Þótti vænt um að liðsfélagarnir mættu allir í jarðarförina Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. maí 2024 11:01 Frank Aron fékk skurð á höfuðið í gær en lét það ekkert á sig fá, kláraði leikinn og lyfti svo titlinum. skjáskot/stöð2sport Frank Aron Booker segir einstakan liðsanda hjá karlaliði Vals í körfubolta hafa sýnt sig þegar liðsfélagarnir mættu allir sem einn í jarðarför dóttur hans sem lést í móðurkviði í mars. Frank Aron varð Íslandsmeistari með liði Vals í annað sinn eftir spennandi úrslitaviðureign gegn Grindavík. Hann var valinn PlayAir úrslitaeinvígisins af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Kristófer Acox yfirgaf völlinn strax á fyrstu mínútu þegar hann hneig niður eftir að hafa slitið sin í hnénu. Hann spilaði ekki meira í leiknum og verður frá í einhvern tíma. Frank Aron sagði liðið hafa lagt allt í að klára þetta fyrir Kristófer. „Já hundrað prósent fyrir hann. Hann er búinn að vera svo stór fyrir okkur allt árið. Búinn að vera með vandamál í hnénu allt tímabilið. Í byrjun leiks fer hann niður, ég hélt hann myndi standa aftur upp en hann sagði bara þetta er búið. Ef ég á að segja alveg satt fór hjartað beint niður í maga.“ Valsliðið hefur sýnt það og sannað á tímabilinu að í því býr stórkostlegur karakter. Meiðsli hafa plagað liðið og meira að segja í úrslitaleiknum misstu þeir einn sinn besta mann út. „Við vildum þetta svo mikið, það var enginn tími til að vera þreyttur eða hugsa um krampa eða sár á hausnum. Þetta skiptir engu, við vissum að þetta yrði barátta allan tímann. Þetta er svo sætt að vinna þetta, sérstaklega eftir síðasta tímabil. Ég get ekki lýst þessu.“ Fjölskyldan styður við sitt fólk Talið færðist þá yfir á persónulegu nóturnar fyrir Frank Aron sem gekk í gegnum hræðilegt áfall fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan þegar kona hans missti fóstur. Fjölskyldan sem Valsliðið er stóð við bakið á þeim í gegnum erfiða tíma. „Þetta er eitt besta lið sem ég hef spilað með á ferlinum. Þetta er í alvöru fjölskylda. Ég og konan mín erum búin að ganga í gegnum mjög mikið, misstum barnið okkar 20 vikna 15. mars, það komu allir í jarðarförina að styðja við bakið á mér og konunni minni. Einhvern veginn komum við saman og við vitum að þó allt fari í rugl erum við einhvern veginn með þetta í höndunum útaf því hvers konar karakter er í liðinu.“ „Eins og ég segi þetta er bara fjölskylda, bræður mínir og þeir gerðu allt sem maður gat beðið um meðan verið er að fara í gegnum svona áfall. Körfuboltinn er mitt safe space, ég náði að dreifa huganum og spila minn besta leik, gefa allt sem ég get gefið. Það er eina sem ég get sagt, og við unnum!“ Þá fékk Frank Aron verðlaun með gjafabréfi fyrir að vera valinn PlayAir úrslitaeinvígisins. Gleðin leyndi sér ekki og hann kallaði strax á eiginkonu sína til að tilkynna henni að þau væri á leiðinni til Króatíu. Hjartnæmt viðtal og falleg stund sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Frank Aron Booker Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Kristófer Acox yfirgaf völlinn strax á fyrstu mínútu þegar hann hneig niður eftir að hafa slitið sin í hnénu. Hann spilaði ekki meira í leiknum og verður frá í einhvern tíma. Frank Aron sagði liðið hafa lagt allt í að klára þetta fyrir Kristófer. „Já hundrað prósent fyrir hann. Hann er búinn að vera svo stór fyrir okkur allt árið. Búinn að vera með vandamál í hnénu allt tímabilið. Í byrjun leiks fer hann niður, ég hélt hann myndi standa aftur upp en hann sagði bara þetta er búið. Ef ég á að segja alveg satt fór hjartað beint niður í maga.“ Valsliðið hefur sýnt það og sannað á tímabilinu að í því býr stórkostlegur karakter. Meiðsli hafa plagað liðið og meira að segja í úrslitaleiknum misstu þeir einn sinn besta mann út. „Við vildum þetta svo mikið, það var enginn tími til að vera þreyttur eða hugsa um krampa eða sár á hausnum. Þetta skiptir engu, við vissum að þetta yrði barátta allan tímann. Þetta er svo sætt að vinna þetta, sérstaklega eftir síðasta tímabil. Ég get ekki lýst þessu.“ Fjölskyldan styður við sitt fólk Talið færðist þá yfir á persónulegu nóturnar fyrir Frank Aron sem gekk í gegnum hræðilegt áfall fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan þegar kona hans missti fóstur. Fjölskyldan sem Valsliðið er stóð við bakið á þeim í gegnum erfiða tíma. „Þetta er eitt besta lið sem ég hef spilað með á ferlinum. Þetta er í alvöru fjölskylda. Ég og konan mín erum búin að ganga í gegnum mjög mikið, misstum barnið okkar 20 vikna 15. mars, það komu allir í jarðarförina að styðja við bakið á mér og konunni minni. Einhvern veginn komum við saman og við vitum að þó allt fari í rugl erum við einhvern veginn með þetta í höndunum útaf því hvers konar karakter er í liðinu.“ „Eins og ég segi þetta er bara fjölskylda, bræður mínir og þeir gerðu allt sem maður gat beðið um meðan verið er að fara í gegnum svona áfall. Körfuboltinn er mitt safe space, ég náði að dreifa huganum og spila minn besta leik, gefa allt sem ég get gefið. Það er eina sem ég get sagt, og við unnum!“ Þá fékk Frank Aron verðlaun með gjafabréfi fyrir að vera valinn PlayAir úrslitaeinvígisins. Gleðin leyndi sér ekki og hann kallaði strax á eiginkonu sína til að tilkynna henni að þau væri á leiðinni til Króatíu. Hjartnæmt viðtal og falleg stund sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Frank Aron Booker
Subway-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira