„Síðustu mánuðir ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2024 22:54 Ólafur svekktur í leikslok. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson fyrirliði Grindavíkur fór yfir tímabilið eftir úrslitaleikinn gegn Val í kvöld þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.Hann sagði síðustu mánuði hjá Grindvíkingum hafa verið mjög erfiða og þó svo að hægt væri að gleyma sér á æfingum og leikjum væru andvökunæturnar búnar að vera margar. Andri Már Eggertsson ræddi við Ólaf eftir leikinn í kvöld og byrjaði á að spyrja út í hvað hefði gert það að verkum að Valur stóð uppi sem Íslandsmeistari í leikslok. „Þeir bara náðu að stoppa áhlaupin okkar og við aftur á móti náðum ekki að stoppa þeirra. Þeir voru alltaf með svör við öllu sem við gerðum og bara til hamingju Valur.“ Ólafur gaf lítið fyrir það að Grindvíkingar hefðu ekki náð að bregðast við því að Kristófer Acox hafi meiðst í upphafi leiks. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég búinn að gleyma því að Kristó hefði meiðst og bara vona að hann nái sér sem allra fyrst. Ég var búinn að gleyma því bara eftir tvær mínútur. Þeir eru búnir að vera það lengi saman að spila og kunna á hvern annan. Þeir spiluðu bara betur en við í dag.“ Grindvíkingar létu dómgæsluna fara töluvert í taugarnar á sér en það hallaði á gestina í fjölda villna og lentu þeir í miklum villuvandræðum. Hann sagði það ekki hafa haft úrslitaáhrif. „Ekkert frekar. Það var verið að tala um að þeir hefðu skotið sautján vítum í fyrri hálfleik en við fjórum, samt vorum við að fara jafn kröftuglega á körfuna. Leikurinn tapast ekki þar. Það er mjög erfitt að setja þettta eitthvað í orð en ég er mjög stoltur af mínu liði.“ „Margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef“ Grindvíkingar hafa gengið í gegnum mikið á tímabilinu síðan jarðhræringar hófust í nóvember og rýma þurfti bæinn. Ólafur viðurkenndi að síðustu mánuðir hafi verið mjög erfiðir. „Þetta er búið að vera erfitt. Að við þurfum að vera að ganga í gegnum þetta er ógeðslega erfitt og dagurinn í dag er búinn að vera erfiður. Síðustu sex til sjö mánuðir eru búnir að vera ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila körfubolta.“ „Það sem er búið að vera á herðunum á manni allan þennan tíma er búið að vera ógeðslega erfitt. Maður þarf alltaf að setja upp einhvern svip þegar manni líður illa og vissulega gleymir maður sér á æfingum og í leikjum en það eru búnar að vera margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef. Þetta er búið að vera skrýtið og erfitt.“ Eldgos hófst við Grindavík í enn eitt skiptið í dag og mættu Grindvíkingar til leiks með þær fréttir á bakinu. „Dagurinn í dag var ekkert til að hjálpa til því stærðin á þessu var svo mikil. Það þarf örugglega bara að leggja mig inn eftir þetta, ég er alveg andlega búinn á því. Það er ekki dropi eftir á tanknum.“ Ólafur sagði kærkomið fjölskyldufrí framundan. „Á maður ekki bara skilið að fara í frí? Við erum að fara núna í næsta mánuði í fjölskylduferð sem verður geggjað fyrir okkur, aðeins að komast í burtu. Það sem maður þarf er að komast í burtu frá þessu öllu saman. Maður er búinn að vera að standa vaktina og þetta er búið að vera ógeðslega erfitt.“ Ólafur hugsaði um þegar hann var spurður hvort hann yrði í Grindavík á næsta tímabili en sagði erfitt að hoppa frá borði eins og staðan væri. „Ég held ég þurfi bara að vinna í sjálfum mér. Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt en ég býst við því. Það er erfitt að labba frá borði eftir þetta tímabil, eftir allt þetta erfiði og að ná þetta langt. Ég er bara ógeðslega stoltur af mínu liði, öllum þjálfurum og allri stjórninni. Öllum bænum að komast í gegnum þetta allt saman. Þetta er búið að vera algjör viðbjóður.“ Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira
Andri Már Eggertsson ræddi við Ólaf eftir leikinn í kvöld og byrjaði á að spyrja út í hvað hefði gert það að verkum að Valur stóð uppi sem Íslandsmeistari í leikslok. „Þeir bara náðu að stoppa áhlaupin okkar og við aftur á móti náðum ekki að stoppa þeirra. Þeir voru alltaf með svör við öllu sem við gerðum og bara til hamingju Valur.“ Ólafur gaf lítið fyrir það að Grindvíkingar hefðu ekki náð að bregðast við því að Kristófer Acox hafi meiðst í upphafi leiks. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá var ég búinn að gleyma því að Kristó hefði meiðst og bara vona að hann nái sér sem allra fyrst. Ég var búinn að gleyma því bara eftir tvær mínútur. Þeir eru búnir að vera það lengi saman að spila og kunna á hvern annan. Þeir spiluðu bara betur en við í dag.“ Grindvíkingar létu dómgæsluna fara töluvert í taugarnar á sér en það hallaði á gestina í fjölda villna og lentu þeir í miklum villuvandræðum. Hann sagði það ekki hafa haft úrslitaáhrif. „Ekkert frekar. Það var verið að tala um að þeir hefðu skotið sautján vítum í fyrri hálfleik en við fjórum, samt vorum við að fara jafn kröftuglega á körfuna. Leikurinn tapast ekki þar. Það er mjög erfitt að setja þettta eitthvað í orð en ég er mjög stoltur af mínu liði.“ „Margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef“ Grindvíkingar hafa gengið í gegnum mikið á tímabilinu síðan jarðhræringar hófust í nóvember og rýma þurfti bæinn. Ólafur viðurkenndi að síðustu mánuðir hafi verið mjög erfiðir. „Þetta er búið að vera erfitt. Að við þurfum að vera að ganga í gegnum þetta er ógeðslega erfitt og dagurinn í dag er búinn að vera erfiður. Síðustu sex til sjö mánuðir eru búnir að vera ógeðslega erfiðir en maður á samt alltaf að mæta og spila körfubolta.“ „Það sem er búið að vera á herðunum á manni allan þennan tíma er búið að vera ógeðslega erfitt. Maður þarf alltaf að setja upp einhvern svip þegar manni líður illa og vissulega gleymir maður sér á æfingum og í leikjum en það eru búnar að vera margar andvökunætur og stundum ekkert sofið, bara að hugsa um hvað ef. Þetta er búið að vera skrýtið og erfitt.“ Eldgos hófst við Grindavík í enn eitt skiptið í dag og mættu Grindvíkingar til leiks með þær fréttir á bakinu. „Dagurinn í dag var ekkert til að hjálpa til því stærðin á þessu var svo mikil. Það þarf örugglega bara að leggja mig inn eftir þetta, ég er alveg andlega búinn á því. Það er ekki dropi eftir á tanknum.“ Ólafur sagði kærkomið fjölskyldufrí framundan. „Á maður ekki bara skilið að fara í frí? Við erum að fara núna í næsta mánuði í fjölskylduferð sem verður geggjað fyrir okkur, aðeins að komast í burtu. Það sem maður þarf er að komast í burtu frá þessu öllu saman. Maður er búinn að vera að standa vaktina og þetta er búið að vera ógeðslega erfitt.“ Ólafur hugsaði um þegar hann var spurður hvort hann yrði í Grindavík á næsta tímabili en sagði erfitt að hoppa frá borði eins og staðan væri. „Ég held ég þurfi bara að vinna í sjálfum mér. Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt en ég býst við því. Það er erfitt að labba frá borði eftir þetta tímabil, eftir allt þetta erfiði og að ná þetta langt. Ég er bara ógeðslega stoltur af mínu liði, öllum þjálfurum og allri stjórninni. Öllum bænum að komast í gegnum þetta allt saman. Þetta er búið að vera algjör viðbjóður.“
Subway-deild karla Valur Grindavík Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira