Halla, ekki Kata Sævar Þór Jónsson skrifar 2. júní 2024 15:00 Nýafstaðnar forsetakosningar eru svo sannarlega sögulegar að mörgu leyti. Í mínum huga sýna þær og sanna mikilvægi embættisins og hversu nær það stendur hjarta landsmanna. Einnig tek ég undir orð Ólafs Ragnars Grímssonar að þjóðin hefur nú viðurkennt eða veitt embættinu aukið vægi og hlutverk. Niðurstaðan er skýr, þjóðin vill eiga sinn forseta. Í því felst að þjóðin vill ekki að stjórnmálastéttin ráði því hver verður forseti. Þessar kosningar hafa öðrum þræði snúist um elítuna gegn almenningnum, og alþýða manna hafði betur. Forsetinn tilheyrir þeim og augljóst að fólkið í landinu lítur á forsetann sem sinn málsvara, sinn bakvörð þegar stjórnmálaelítan misstígur sig. Við höfum í þessum kosningum verið minnt á það að fyrri forsetar hafi sumir komið úr röðum stjórnmálamanna og jafnvel af ráðherrastóli. Enginn hefur þó áður ætlað sér að fara beint úr forsætisráðuneytinu á Bessastaði, fyrir því eru engin fordæmi. Þá held ég að aðstæður í þjóðfélaginu hafi gjörbreyst eftir hrunið með þeim hætti að erfiðara sé fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega þá sem gegnt hafa ráðherrastöðu, að sækjast eftir embætti forseta. Í hruninu og eftir hrun breyttist umræðan mikið og allar ríkisstjórnir síðan hafa legið undir stöðu ámæli og gagnrýni, mun meiri og harðvítugri en áður. Hvort sú gagnrýni er sanngjörn eða réttlát er annað mál. Þessi breyting hefur það í för með sér að ríkjandi ráðamenn njóta ekki lengur sama brautargengis til Bessastaða. Inn í þetta spilar einnig væntingar fólks til forsetans en þær breyttust eftir að Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn. Þegar hann braut það blað í sögunni þá breikkaði bilið milli embættisins og stjórnmálamanna. Þessir tveir atburðir hafa haft þær afleiðingar að í dag er töluvert lengra fyrir stjórnmálamann að stökkva til þess að komast á Álftanes. Þetta eru breyttar aðstæður sem þarf að horfast í augu við. Þó skal einnig varast að fullyrða of mikið um þetta - það er ekki hægt að fullyrða að þjóðin vilji fræðimenn, stjórnmálamann eða mannauðarstjóra í embættið. Þjóðin mun alltaf kjósa þann sem henni líst best á hverju sinni, óháð menntun eða stöðu, en það sem mun alltaf skipta sköpum er traust til viðkomandi, traust til þess að forsetinn standi fyrst og fremst með fólkinu í landinu og tilheyri þeim. Ef þessi tryggðabönd finnast ekki þá er þetta búið spil fyrir viðkomandi frambjóðanda. Að einhverju leyti var þetta líka uppi á teningnum þegar Ólafur Ragnar var fyrst kjörinn. Þá kom hann fram sem mjög sterkt mótvægi við sitjandi ráðamenn þess tíma, sem reyndu allt til þess að koma í veg fyrir kjör hans. Það þýðir ekkert að steyta hnefa framan í þjóðina og skammast í henni út af niðurstöðunum. Reynið frekar að skilja skilaboðin og hvað er að gerast í raun og veru. Að sama skapi er ekki mark takandi á gagnrýni þeirra sem hafa sprottið upp og gert lítið úr hæfni og getu Höllu Tómasdóttur, af því að þjóðin hafi kosið taktískt til að hafna Katrínu. Á móti má spyrja, af hverju þetta óánægjufylgi hafi þá ekki hoppað á vagn Höllu Hrundar því lengst af var hún sá frambjóðandi sem líklegust var til þess að bera sigur úr býtum. Halla Tómasdóttir mældist með mjög lítið fylgi til að byrja með. Það sem gerðist var einfaldlega það að Halla Tómasdóttir sýndi sig og sannaði í kappræðum og vann inn fylgi og traust með framkomu sinni. Sigurganga hennar byrjaði snemma í maí og var stöðug og óx ásmegin allt undir hið síðasta. Katrín ætlaði sér of hátt stökk. Ég veit ekki hvort hún hafi áttað sig á því að bilið væri orðið svona breitt á milli Bessastaða og stjórnarráðsins. Ég skrifaði um þetta grein skömmu eftir að hún tilkynnti um framboð sitt þar sem ég bar hana saman við Gunnar Thoroddssen. Þessar kosningar nú snerust um framangreint traust, það efast enginn um hæfi Katrínar til þess að gegna embættinu, né heldur hæfi Höllu Tómasdóttur og ýmissa annarra frambjóðenda, en ég tel að þjóðin hafi kosið þann sem hún treysti best. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sævar Þór Jónsson Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Nýafstaðnar forsetakosningar eru svo sannarlega sögulegar að mörgu leyti. Í mínum huga sýna þær og sanna mikilvægi embættisins og hversu nær það stendur hjarta landsmanna. Einnig tek ég undir orð Ólafs Ragnars Grímssonar að þjóðin hefur nú viðurkennt eða veitt embættinu aukið vægi og hlutverk. Niðurstaðan er skýr, þjóðin vill eiga sinn forseta. Í því felst að þjóðin vill ekki að stjórnmálastéttin ráði því hver verður forseti. Þessar kosningar hafa öðrum þræði snúist um elítuna gegn almenningnum, og alþýða manna hafði betur. Forsetinn tilheyrir þeim og augljóst að fólkið í landinu lítur á forsetann sem sinn málsvara, sinn bakvörð þegar stjórnmálaelítan misstígur sig. Við höfum í þessum kosningum verið minnt á það að fyrri forsetar hafi sumir komið úr röðum stjórnmálamanna og jafnvel af ráðherrastóli. Enginn hefur þó áður ætlað sér að fara beint úr forsætisráðuneytinu á Bessastaði, fyrir því eru engin fordæmi. Þá held ég að aðstæður í þjóðfélaginu hafi gjörbreyst eftir hrunið með þeim hætti að erfiðara sé fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega þá sem gegnt hafa ráðherrastöðu, að sækjast eftir embætti forseta. Í hruninu og eftir hrun breyttist umræðan mikið og allar ríkisstjórnir síðan hafa legið undir stöðu ámæli og gagnrýni, mun meiri og harðvítugri en áður. Hvort sú gagnrýni er sanngjörn eða réttlát er annað mál. Þessi breyting hefur það í för með sér að ríkjandi ráðamenn njóta ekki lengur sama brautargengis til Bessastaða. Inn í þetta spilar einnig væntingar fólks til forsetans en þær breyttust eftir að Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn. Þegar hann braut það blað í sögunni þá breikkaði bilið milli embættisins og stjórnmálamanna. Þessir tveir atburðir hafa haft þær afleiðingar að í dag er töluvert lengra fyrir stjórnmálamann að stökkva til þess að komast á Álftanes. Þetta eru breyttar aðstæður sem þarf að horfast í augu við. Þó skal einnig varast að fullyrða of mikið um þetta - það er ekki hægt að fullyrða að þjóðin vilji fræðimenn, stjórnmálamann eða mannauðarstjóra í embættið. Þjóðin mun alltaf kjósa þann sem henni líst best á hverju sinni, óháð menntun eða stöðu, en það sem mun alltaf skipta sköpum er traust til viðkomandi, traust til þess að forsetinn standi fyrst og fremst með fólkinu í landinu og tilheyri þeim. Ef þessi tryggðabönd finnast ekki þá er þetta búið spil fyrir viðkomandi frambjóðanda. Að einhverju leyti var þetta líka uppi á teningnum þegar Ólafur Ragnar var fyrst kjörinn. Þá kom hann fram sem mjög sterkt mótvægi við sitjandi ráðamenn þess tíma, sem reyndu allt til þess að koma í veg fyrir kjör hans. Það þýðir ekkert að steyta hnefa framan í þjóðina og skammast í henni út af niðurstöðunum. Reynið frekar að skilja skilaboðin og hvað er að gerast í raun og veru. Að sama skapi er ekki mark takandi á gagnrýni þeirra sem hafa sprottið upp og gert lítið úr hæfni og getu Höllu Tómasdóttur, af því að þjóðin hafi kosið taktískt til að hafna Katrínu. Á móti má spyrja, af hverju þetta óánægjufylgi hafi þá ekki hoppað á vagn Höllu Hrundar því lengst af var hún sá frambjóðandi sem líklegust var til þess að bera sigur úr býtum. Halla Tómasdóttir mældist með mjög lítið fylgi til að byrja með. Það sem gerðist var einfaldlega það að Halla Tómasdóttir sýndi sig og sannaði í kappræðum og vann inn fylgi og traust með framkomu sinni. Sigurganga hennar byrjaði snemma í maí og var stöðug og óx ásmegin allt undir hið síðasta. Katrín ætlaði sér of hátt stökk. Ég veit ekki hvort hún hafi áttað sig á því að bilið væri orðið svona breitt á milli Bessastaða og stjórnarráðsins. Ég skrifaði um þetta grein skömmu eftir að hún tilkynnti um framboð sitt þar sem ég bar hana saman við Gunnar Thoroddssen. Þessar kosningar nú snerust um framangreint traust, það efast enginn um hæfi Katrínar til þess að gegna embættinu, né heldur hæfi Höllu Tómasdóttur og ýmissa annarra frambjóðenda, en ég tel að þjóðin hafi kosið þann sem hún treysti best. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun