„Let´s go og vinnum fleiri“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2024 22:06 Finnur Freyr í leikslok. Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson sagði það viðeigandi að hafa unnið þrátt fyrir meiðsli Kristófer Acox eftir allt sem hefur gengið á hjá Val á tímabilinu. Hann sagði Val verðskulda titilinn. „Þetta var viðeigandi. Við erum búnir að segja að það sé búið að kasta á okkur einhverju erfiðu allt tímabilið og alltaf þegar okkur líður smá vel þá kemur eitthvað nýtt,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Valsmenn voru án Kára Jónssonar nær allt tímabilið og Joshua Jefferson meiddist í febrúar þegar leikmannaglugginn var lokaður. Í dag meiddist síðan landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í upphafi leiks. „Kristó er búinn að vera eins og klettur hjá okkur, hann er búinn að vera okkar besti og mikilvægasti maður. Það var eitthvað viðeigandi við það að halda bara haus og halda áfram þó hann detti út. Innkoma Hjálmars (Stefánssonar) frábær og liðið í heild sinni. Við héldum „kúlinu“ betur en í síðustu leikjum og verðskulduðum þetta.“ Valsmenn hafa áður rætt um þá menningu sem þeir eru að skapa hjá félaginu og Finnur Freyr hélt áfram á þeirri braut. „Fjölskyldan strákar, við stöndum saman og þegar einn dettur út þá er næsti klár. Við erum að reyna að búa til þannig menningu, eitthvað sem er gaman að vera í alla daga. Það smitast út og það erfiðasta við þetta er að þetta sé tímabil sé búið. Hvert tímabil er einstakt og ég á eftir að sakna þessa tímabils.“ Hann sagði ferðalagið í heild sinni á þessu tímabili standa upp úr. „Að vera með þessum gæjum. Gæjum sem sumir afskrifuðu, sumir sem áttu sínar hæðir og lægðir. Sumir meiðast og koma aftur. Kári er búinn að vera vinna í sér statt og stöðugt og kemur inn í þetta. Ótrúleg þrautseigja í þeim gæja. Hvernig Aaron (Booker) stígur upp líka í erfiðri stöðu, allt þetta.“ „Stærsta er að eftir vonbrigðin í fyrra, eftir sára tapið í fyrra að vera mættir hingað aftur ári seinna og kvitta fyrir það. Sá titill var í okkar höndum. Við gerðum mistök og fengum ákvörðun á móti okkur eins og gengur og gerist í íþróttum. Við vorum sárir og svekktir og svöruðum með einu leiðinni sem er hægt að gera, mæta aftur og kvitta fyrir það,“ sagði Finnur Freyr en Valsmenn töpuðu í oddaleik gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í fyrra. Finnur Freyr var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil sem þjálfari en virðist hvergi nærri hættur. „Þeir eru allir einstakir en bara „let´s go“ og vinnum fleiri.“ Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Sjá meira
„Þetta var viðeigandi. Við erum búnir að segja að það sé búið að kasta á okkur einhverju erfiðu allt tímabilið og alltaf þegar okkur líður smá vel þá kemur eitthvað nýtt,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. Valsmenn voru án Kára Jónssonar nær allt tímabilið og Joshua Jefferson meiddist í febrúar þegar leikmannaglugginn var lokaður. Í dag meiddist síðan landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í upphafi leiks. „Kristó er búinn að vera eins og klettur hjá okkur, hann er búinn að vera okkar besti og mikilvægasti maður. Það var eitthvað viðeigandi við það að halda bara haus og halda áfram þó hann detti út. Innkoma Hjálmars (Stefánssonar) frábær og liðið í heild sinni. Við héldum „kúlinu“ betur en í síðustu leikjum og verðskulduðum þetta.“ Valsmenn hafa áður rætt um þá menningu sem þeir eru að skapa hjá félaginu og Finnur Freyr hélt áfram á þeirri braut. „Fjölskyldan strákar, við stöndum saman og þegar einn dettur út þá er næsti klár. Við erum að reyna að búa til þannig menningu, eitthvað sem er gaman að vera í alla daga. Það smitast út og það erfiðasta við þetta er að þetta sé tímabil sé búið. Hvert tímabil er einstakt og ég á eftir að sakna þessa tímabils.“ Hann sagði ferðalagið í heild sinni á þessu tímabili standa upp úr. „Að vera með þessum gæjum. Gæjum sem sumir afskrifuðu, sumir sem áttu sínar hæðir og lægðir. Sumir meiðast og koma aftur. Kári er búinn að vera vinna í sér statt og stöðugt og kemur inn í þetta. Ótrúleg þrautseigja í þeim gæja. Hvernig Aaron (Booker) stígur upp líka í erfiðri stöðu, allt þetta.“ „Stærsta er að eftir vonbrigðin í fyrra, eftir sára tapið í fyrra að vera mættir hingað aftur ári seinna og kvitta fyrir það. Sá titill var í okkar höndum. Við gerðum mistök og fengum ákvörðun á móti okkur eins og gengur og gerist í íþróttum. Við vorum sárir og svekktir og svöruðum með einu leiðinni sem er hægt að gera, mæta aftur og kvitta fyrir það,“ sagði Finnur Freyr en Valsmenn töpuðu í oddaleik gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í fyrra. Finnur Freyr var að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil sem þjálfari en virðist hvergi nærri hættur. „Þeir eru allir einstakir en bara „let´s go“ og vinnum fleiri.“
Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Sjá meira