Arnar Þór Jónsson Meyvant Þórólfsson skrifar 31. maí 2024 15:00 Eflaust varpa flestir öndinni léttar þegar þeirri skýjareið og draumarugli lýkur, sem einkennt hefur umræðuna um forsetakosningar undanfarið. Engan skal undra að þjóðinni líði eins og húðsneyptum hundi og fái aulahroll, þegar hún heyrir fjölmiðlafólk, misgáfaða álitsgjafa og suma frambjóðendur ræða um sig, eins og hún sjálf sé mállaus óviti er þurfi að hugsa fyrir: Þjóðin vill, þjóðin þarf, þjóðinni finnst … Þjóðin er sögð vilja uppfæra grunngildin, flétta saman sviðsmyndum eins og landsbyggð og höfuðborgarsvæði, þrá forseta sem er hlýr og góður stemningsmaður, sem byggir brú á milli kynslóða og berst gegn leiðindum, forseta sem fræðir umheiminn um mikilfengleik Íslands, auðlindir landsins og menningu og markaðssetur þannig landið. Þjóðin þurfi forseta sem hefur starfað erlendis, sótt fræga háskóla í útlöndum, hafi hitt fræga þjóðarleiðtoga og hugsi „glóbalt“. Hvað sem öðru líður þá heldur vindhaninn á Bessastaðakirkju áfram að snúast eftir vindum og skoðanakönnunarfyrirtækin innræta hjá þjóðinni það fylgismynstur sem réttrúnaðarelítunni hugnast. Allt samkvæmt áætlun. Einn forsetaframbjóðandi hefur staðið upp úr í öllu þessu rugli, haldið sig við verðug málefni, sýnt hógværð og kurteisi og staðið sig best gagnvart óvæntum áskorunum, hvort sem var um að ræða fiskflökun, svör við hraðaspurningum eða að lýsa kvótakerfinu á ensku fyrir breskum forsætisráðherra. Það er Arnar Þór Jónsson. Færa má fjölmörg rök sem styðja að Arnar verði 7. forseti íslenska lýðveldisins. Hann hefur lagt áherslu á að Evrópurétturinn megi aldrei öðlast forgang fram yfir íslensk lög. Þannig hefur hann varað við kröfu ESA um bókun 35 og lítur á fyrirhugaða samþykkt hennar sem uppgjöf í hagsmunagæslu fyrir Ísland. Hann undirstrikar að fólkið í landinu sé hinn eiginlegi valdhafi, ekki kjörnir fulltrúar sem koma og fara. Þess vegna sé forseta skylt að nýta málskotsréttinn, ef teflt er í tvísýnu stjórnarskrárvörðum réttindum Íslendinga, yfirráðarétti þjóðarinnar yfir eigin landi eða verið er að framselja vald eða selja auðlindir. Arnar hefur bent á að heimurinn hafi breyst umtalsvert á þeim 30 árum sem liðin eru frá tilkomu EES-samningsins. Þess vegna komi til greina að Ísland segi sig frá honum, ef sjálfstæði landsins er ógnað vegna síbreytilegra túlkana á honum. Dyr standa eftir sem áður opnar fyrir viðskipti, menningarleg samskipti, menntun og störf. Hann telur varasamt að Ísland aðhyllist Evrópusambandsaðild. Þar eru ákvarðanir teknar af embættismönnum, sem fólk hefur ekki kosið. Stefnumótun fer fram á bak við luktar dyr án þess að almenningur fái að tjá sig, skrifræði hefur aukist, stjórnarskrifstofur Evrópusambandsins eru gerðar miðlægar, en ekki þingið. Arnar telur óráðlegt að við gerumst farþegar í regluverki Evrópusambandsins, sem heggur sífellt nær sjálfstæði okkar, m.a. í orkumálum. Að hans mati hefði átt að bera þá örlagaríku stefnubreytingu íslenskra stjórnvalda í utanríkismálum undir ríkisráðsfund, að taka beinan þátt í stríðsrekstri ríkis utan NATO, og varhugavert að fagráðherra í ríkisstjórn Íslands geti leikið einleik í svo afdrifaríku máli. Að auki telur hann mikilvægt að stíga varlega til jarðar í afstöðu til allra stríðsátaka sem nú geisa um víða veröld. Arnar vill standa vörð um málefnalega og gagnrýna umræðu. Þannig geti almenningur lagt fram spurningar og málefnalega gagnrýni gagnvart aðgerðum valdhafa, jafnt í flóknum málum á borð við loftslagsvá og heimsfaraldur sem öðrum. Styðjast þarf við bestu vísindalegu þekkingu, en varast að tilbiðja tilteknar vísindakenningar. Að mati Arnars er það rökvilla að halda því fram að sjónarmið sé rétt er meiri hluti manna styður það. Þess vegna þurfum við að verja hinn frjálsa vettvang umræðunnar og hrópa ekki fólk niður eða þagga niður í því. Höfundur er háskólakennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Eflaust varpa flestir öndinni léttar þegar þeirri skýjareið og draumarugli lýkur, sem einkennt hefur umræðuna um forsetakosningar undanfarið. Engan skal undra að þjóðinni líði eins og húðsneyptum hundi og fái aulahroll, þegar hún heyrir fjölmiðlafólk, misgáfaða álitsgjafa og suma frambjóðendur ræða um sig, eins og hún sjálf sé mállaus óviti er þurfi að hugsa fyrir: Þjóðin vill, þjóðin þarf, þjóðinni finnst … Þjóðin er sögð vilja uppfæra grunngildin, flétta saman sviðsmyndum eins og landsbyggð og höfuðborgarsvæði, þrá forseta sem er hlýr og góður stemningsmaður, sem byggir brú á milli kynslóða og berst gegn leiðindum, forseta sem fræðir umheiminn um mikilfengleik Íslands, auðlindir landsins og menningu og markaðssetur þannig landið. Þjóðin þurfi forseta sem hefur starfað erlendis, sótt fræga háskóla í útlöndum, hafi hitt fræga þjóðarleiðtoga og hugsi „glóbalt“. Hvað sem öðru líður þá heldur vindhaninn á Bessastaðakirkju áfram að snúast eftir vindum og skoðanakönnunarfyrirtækin innræta hjá þjóðinni það fylgismynstur sem réttrúnaðarelítunni hugnast. Allt samkvæmt áætlun. Einn forsetaframbjóðandi hefur staðið upp úr í öllu þessu rugli, haldið sig við verðug málefni, sýnt hógværð og kurteisi og staðið sig best gagnvart óvæntum áskorunum, hvort sem var um að ræða fiskflökun, svör við hraðaspurningum eða að lýsa kvótakerfinu á ensku fyrir breskum forsætisráðherra. Það er Arnar Þór Jónsson. Færa má fjölmörg rök sem styðja að Arnar verði 7. forseti íslenska lýðveldisins. Hann hefur lagt áherslu á að Evrópurétturinn megi aldrei öðlast forgang fram yfir íslensk lög. Þannig hefur hann varað við kröfu ESA um bókun 35 og lítur á fyrirhugaða samþykkt hennar sem uppgjöf í hagsmunagæslu fyrir Ísland. Hann undirstrikar að fólkið í landinu sé hinn eiginlegi valdhafi, ekki kjörnir fulltrúar sem koma og fara. Þess vegna sé forseta skylt að nýta málskotsréttinn, ef teflt er í tvísýnu stjórnarskrárvörðum réttindum Íslendinga, yfirráðarétti þjóðarinnar yfir eigin landi eða verið er að framselja vald eða selja auðlindir. Arnar hefur bent á að heimurinn hafi breyst umtalsvert á þeim 30 árum sem liðin eru frá tilkomu EES-samningsins. Þess vegna komi til greina að Ísland segi sig frá honum, ef sjálfstæði landsins er ógnað vegna síbreytilegra túlkana á honum. Dyr standa eftir sem áður opnar fyrir viðskipti, menningarleg samskipti, menntun og störf. Hann telur varasamt að Ísland aðhyllist Evrópusambandsaðild. Þar eru ákvarðanir teknar af embættismönnum, sem fólk hefur ekki kosið. Stefnumótun fer fram á bak við luktar dyr án þess að almenningur fái að tjá sig, skrifræði hefur aukist, stjórnarskrifstofur Evrópusambandsins eru gerðar miðlægar, en ekki þingið. Arnar telur óráðlegt að við gerumst farþegar í regluverki Evrópusambandsins, sem heggur sífellt nær sjálfstæði okkar, m.a. í orkumálum. Að hans mati hefði átt að bera þá örlagaríku stefnubreytingu íslenskra stjórnvalda í utanríkismálum undir ríkisráðsfund, að taka beinan þátt í stríðsrekstri ríkis utan NATO, og varhugavert að fagráðherra í ríkisstjórn Íslands geti leikið einleik í svo afdrifaríku máli. Að auki telur hann mikilvægt að stíga varlega til jarðar í afstöðu til allra stríðsátaka sem nú geisa um víða veröld. Arnar vill standa vörð um málefnalega og gagnrýna umræðu. Þannig geti almenningur lagt fram spurningar og málefnalega gagnrýni gagnvart aðgerðum valdhafa, jafnt í flóknum málum á borð við loftslagsvá og heimsfaraldur sem öðrum. Styðjast þarf við bestu vísindalegu þekkingu, en varast að tilbiðja tilteknar vísindakenningar. Að mati Arnars er það rökvilla að halda því fram að sjónarmið sé rétt er meiri hluti manna styður það. Þess vegna þurfum við að verja hinn frjálsa vettvang umræðunnar og hrópa ekki fólk niður eða þagga niður í því. Höfundur er háskólakennari á eftirlaunum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun