Fiskikóngurinn segir atvinnurekendur aumingja Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2024 13:15 Kristján Berg segir: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ vísir/vilhelm Kristján Berg, sem jafnan er kallaður Fiskikóngurinn, hefur skorið upp herör gegn því sem kalla má óheiðarleika vinnuafls og meðvirkni lækna þar með. „Við atvinnurekendur erum fokking ROLUR. Hvers vegna? Við látum launþega vaða yfir okkur,“ segir Kristján í kröftugum pistli á Facebook. Kristján segir að við uppsögn í starfi fái atvinnurekendur oft veikindavottorð frá launþegum sem dugar akkúrat út uppsagnarfrestinn, þó svo uppsögnin sé frá 2-4 mánuðum. „Læknar spila þar mikið hlutverk, þar sem hægt er að panta læknisvottorð frá þeim fyrir næstum hverju sem er.“ Færist í vöxt að starfsmenn láti á þetta reyna Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að brögð séu af þessu og það sem meira er, þeim fer fjölgandi. „Að sjálfsögðu lítill minnihluti, en það færist í vöxt að reynt sé að spila á kerfið með þessum hætti,” segir Ólafur í stuttu samtali við Vísi. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að þau hjá félaginu hafi orðið vör við svona tilburði í auknum mæli að undanförnu.Vísir/Egill Kristján er ekki kátur og segir að menn fái veikindavottorð til þriggja mánaða og læknar skrifi það út fyrir viðkomandi þegjandi og hljóðalaust. „Við atvinnurekendur greiðum bara launin, veikindadaganna, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Við atvinnurekendur erum hræddir um að fólk fari út og beri okkur ekki góða sögu, drulli yfir okkur á samfélagsmiðlum og svo framvegis. Ég hef lent í svona launþegum, OFT,“ segir Kristján Berg. Læknarnir spila með og gefa út vottorð vinstri hægri Hann segist að á síðustu mánuðum hafði það gerst að hann sagði upp tveimur starfsmönnum. Annar hafi komið með vottorð 4. apríl sem á að gilda til 1. júlí. „Sem passaði alveg uppá þann dag sem á að vera hans síðasta vinnudagur. Sem sagt 3 mánaða vottorð. Hversu galið er það?“ Kristján segir þetta með ólíkindum og Ólafur tekur undir með honum í því. „Við erum oft mjög hugsi yfir læknisvottorðunum - það eru jafnvel dæmi um að heimilislæknar votti að fólk sé óvinnufært á einum vinnustað en ekki öðrum. Virðist oft liggja lítil fagleg rannsókn á bak við vottorðin.” Atvinnurekendur hætti að láta vaða yfir sig Kristján segir að atvinnurekendur hafi mátt sita undir hótunum og þvingunum starfsfólks sem þeir láti yfir sig ganga. Hann sjálfur hefur verið þar en nú er honum nóg boðið og birtir hótunarbréf frá starfsmanni. Kristján birtir nýlegt bréf frá starfsamanni sem hann túlkar sem hótunarbréf. „Læknastéttin þarf að girða sig í brók. Stjórnvöld þurfa að gera leikreglurnar skýrari. Atvinnurekendur þurfa að semja við verkalýðsfélögin um þessi atriði. Verkalýðsfélögin þurfa að horfa á og viðurkenna þessa meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi,“ segir Kristján. Og síðast en ekki síst: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ Málið til athugunar hjá vinnuveitendum Ólafur Stephensen segir félagið hafa þetta undir smásjánni. „Við höfum séð of mörg dæmi um að fólk fái t.d. vottorð upp á að uppsögn í starfi hafi verið svo mikið áfall að það sé ekki fært um að vinna uppsagnarfrestinn.“ Þetta geri auðvitað lítið úr raunverulegum veikindum og geti til lengri tíma grafið undan þeim mikilvæga rétti sem veikindarétturinn er. „Við erum þess vegna á því, rétt eins og Kristján, að það eigi að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum.“ Atvinnurekendur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
„Við atvinnurekendur erum fokking ROLUR. Hvers vegna? Við látum launþega vaða yfir okkur,“ segir Kristján í kröftugum pistli á Facebook. Kristján segir að við uppsögn í starfi fái atvinnurekendur oft veikindavottorð frá launþegum sem dugar akkúrat út uppsagnarfrestinn, þó svo uppsögnin sé frá 2-4 mánuðum. „Læknar spila þar mikið hlutverk, þar sem hægt er að panta læknisvottorð frá þeim fyrir næstum hverju sem er.“ Færist í vöxt að starfsmenn láti á þetta reyna Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að brögð séu af þessu og það sem meira er, þeim fer fjölgandi. „Að sjálfsögðu lítill minnihluti, en það færist í vöxt að reynt sé að spila á kerfið með þessum hætti,” segir Ólafur í stuttu samtali við Vísi. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir því miður að þau hjá félaginu hafi orðið vör við svona tilburði í auknum mæli að undanförnu.Vísir/Egill Kristján er ekki kátur og segir að menn fái veikindavottorð til þriggja mánaða og læknar skrifi það út fyrir viðkomandi þegjandi og hljóðalaust. „Við atvinnurekendur greiðum bara launin, veikindadaganna, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Við atvinnurekendur erum hræddir um að fólk fari út og beri okkur ekki góða sögu, drulli yfir okkur á samfélagsmiðlum og svo framvegis. Ég hef lent í svona launþegum, OFT,“ segir Kristján Berg. Læknarnir spila með og gefa út vottorð vinstri hægri Hann segist að á síðustu mánuðum hafði það gerst að hann sagði upp tveimur starfsmönnum. Annar hafi komið með vottorð 4. apríl sem á að gilda til 1. júlí. „Sem passaði alveg uppá þann dag sem á að vera hans síðasta vinnudagur. Sem sagt 3 mánaða vottorð. Hversu galið er það?“ Kristján segir þetta með ólíkindum og Ólafur tekur undir með honum í því. „Við erum oft mjög hugsi yfir læknisvottorðunum - það eru jafnvel dæmi um að heimilislæknar votti að fólk sé óvinnufært á einum vinnustað en ekki öðrum. Virðist oft liggja lítil fagleg rannsókn á bak við vottorðin.” Atvinnurekendur hætti að láta vaða yfir sig Kristján segir að atvinnurekendur hafi mátt sita undir hótunum og þvingunum starfsfólks sem þeir láti yfir sig ganga. Hann sjálfur hefur verið þar en nú er honum nóg boðið og birtir hótunarbréf frá starfsmanni. Kristján birtir nýlegt bréf frá starfsamanni sem hann túlkar sem hótunarbréf. „Læknastéttin þarf að girða sig í brók. Stjórnvöld þurfa að gera leikreglurnar skýrari. Atvinnurekendur þurfa að semja við verkalýðsfélögin um þessi atriði. Verkalýðsfélögin þurfa að horfa á og viðurkenna þessa meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi,“ segir Kristján. Og síðast en ekki síst: „En fyrst og fremst þurfa atvinnurekendur að standa í fokking lappirnar. Hætta þessum roluskap og taka á þessari meinsemd sem plagar íslenskt atvinnulíf.“ Málið til athugunar hjá vinnuveitendum Ólafur Stephensen segir félagið hafa þetta undir smásjánni. „Við höfum séð of mörg dæmi um að fólk fái t.d. vottorð upp á að uppsögn í starfi hafi verið svo mikið áfall að það sé ekki fært um að vinna uppsagnarfrestinn.“ Þetta geri auðvitað lítið úr raunverulegum veikindum og geti til lengri tíma grafið undan þeim mikilvæga rétti sem veikindarétturinn er. „Við erum þess vegna á því, rétt eins og Kristján, að það eigi að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum.“
Atvinnurekendur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira