Í fréttatilkynningu þess efnis segir að til að marka þau tímamót hafi skráningarathöfn verið haldin eftir lokun markaða í gær við bryggju Randúlffssjóhúss á Eskifirði, þar sem höfuðstöðvar félagsins eru.
Guðmundur Gíslason, forstjóri Kaldvíkur, hringdi bjöllunni ásamt framkvæmdastjórn, stjórn félagsins og Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland, að viðstöddum gestum.
