Erna Ómars er borgarlistamaður Reykjavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2024 16:45 Glatt á hjalla við afhendinguna í Höfða í dag. Hér spilar Ólöf Arnalds á gítar og Erna Ómarsdóttir borgarlistamaður dansar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri skemmtir sér konunglega. Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, er borgarlistamaður Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenti Ernu viðurkenningu sína við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem lesa má að neðan. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, gerði grein fyrir vali ráðsins á Ernu og afhenti henni ágrafinn stein, verðlaunafé og heiðursskjal. Erna fæddist í Reykjavík árið 1972 en ólst upp í Kópavogi frá 6 ára aldri, en býr nú í Reykjavík. Ung byrjaði Erna að læra dans, fyrst í Kópavogi og síðar í Listdansskóla Þjóðleikhússins, Kramhúsinu og Stúdíói Sóleyjar. Að loknu stúdentsprófi frá MR 1992 stundaði Erna dansnám í í Rotterdamse Dansakademie í Rotterdam í Hollandi, útskrifaðist frá PARTS (sviðslistarannsókna- og þjálfunarstofum) árið 1998. Ferðast og starfað víða um heim Erna Ómarsdóttir hefur í yfir 20 ár samið dansverk og ferðast með þau víða um heim við frábæran orðstír. Meðal þeirra sem hún hefur starfað með eru Jan Fabre, Ballet C De la B, Sidi Larbi Cherkaoui. Ekka (Reykjavík) og Poni (Brüssel). Hún hefur unnið og leikstýrt fjölda verka fyrir Iceland Dance Company, þar á meðal We are all Marlene Dietrich FOR (2005) í samvinnu við Emil Hrvation (Janez Janza) og Transaquania – out of the blue – (2009) og Transaquania – into thin air (2010) í samstarfi við Damien Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur. Árið 2008 stofnuðu Erna og eiginmaður hennar Valdimar Jóhannsson gjörningahópinn Shalala sem hefur framleitt fjölmörg dans- og gjörningaverk sem hafa verið sýnd á leiðandi sviðslistahátíðum og leikhúsum um allan heim. Valdimar og Erna stofnuðu einnig leikhúshljómsveit sem heitir LAZYBLOOD. Erna Ómarsdóttir með viðurkenningu sína við Höfða í dag. Árið 2009 bjó Erna til og leikstýrði Black Marrow fyrir ástralska fyrirtækið Chunky Moves, í samvinnu við Damien Jalet. Verkið var kynnt á alþjóðlegu listahátíðinni í Melbourne og endursett árið 2015, með Iceland Dance Company. Erna Ómarsdóttir hefur unnið náið með Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarkonu og tónlistarmönnunum Björk, SigurRós, Ólöfu Arnalds Jóhanni Jóhannssyni og Ben Frost. Hún var aðstoðarleikstjóri Les Grandes Traversees í Bordeaux Frakklandi árið 2007 og annar listrænn stjórnandi Reykjavík Dance Festival 2014. Aukið sýnileika og vinsældir danslistarinnar Erna hefur verið tilnefnd og unnið til fjölda verðlauna fyrir list sína á undanförnum árum, til að mynda hefur hún hlotið Grímuverðlaunin í níu skipti, verið tilnefnd til þýsku sviðlistaverðlaunanna og nokkrum sinnum hlotið tilnefningar í ársuppgjöri tímaritsins Ballet Tanz. Fyrir dansverk sitt í Njálu, samstarfi Íslenska dansflokksins og Borgarleikhúss Reykjavíkur (2015) hlaut Erna Íslensku sviðslistaverðlaunin í flokknum Dans- og sviðshreyfing 2016. Árið 2015 tók Erna við sem listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. Meðal verka sem Erna hefur samið fyrir Íd undanfarin ár má nefna „At Dusk We Embrace“, „Örævi“, „Variations of Darkness“ og „The Best of Darkness“. Öll verkin voru unnin í samstarfi við Valdimar Jóhannsson og út frá nýrri tónlist eftir hljómsveitina SigurRós. Þess má geta að Erna leikur og dansar í nýjasta tónlistarmyndbandi sveitarinnar Duran Duran við lagið Black Moonlight. Á síðustu árum hefur sýnileiki dansins og vinsældir hans aukist til muna og er óhætt að segja að Erna Ómarsdóttir eigi stóran þátt í þeirri velgengni. Reykjavík Dans Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, gerði grein fyrir vali ráðsins á Ernu og afhenti henni ágrafinn stein, verðlaunafé og heiðursskjal. Erna fæddist í Reykjavík árið 1972 en ólst upp í Kópavogi frá 6 ára aldri, en býr nú í Reykjavík. Ung byrjaði Erna að læra dans, fyrst í Kópavogi og síðar í Listdansskóla Þjóðleikhússins, Kramhúsinu og Stúdíói Sóleyjar. Að loknu stúdentsprófi frá MR 1992 stundaði Erna dansnám í í Rotterdamse Dansakademie í Rotterdam í Hollandi, útskrifaðist frá PARTS (sviðslistarannsókna- og þjálfunarstofum) árið 1998. Ferðast og starfað víða um heim Erna Ómarsdóttir hefur í yfir 20 ár samið dansverk og ferðast með þau víða um heim við frábæran orðstír. Meðal þeirra sem hún hefur starfað með eru Jan Fabre, Ballet C De la B, Sidi Larbi Cherkaoui. Ekka (Reykjavík) og Poni (Brüssel). Hún hefur unnið og leikstýrt fjölda verka fyrir Iceland Dance Company, þar á meðal We are all Marlene Dietrich FOR (2005) í samvinnu við Emil Hrvation (Janez Janza) og Transaquania – out of the blue – (2009) og Transaquania – into thin air (2010) í samstarfi við Damien Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur. Árið 2008 stofnuðu Erna og eiginmaður hennar Valdimar Jóhannsson gjörningahópinn Shalala sem hefur framleitt fjölmörg dans- og gjörningaverk sem hafa verið sýnd á leiðandi sviðslistahátíðum og leikhúsum um allan heim. Valdimar og Erna stofnuðu einnig leikhúshljómsveit sem heitir LAZYBLOOD. Erna Ómarsdóttir með viðurkenningu sína við Höfða í dag. Árið 2009 bjó Erna til og leikstýrði Black Marrow fyrir ástralska fyrirtækið Chunky Moves, í samvinnu við Damien Jalet. Verkið var kynnt á alþjóðlegu listahátíðinni í Melbourne og endursett árið 2015, með Iceland Dance Company. Erna Ómarsdóttir hefur unnið náið með Gabríelu Friðriksdóttur myndlistarkonu og tónlistarmönnunum Björk, SigurRós, Ólöfu Arnalds Jóhanni Jóhannssyni og Ben Frost. Hún var aðstoðarleikstjóri Les Grandes Traversees í Bordeaux Frakklandi árið 2007 og annar listrænn stjórnandi Reykjavík Dance Festival 2014. Aukið sýnileika og vinsældir danslistarinnar Erna hefur verið tilnefnd og unnið til fjölda verðlauna fyrir list sína á undanförnum árum, til að mynda hefur hún hlotið Grímuverðlaunin í níu skipti, verið tilnefnd til þýsku sviðlistaverðlaunanna og nokkrum sinnum hlotið tilnefningar í ársuppgjöri tímaritsins Ballet Tanz. Fyrir dansverk sitt í Njálu, samstarfi Íslenska dansflokksins og Borgarleikhúss Reykjavíkur (2015) hlaut Erna Íslensku sviðslistaverðlaunin í flokknum Dans- og sviðshreyfing 2016. Árið 2015 tók Erna við sem listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. Meðal verka sem Erna hefur samið fyrir Íd undanfarin ár má nefna „At Dusk We Embrace“, „Örævi“, „Variations of Darkness“ og „The Best of Darkness“. Öll verkin voru unnin í samstarfi við Valdimar Jóhannsson og út frá nýrri tónlist eftir hljómsveitina SigurRós. Þess má geta að Erna leikur og dansar í nýjasta tónlistarmyndbandi sveitarinnar Duran Duran við lagið Black Moonlight. Á síðustu árum hefur sýnileiki dansins og vinsældir hans aukist til muna og er óhætt að segja að Erna Ómarsdóttir eigi stóran þátt í þeirri velgengni.
Reykjavík Dans Menning Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira