Síðasti séns Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2024 15:45 Á laugardaginn velur Íslenska þjóðin sér nýjan forseta. Hún er svo lánsöm að fá á ný, tækifæri til að velja Höllu Tómasdóttur. Þvílík gæfa að hún skyldi velja að taka slaginn aftur. Við stöndum nú frammi fyrir því að velja aftur konu í embættið í mest spennandi forsetakosningum síðan Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin. Og við ætlum ekki að velja hvaða konu sem er. Þær sem nú standa fremstar eru í senn glæsilegar og frambærilegar en aðeins ein ber af og það er Halla Tómasdóttir. Halla hefur sýnt þjóðinni það aftur í aðdraganda þessara kosninga hversu vel hún mun standa sig sem næsti forseti Íslands. Hún hikar ekki við að taka afstöðu í erfiðum og viðkvæmum málum. Hún segir alltaf það sem henni býr í brjósti. Hún ætlar að nýta stöðu sína sem forseti til að tala máli þeirra sem minnst mega sín. Hún ætlar að vinna að málum sem snerta jafnrétti og frið í heiminum. Hún ætlar að beita sér fyrir því að við göngum ekki á auðlindir þannig að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Fyrir átta árum vorum við nokkrum dögum of sein að átta okkur á hversu frábær Halla Tómasdóttir er, en núna virðumst við vera farin að sjá ljósið. Sagt er að sígandi lukka sé best en við megum alls ekki sofna á verðinum því sigur er ekki í höfn fyrr en öll atkvæði hafa skilað sér. Því er mikilvægt að halda áfram að bera út boðskapinn og hvetja alla til að kjósa. Hver og einn þarf að skoða sitt nærumhverfi og hafa samband við sitt nánasta fólk. Ertu búin að kjósa? Íslenska þjóðin á það skilið að fá Höllu Tómasdóttur sem forseta. Við fáum núna tækifæri til að kjósa forseta sem eftir verður tekið og mun láta til sín taka. En munum að þetta er síðasta tækifærið sem við fáum til að kjósa hana. Ég hlakka til að ganga að kjörborðinu á laugardaginn, merkja við mína konu, minn forseta og vakna á sunnudaginn við þær góðu fréttir að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn velur Íslenska þjóðin sér nýjan forseta. Hún er svo lánsöm að fá á ný, tækifæri til að velja Höllu Tómasdóttur. Þvílík gæfa að hún skyldi velja að taka slaginn aftur. Við stöndum nú frammi fyrir því að velja aftur konu í embættið í mest spennandi forsetakosningum síðan Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin. Og við ætlum ekki að velja hvaða konu sem er. Þær sem nú standa fremstar eru í senn glæsilegar og frambærilegar en aðeins ein ber af og það er Halla Tómasdóttir. Halla hefur sýnt þjóðinni það aftur í aðdraganda þessara kosninga hversu vel hún mun standa sig sem næsti forseti Íslands. Hún hikar ekki við að taka afstöðu í erfiðum og viðkvæmum málum. Hún segir alltaf það sem henni býr í brjósti. Hún ætlar að nýta stöðu sína sem forseti til að tala máli þeirra sem minnst mega sín. Hún ætlar að vinna að málum sem snerta jafnrétti og frið í heiminum. Hún ætlar að beita sér fyrir því að við göngum ekki á auðlindir þannig að það komi niður á lífsgæðum komandi kynslóða. Fyrir átta árum vorum við nokkrum dögum of sein að átta okkur á hversu frábær Halla Tómasdóttir er, en núna virðumst við vera farin að sjá ljósið. Sagt er að sígandi lukka sé best en við megum alls ekki sofna á verðinum því sigur er ekki í höfn fyrr en öll atkvæði hafa skilað sér. Því er mikilvægt að halda áfram að bera út boðskapinn og hvetja alla til að kjósa. Hver og einn þarf að skoða sitt nærumhverfi og hafa samband við sitt nánasta fólk. Ertu búin að kjósa? Íslenska þjóðin á það skilið að fá Höllu Tómasdóttur sem forseta. Við fáum núna tækifæri til að kjósa forseta sem eftir verður tekið og mun láta til sín taka. En munum að þetta er síðasta tækifærið sem við fáum til að kjósa hana. Ég hlakka til að ganga að kjörborðinu á laugardaginn, merkja við mína konu, minn forseta og vakna á sunnudaginn við þær góðu fréttir að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar