Tryggvi Hrafn eftir sigur Vals í Frostaskjóli: „Þetta var hálfpartinn furðulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 21:30 Tryggvi Hrafn kemur sér í skotstöðu. Vísir/Anton Brink „Ég segi bara allt gott, þetta var hálfpartinn furðulegt. Það var 2-0 fyrir þeim eftir 5 mínútur en einhvern veginn endum við á að vera svekktir að vera ekki með meira en tveggja marka forystu í hálfleik,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson eftir ótrúlegan sigur Vals á KR í Bestu deild karla í fótbolta. KR tók á móti Val í stórleik 10. umferðar Bestu deildarinnar. Heimamenn í KR komust 2-0 yfir strax í upphafi leiks en svo ekki söguna meir. Valur skoraði fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 2-4 í hálfleik. „Þeir eru betri í seinni hálfleik en auðvelda þetta fyrir okkur með því að fá rautt,“ sagði Tryggvi Hrafn um síðari hálfleikinn en Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR sá rautt og þar með var leiknum endanlega lokið, lokatölur í Frostaskjóli 3-5. Finnur Tómas sá rautt.Vísir/Anton Brink „Þeir skapa sér samt ekkert og við fáum færin þrátt fyrir að vera ekki að spila vel. Þeir eru síðan ofan á í baráttunni þrátt fyrir að vera manni færri. Við siglum þessu samt heim og ég er mjög sáttur með það.“ „Við vorum að fá fullt af sénsum, sérstaklega með því að fara á bakvið þá og þá töluvert vinstra megin hjá mér. Það er búið að ganga brösuglega í byrjun móts að skora svo ég vill ekki vera of frekur, tek tveimur mörkum og þremur stigum,“ sagði Skagamaðurinn en hann hefði hæglega getað skorað þrennu í kvöld. Þessi snerting hér endaði í netinu.Vísir/Anton Brink Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jóhannsson voru ekki með Val í kvöld. Tryggvi Hrafn sagði að þar færu tveir af bestu leikmönnum deildarinnar en sigur kvöldsins hefði sýnt hversu mikilvægt það væri að vera með stóran, sterkan og breiðan hóp. „Þetta var engin flugaeldasýning spilalega séð. Við vorum góðir í skyndisóknum, þetta var mikið af löngum boltum og vinna seinni bolta. Eitthvað sem við þurfum að gera þegar við spilum á svona völlum. Við gerðum vel í dag, sóttum hratt á þá og skoruðum fimm.“ Mark í uppsiglingu.Vísir/Anton Brink „Völlurinn er allt í lagi en það er erfitt að reikna með hvert boltinn er að fara þegar hann á jörðinni, getur skoppað upp og því um líkt. Þetta er bara hluti af þessu, maður aðlagar sig að því hvernig völlurinn er. Það er spilaður öðruvísi bolti á grasi en gervigrasi,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum við Gunnlaug Jónsson. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
KR tók á móti Val í stórleik 10. umferðar Bestu deildarinnar. Heimamenn í KR komust 2-0 yfir strax í upphafi leiks en svo ekki söguna meir. Valur skoraði fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 2-4 í hálfleik. „Þeir eru betri í seinni hálfleik en auðvelda þetta fyrir okkur með því að fá rautt,“ sagði Tryggvi Hrafn um síðari hálfleikinn en Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR sá rautt og þar með var leiknum endanlega lokið, lokatölur í Frostaskjóli 3-5. Finnur Tómas sá rautt.Vísir/Anton Brink „Þeir skapa sér samt ekkert og við fáum færin þrátt fyrir að vera ekki að spila vel. Þeir eru síðan ofan á í baráttunni þrátt fyrir að vera manni færri. Við siglum þessu samt heim og ég er mjög sáttur með það.“ „Við vorum að fá fullt af sénsum, sérstaklega með því að fara á bakvið þá og þá töluvert vinstra megin hjá mér. Það er búið að ganga brösuglega í byrjun móts að skora svo ég vill ekki vera of frekur, tek tveimur mörkum og þremur stigum,“ sagði Skagamaðurinn en hann hefði hæglega getað skorað þrennu í kvöld. Þessi snerting hér endaði í netinu.Vísir/Anton Brink Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jóhannsson voru ekki með Val í kvöld. Tryggvi Hrafn sagði að þar færu tveir af bestu leikmönnum deildarinnar en sigur kvöldsins hefði sýnt hversu mikilvægt það væri að vera með stóran, sterkan og breiðan hóp. „Þetta var engin flugaeldasýning spilalega séð. Við vorum góðir í skyndisóknum, þetta var mikið af löngum boltum og vinna seinni bolta. Eitthvað sem við þurfum að gera þegar við spilum á svona völlum. Við gerðum vel í dag, sóttum hratt á þá og skoruðum fimm.“ Mark í uppsiglingu.Vísir/Anton Brink „Völlurinn er allt í lagi en það er erfitt að reikna með hvert boltinn er að fara þegar hann á jörðinni, getur skoppað upp og því um líkt. Þetta er bara hluti af þessu, maður aðlagar sig að því hvernig völlurinn er. Það er spilaður öðruvísi bolti á grasi en gervigrasi,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum við Gunnlaug Jónsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06