Forsetinn minn Eygló Egilsdóttir skrifar 29. maí 2024 06:00 Ég kaus Höllu Tómasar fyrir átta árum. Fyrir tíma Covid. Áður en þjóðarleiðtogar á Íslandi og annars staðar tóku varasöm skref í átt að alræði. Áður en yfirvöld leyfðu embættismönnum, sem enginn kaus, að stýra nánast öllu lífi einstaklinga á Íslandi, og áður en það var ljóst að krumlur alþjóðasinna teygðu sig inn fyrir landamæri Íslands. Það hefur margt breyst á átta árum, samfélagið okkar, heimsmyndin og ég sjálf. Og afstaða mín er allt önnur í dag, ekki síst vegna atburða síðustu ára og þeirrar staðreyndar að fólk, sem gat og hefði átt að verja mig og almenning í landinu fyrir utanaðkomandi öflum og áföllum, gerði það alls ekki. Og hvern ætti ég þá að kjósa núna...? Ef ég nota útilokunaraðferðina, þá veit ég að ég mun í það minnsta ekki kjósa einstakling sem er nátengdur alþjóðasinnum sem fara ekki einu sinni sjálfir eftir leikreglum sem þeir setja fyrir almenning, nema að litlu leyti. - Því allir eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir. Ég mun ekki kjósa einstakling sem í hlutverki sínu síðustu ár tók skref í átt að alræði og mun líklega aldrei þurfa að svara fyrir það í þessu embætti. Ég mun ekki kjósa einhvern sem kemur, þrátt fyrir allt, ótrúlega vel fyrir, eiginlega eins og handritið sé æft í þaula, einhvern sem talar alltaf mjög mikið en segir lítið. Ég mun ekki kjósa einhvern sem hefur verið álitsgjafi í stórum málum þjóðarinnar síðustu áratugi, en segist ekki muna hvar atkvæði sitt lenti í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar síðan Ísland fékk lýðveldi. Hvernig gæti ég treyst einstaklingi sem hefur ekki betri dómgreind en það og þorir svo ekki að viðurkenna mistök sín? Ég mun ekki kjósa einstakling sem enga skoðun hefur á hlutum, engan innri áttavita, og ætlar alltaf að fara að ráðum síðasta ræðumanns. Það er alveg óljóst hvern væri verið að kjósa til valda á Bessastöðum. Ég mun hins vegar kjósa Arnar Þór, sem hefur yfirgripsmikla þekkingu, mikla mannkosti, sterka réttlætiskennd og skýran áttavita í lífinu. Hann er ótengdur valdaöflum og elítu, er algjörlega óhræddur við að fara eigin leiðir jafnvel þó þær séu óvinsælar hjá ráðandi öflum. Við þurfum meira af því í dag, að hér séu almennilega varin þau réttindi sem við fæðumst með. Ég treysti Arnari Þór vel til að fara vel með það vald sem Forseta Íslenska Lýðveldisins er falið. Hann mun gæta hagsmuna almennings, ekki valdhafa eða auðmanna. Ég hvet þig líka til að kjósa Arnar Þór, fyrir land og þjóð! Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég kaus Höllu Tómasar fyrir átta árum. Fyrir tíma Covid. Áður en þjóðarleiðtogar á Íslandi og annars staðar tóku varasöm skref í átt að alræði. Áður en yfirvöld leyfðu embættismönnum, sem enginn kaus, að stýra nánast öllu lífi einstaklinga á Íslandi, og áður en það var ljóst að krumlur alþjóðasinna teygðu sig inn fyrir landamæri Íslands. Það hefur margt breyst á átta árum, samfélagið okkar, heimsmyndin og ég sjálf. Og afstaða mín er allt önnur í dag, ekki síst vegna atburða síðustu ára og þeirrar staðreyndar að fólk, sem gat og hefði átt að verja mig og almenning í landinu fyrir utanaðkomandi öflum og áföllum, gerði það alls ekki. Og hvern ætti ég þá að kjósa núna...? Ef ég nota útilokunaraðferðina, þá veit ég að ég mun í það minnsta ekki kjósa einstakling sem er nátengdur alþjóðasinnum sem fara ekki einu sinni sjálfir eftir leikreglum sem þeir setja fyrir almenning, nema að litlu leyti. - Því allir eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir. Ég mun ekki kjósa einstakling sem í hlutverki sínu síðustu ár tók skref í átt að alræði og mun líklega aldrei þurfa að svara fyrir það í þessu embætti. Ég mun ekki kjósa einhvern sem kemur, þrátt fyrir allt, ótrúlega vel fyrir, eiginlega eins og handritið sé æft í þaula, einhvern sem talar alltaf mjög mikið en segir lítið. Ég mun ekki kjósa einhvern sem hefur verið álitsgjafi í stórum málum þjóðarinnar síðustu áratugi, en segist ekki muna hvar atkvæði sitt lenti í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar síðan Ísland fékk lýðveldi. Hvernig gæti ég treyst einstaklingi sem hefur ekki betri dómgreind en það og þorir svo ekki að viðurkenna mistök sín? Ég mun ekki kjósa einstakling sem enga skoðun hefur á hlutum, engan innri áttavita, og ætlar alltaf að fara að ráðum síðasta ræðumanns. Það er alveg óljóst hvern væri verið að kjósa til valda á Bessastöðum. Ég mun hins vegar kjósa Arnar Þór, sem hefur yfirgripsmikla þekkingu, mikla mannkosti, sterka réttlætiskennd og skýran áttavita í lífinu. Hann er ótengdur valdaöflum og elítu, er algjörlega óhræddur við að fara eigin leiðir jafnvel þó þær séu óvinsælar hjá ráðandi öflum. Við þurfum meira af því í dag, að hér séu almennilega varin þau réttindi sem við fæðumst með. Ég treysti Arnari Þór vel til að fara vel með það vald sem Forseta Íslenska Lýðveldisins er falið. Hann mun gæta hagsmuna almennings, ekki valdhafa eða auðmanna. Ég hvet þig líka til að kjósa Arnar Þór, fyrir land og þjóð! Höfundur er viðskiptafræðingur.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun