Skoðun

Ær­leg og heiðar­leg manneskja

Hlynur Hallsson skrifar

Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn því það er langt frá því að vera sjálfsagt mál að hafa þann rétt og það þurfti baráttu til að öðlast hann. Nú eigum við kost á að kjósa öflugan dugnaðarafork, sem hefur beitt sér fyrir mannréttinum á heimsvísu, réttindum kvenna og friðarmálum, í embætti forseta Íslands. Nýtum þessi réttindi. Þegar ég var 11 ára bar ég út bæklinga með stóru systur minni til stuðnings Vigdísi Finnbogadóttur. Það er góð minning. Í vikunni fór ég með dóttur minni sem hefur rétt til að kjósa í fyrsta sinn í forsetakosningum og við bárum út bréf til nýrra kjósenda í Innbænum á Akureyri. Það var góð tilfinning og gefandi.

Það hefur verið afar ánægjulegt að vera sjálfboðaliði ásamt fjölmörgu stuðningsfólki Katrínar Jakobsdóttur fyrir þessar kosningar. Jákvæðni, bjartsýni og gleði hefur einkennt starfið með fjölbreyttum hópi sem kemur víða að úr samfélaginu. Reynsla og störf Katrínar segja mér að hún verður góður forseti beri okkur gæfa til að velja hana. Hún er örugglega ekki fullkomin, en hver er það svo sem? Katrín getur talað við alla, hvort sem það eru þjóðhöfðingjar eða verkafólk, listamenn eða prestar. Hún heillar fólk með hlýju, áhuga og væntumþykju en einnig rökfestu og umburðarlindi. Þannig forseta vil ég kjósa. Ég hef þekkt Katrínu lengi, nægilega lengi til að vita hvað mann hún hefur að geyma. Þess vegna kýs ég Katrínu.

Höfundur er myndlistarmaður.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×