Kjörstaðir opnuðu klukkan níu í morgun og verða opnir til klukkan 22. Flestir frambjóðenda kjósa í Hagaskóla, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, Ástþór Magnússon og Baldur. Hann mætti ásamt eiginmanni sínum Felix Bergssyni og fríðu föruneyti.


Baldur er þakklátur sjálfboðaliðum og segist hafa eignast marga vini í baráttunni.
„Við ætlum að verja deginum á kosningamiðstöðinni, við höldum áfram að hringja í kjósendur. Við höldum áfram að hringja í kjósendur og verðum að vinna fram að síðustu mínútu, klukkan tíu.
Mig langar bara að hvetja kjósendur til þess að nýta kosningaréttinn, því það er ekki sjálfgefið að búa í lýðræðisríki og það er ekki sjálfgefið að fá tækifæri til að breyta heiminum en við getum það í dag.“
Hann kveðst bjartsýnn fyrir kvöldinu.
Það er stemning í okkar hópi, við höfum fengið gríðarlega góð viðbrögð eftir kappræðurnar á Stöð 2 og Rúv í gærkvöldi. Þannig ég bíð bara spenntur eftir fyrstu tölum.“
Hann ætlar að fá sér „rólegan kaffibolla úti í garði“ á morgun, sama hvernig fer í kvöld.
Fylgst er með öllum nýjustu tíðindum frá kjördegi í vaktinni hér á Vísi: