„Tilfinningin er allt í lagi. Þetta var bara ekki okkar leikur. Við vorum algjörlega off. Þeir voru klárir og lögðu leikinn vel upp. Gerðu hlutina vel. Þegar þeir eru on er erfitt að eiga off dag.“ sagði Jökull og bætti við:
„Átta mig ekki á því hvort lokastaðan gefi rétta mynd af leiknum. Þeir fengu fullt af færum og þetta voru góð færi sem þeir fengu. Þeir voru ekki að skora úr skotum langt fyrir utan teig. Þangað til þeir skora fyrsta markið fannst mér við vera að komast í góðar stöður. Þetta var erfitt eftir að við komumst undir. Það var óþarfi að hleypa þeim í þessi færi. Vorum full opnir.“
Varnarleikur Stjörnunnar var heilt yfir slakur og gáfu þeir ítrekað færi á sér. Hvað velur þessu:
„Á eftir að skoða þetta betur. Veit ekki hvað við rýnum í þennan leik. Fáum tvo daga til að undirbúa okkur undir næsta leik. Auðvitað er engin tími til að vorkenna sér, sem betur fer. Við höldum áfram og mætum sterkari í næsta leik.“
Stjarnan gerði fjórfalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks, eitthvað sem sést ekki oft. Jökull sagði að hann hefði metið það það eina í stöðunni.
„Mér fannst vanta orku og einhverjir leikmenn orðnir tæpir. Þetta voru gæjar sem áttu skilið að spila og komu flottir inn.“
Hvaða skilaboð hefur Jökull til sinna leikmann eftir svona stórt tap?
„Höldum áfram, stöndum saman og förum ekki að vorkenna sjálfum okkur. Undirbúum okkur vel yrir næst leik. Engar áhyggjur af þessu. Auðvitað er þetta frekar vont tap, við lögum það og höldum áfram,“ sagði Jökull að lokum.