Tryggvi Hrafn eftir sigur Vals í Frostaskjóli: „Þetta var hálfpartinn furðulegt“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 21:30 Tryggvi Hrafn kemur sér í skotstöðu. Vísir/Anton Brink „Ég segi bara allt gott, þetta var hálfpartinn furðulegt. Það var 2-0 fyrir þeim eftir 5 mínútur en einhvern veginn endum við á að vera svekktir að vera ekki með meira en tveggja marka forystu í hálfleik,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson eftir ótrúlegan sigur Vals á KR í Bestu deild karla í fótbolta. KR tók á móti Val í stórleik 10. umferðar Bestu deildarinnar. Heimamenn í KR komust 2-0 yfir strax í upphafi leiks en svo ekki söguna meir. Valur skoraði fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 2-4 í hálfleik. „Þeir eru betri í seinni hálfleik en auðvelda þetta fyrir okkur með því að fá rautt,“ sagði Tryggvi Hrafn um síðari hálfleikinn en Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR sá rautt og þar með var leiknum endanlega lokið, lokatölur í Frostaskjóli 3-5. Finnur Tómas sá rautt.Vísir/Anton Brink „Þeir skapa sér samt ekkert og við fáum færin þrátt fyrir að vera ekki að spila vel. Þeir eru síðan ofan á í baráttunni þrátt fyrir að vera manni færri. Við siglum þessu samt heim og ég er mjög sáttur með það.“ „Við vorum að fá fullt af sénsum, sérstaklega með því að fara á bakvið þá og þá töluvert vinstra megin hjá mér. Það er búið að ganga brösuglega í byrjun móts að skora svo ég vill ekki vera of frekur, tek tveimur mörkum og þremur stigum,“ sagði Skagamaðurinn en hann hefði hæglega getað skorað þrennu í kvöld. Þessi snerting hér endaði í netinu.Vísir/Anton Brink Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jóhannsson voru ekki með Val í kvöld. Tryggvi Hrafn sagði að þar færu tveir af bestu leikmönnum deildarinnar en sigur kvöldsins hefði sýnt hversu mikilvægt það væri að vera með stóran, sterkan og breiðan hóp. „Þetta var engin flugaeldasýning spilalega séð. Við vorum góðir í skyndisóknum, þetta var mikið af löngum boltum og vinna seinni bolta. Eitthvað sem við þurfum að gera þegar við spilum á svona völlum. Við gerðum vel í dag, sóttum hratt á þá og skoruðum fimm.“ Mark í uppsiglingu.Vísir/Anton Brink „Völlurinn er allt í lagi en það er erfitt að reikna með hvert boltinn er að fara þegar hann á jörðinni, getur skoppað upp og því um líkt. Þetta er bara hluti af þessu, maður aðlagar sig að því hvernig völlurinn er. Það er spilaður öðruvísi bolti á grasi en gervigrasi,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum við Gunnlaug Jónsson. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
KR tók á móti Val í stórleik 10. umferðar Bestu deildarinnar. Heimamenn í KR komust 2-0 yfir strax í upphafi leiks en svo ekki söguna meir. Valur skoraði fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk og staðan 2-4 í hálfleik. „Þeir eru betri í seinni hálfleik en auðvelda þetta fyrir okkur með því að fá rautt,“ sagði Tryggvi Hrafn um síðari hálfleikinn en Finnur Tómas Pálmason, miðvörður KR sá rautt og þar með var leiknum endanlega lokið, lokatölur í Frostaskjóli 3-5. Finnur Tómas sá rautt.Vísir/Anton Brink „Þeir skapa sér samt ekkert og við fáum færin þrátt fyrir að vera ekki að spila vel. Þeir eru síðan ofan á í baráttunni þrátt fyrir að vera manni færri. Við siglum þessu samt heim og ég er mjög sáttur með það.“ „Við vorum að fá fullt af sénsum, sérstaklega með því að fara á bakvið þá og þá töluvert vinstra megin hjá mér. Það er búið að ganga brösuglega í byrjun móts að skora svo ég vill ekki vera of frekur, tek tveimur mörkum og þremur stigum,“ sagði Skagamaðurinn en hann hefði hæglega getað skorað þrennu í kvöld. Þessi snerting hér endaði í netinu.Vísir/Anton Brink Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Jóhannsson voru ekki með Val í kvöld. Tryggvi Hrafn sagði að þar færu tveir af bestu leikmönnum deildarinnar en sigur kvöldsins hefði sýnt hversu mikilvægt það væri að vera með stóran, sterkan og breiðan hóp. „Þetta var engin flugaeldasýning spilalega séð. Við vorum góðir í skyndisóknum, þetta var mikið af löngum boltum og vinna seinni bolta. Eitthvað sem við þurfum að gera þegar við spilum á svona völlum. Við gerðum vel í dag, sóttum hratt á þá og skoruðum fimm.“ Mark í uppsiglingu.Vísir/Anton Brink „Völlurinn er allt í lagi en það er erfitt að reikna með hvert boltinn er að fara þegar hann á jörðinni, getur skoppað upp og því um líkt. Þetta er bara hluti af þessu, maður aðlagar sig að því hvernig völlurinn er. Það er spilaður öðruvísi bolti á grasi en gervigrasi,“ sagði Tryggvi Hrafn að lokum við Gunnlaug Jónsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. 3. júní 2024 21:06
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn