá Val Velta má því upp hverjir aðrir séu að huga að ferilslokum. Alexander Petersson (44 ára í júlí) og Björgvin Páll Gústavsson (39 ára) eru komnir á síðari ár ferilsins. Þeir Agnar Smári Jónsson og Róbert Aron Hostert hafa mismikið getað spilað síðustu ár vegna meiðsla og gætu einnig verið að hugsa sinn gang. Mætti beint að fylgjast með ungviðinu Það er hins vegar aldrei frí hjá Óskari sem hefur gengið í ýmis störf hjá Valsmönnum í gegnum tíðina. Hann var mættur í Laugardalshöllina í dag að fylgjast með ungum Valskonum spila fyrir Reykjavíkurúrvalið gegn liði frá Danmörku. Seinni partinn er hann svo að sækja eiginkonu sína og tvær dætur er þær lenda frá Grikklandi. „Það eru hérna Reykjavíkurleikarnir, þar eru Valsstelpur að keppa og Valsþjálfari. Svo fer ég og tek á móti hópnum, konan mín er að koma og stelpurnar tvær,“ „Svo er það oddaleikur á morgun, troðið hús og gaman,“ segir Óskar Bjarni sem mun styðja Val til sigurs ásamt liði sínu í körfuboltanum annað kvöld. Nánar verður rætt við Óskar Bjarna í Sportpakkanum í kvöld á Stöð 2. Líkt og Óskar nefnir verða leikmenn handboltaliðs Vals heiðursgestir á oddaleik Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta að Hlíðarenda á morgun. Sá leikur hefst klukkan 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Valur Olís-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða