Sama sorglega lausnin og vanalega: Drögum kvennaliðið úr keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 11:00 Fjölniskonur spila ekki í Subway deild kvenna á næsta tímabili þótt að liðið hafi ekki fallið úr deildinni í vetur. Liðið komst í úrslitakeppnina en tapaði þar öllum þremur leikjum sinum. Hér er Bergdís Anna Magnúsdóttir með boltann. Vísir/Vilhelm Fjölnir hefur ákveðið að draga kvennalið Fjölnis úr keppni í Subway deildinni fyrir næsta tímabil. Slæmar fréttir en því miður er þessi orðin allt of algeng í íslenskum kvennakörfubolta. Það lítur hreinlega út að það sé orðin ásættanleg lausn á fjárhagsvandræðum félaga í íslenskum körfubolta að leggja niður kvennalið félagsins eða færa það niður um deild. Ávallt er talað um að þetta sé bara tímabundið og að stefnan sé að koma aftur upp liði í framtíðinni. Áhyggjuefnið er hins vegar aðallega er að þetta er að gerast aftur og aftur og aftur. Það er litið á þetta sem eina bestu lausnina þegar á að taka til í fjármálum félaganna. Setjum bara stelpurnar til hliðar. Fyrr í vetur hætti Breiðablik keppni á miðju tímabili og kvennakarfan er því að horfa upp á tvö félög gefast upp á nokkrum mánuðum. Fjölnir og Grindavík eru í hópi þeirra félaga sem hafa dregið lið sitt úr keppni síðustu ár.Vísir/Vilhelm Dæmin eru aftur á móti miklu miklu fleiri á síðustu árum. Skallagrímur, Stjarnan, Grindavík, KR og Snæfell hafa öll farið þá leið að hætta eða gefa eftir sætið sitt í efstu deild. Enn aftar í tíma og þá má nefna dæmi með Njarðvík, Hauka og Val sem eru þó til fyrirmyndar með kvennastarfið sitt í dag. Þá eru ótalin þau félög sem hafa hætt með kvennalið í neðri deildum. Stjarnan og Grindavík stóðu vissulega við loforð sín og komu til baka upp í efstu deild með lið full af uppöldum leikmönnum og hafa kannski réttlætt ákvörðun sína að einhverju leiti. Fórnarkostnaður og álitshnekkir kvennakörfunnar eru bara of miklir. Félögin vildu öll fjölga liðum í efstu deild og þau voru tíu talsins í vetur, áður en þau urðu níu á miðjum vetri. Síðast þegar fjölgað svona mikið í deildinni á tíunda áratugnum þá leið ekki langur tími að hvert félagið á fætur öðru gafst upp. Liðin fóru úr tíu í fimm á aðeins nokkrum árum. Nú verður fróðlegt að sjá framhaldið. Hamar/Þór og Aþena eru komin upp í Subway-deildina og hafa bæði sýnt metnað og framtakssemi í að byggja upp unga kjarna sem hægt er að stóla á. Vonandi eru þau rekin skynsamlega og fyrir framtíðina en ekki bara fyrir daginn í dag. Liðin sem hafa lagt upp laupana síðustu ár eiga nefnilega það mörg sameiginlegt að vera uppfull af erlendum leikmönnum og aðkomuleikmönnum. Leikmönnum sem eru ekki aldar upp hjá félaginu og hafa flakkað á milli félaga. Þegar þessir leikmenn fljúga í burtu skilja þeir eftir stór skörð. Afsakanir Fjölnisfólks er því nánast afritun á afsökun allra hinna liðanna sem hafa gefið upp. „Staðan er því sú að við erum því miður ekki með nægilega marga meistaraflokksleikmenn til að halda úti æfingum, hvað þá að halda úti samkeppnishæfu liði í Subway deildinni á komandi leiktíð, án þess að fá til liðsins leikmenn sem Fjölnir hefur ekki efni á eins og staðan er í dag,“ segir í í fréttatilkynningu Fjölnis. Raquel Laneiro var atvinnumaður hjá Fjölnisliðinu í vetur og skoraði 22,5 stig í leik.Vísir/Vilhelm Þetta höfum við lesið svo oft áður. Á sama tíma eru karlalið félagsins flest uppfull af atvinnumönnum og erlendum leikmönnum. Það þarf að grípa í taumana. Körfuknattleikshreyfingin og Körfuknattleikssambandið þurfa að finna leið þannig að þetta sé ekki efst á blaði yfir ásættanlegar lausnir á fjárhagsvandræðum félaga. Þetta á ekki að koma til greina og við verðum að koma þessu út af borðinu ekki seinna en í dag. Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira
Það lítur hreinlega út að það sé orðin ásættanleg lausn á fjárhagsvandræðum félaga í íslenskum körfubolta að leggja niður kvennalið félagsins eða færa það niður um deild. Ávallt er talað um að þetta sé bara tímabundið og að stefnan sé að koma aftur upp liði í framtíðinni. Áhyggjuefnið er hins vegar aðallega er að þetta er að gerast aftur og aftur og aftur. Það er litið á þetta sem eina bestu lausnina þegar á að taka til í fjármálum félaganna. Setjum bara stelpurnar til hliðar. Fyrr í vetur hætti Breiðablik keppni á miðju tímabili og kvennakarfan er því að horfa upp á tvö félög gefast upp á nokkrum mánuðum. Fjölnir og Grindavík eru í hópi þeirra félaga sem hafa dregið lið sitt úr keppni síðustu ár.Vísir/Vilhelm Dæmin eru aftur á móti miklu miklu fleiri á síðustu árum. Skallagrímur, Stjarnan, Grindavík, KR og Snæfell hafa öll farið þá leið að hætta eða gefa eftir sætið sitt í efstu deild. Enn aftar í tíma og þá má nefna dæmi með Njarðvík, Hauka og Val sem eru þó til fyrirmyndar með kvennastarfið sitt í dag. Þá eru ótalin þau félög sem hafa hætt með kvennalið í neðri deildum. Stjarnan og Grindavík stóðu vissulega við loforð sín og komu til baka upp í efstu deild með lið full af uppöldum leikmönnum og hafa kannski réttlætt ákvörðun sína að einhverju leiti. Fórnarkostnaður og álitshnekkir kvennakörfunnar eru bara of miklir. Félögin vildu öll fjölga liðum í efstu deild og þau voru tíu talsins í vetur, áður en þau urðu níu á miðjum vetri. Síðast þegar fjölgað svona mikið í deildinni á tíunda áratugnum þá leið ekki langur tími að hvert félagið á fætur öðru gafst upp. Liðin fóru úr tíu í fimm á aðeins nokkrum árum. Nú verður fróðlegt að sjá framhaldið. Hamar/Þór og Aþena eru komin upp í Subway-deildina og hafa bæði sýnt metnað og framtakssemi í að byggja upp unga kjarna sem hægt er að stóla á. Vonandi eru þau rekin skynsamlega og fyrir framtíðina en ekki bara fyrir daginn í dag. Liðin sem hafa lagt upp laupana síðustu ár eiga nefnilega það mörg sameiginlegt að vera uppfull af erlendum leikmönnum og aðkomuleikmönnum. Leikmönnum sem eru ekki aldar upp hjá félaginu og hafa flakkað á milli félaga. Þegar þessir leikmenn fljúga í burtu skilja þeir eftir stór skörð. Afsakanir Fjölnisfólks er því nánast afritun á afsökun allra hinna liðanna sem hafa gefið upp. „Staðan er því sú að við erum því miður ekki með nægilega marga meistaraflokksleikmenn til að halda úti æfingum, hvað þá að halda úti samkeppnishæfu liði í Subway deildinni á komandi leiktíð, án þess að fá til liðsins leikmenn sem Fjölnir hefur ekki efni á eins og staðan er í dag,“ segir í í fréttatilkynningu Fjölnis. Raquel Laneiro var atvinnumaður hjá Fjölnisliðinu í vetur og skoraði 22,5 stig í leik.Vísir/Vilhelm Þetta höfum við lesið svo oft áður. Á sama tíma eru karlalið félagsins flest uppfull af atvinnumönnum og erlendum leikmönnum. Það þarf að grípa í taumana. Körfuknattleikshreyfingin og Körfuknattleikssambandið þurfa að finna leið þannig að þetta sé ekki efst á blaði yfir ásættanlegar lausnir á fjárhagsvandræðum félaga. Þetta á ekki að koma til greina og við verðum að koma þessu út af borðinu ekki seinna en í dag.
Subway-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Sjá meira