Alþjóðadagur faggildingar er 9. júní Guðrún Rögnvaldardóttir skrifar 7. júní 2024 07:01 Innan Evrópska efnahagssvæðisins hefur á undanförnum áratugum verið unnið að því að samræma kröfur um öryggi vöru, til að tryggja heilbrigði og öryggi, neytendavernd og vernd umhverfisins. Kröfurnar eru settar fram í tilskipunum og reglugerðum, oft studdar ítarlegri kröfum í evrópskum stöðlum. Mikilvægur hluti regluverksins eru ákvæði um á hvern hátt kröfunum skuli framfylgt. Í þessu kerfi er lögð megináhersla á ábyrgð framleiðenda vöru, sem oftast þurfa að nýta sér aðferðir samræmismats (s.s. skoðanir, prófanir, vottanir, sannprófun) til að sýna fram á samræmi vöru við lög, reglur og staðla. Það skiptir miklu að allt samræmismat sé unnið á hæfan, gagnsæjan og hlutlausan hátt sem tryggir bæði hagsmuni neytenda og frjálst flæði vöru og þjónustu. Vara og þjónusta sem uppfyllir kröfur stjórnvalda í einu landi skal einnig fá óhindraðan aðgang að mörkuðum í öðrum löndum EES. Í evrópskum reglugerðum og tilskipunum um öryggi vöru er stuðst við samræmda aðferðafræði sem framleiðendur, dreifingaraðilar og seljendur skulu fara eftir þegar lýst er yfir samræmi við lög og reglur. Ein grunnstoðin í þessari aðferðafræði er beiting faggildingar til þess að tryggja að samræmismat sé framkvæmt á traustan, gagnsæjan og hlutlausan hátt. Hvað er faggilding? Faggilding er mat óháðs sérfræðiaðila (faggildingarstofnunar) á starfsemi samræmismatsaðila til að tryggja að samræmismatið sé framkvæmt á hlutlausan hátt, með réttri þekkingu og hæfni og fylgi viðeigandi gagnreyndum ferlum og aðferðum sem sett eru fram í stöðlum og öðrum kröfuskjölum. Starfsemi faggildingarstofnana fylgir alþjóðastöðlum sem skilgreina starfsaðferðir þeirra, sem og starfsemi samræmismatsaðila, og er samræmd á alþjóðavísu innan evrópskra og alþjóðlegra samtaka. Opinber faggildingarstofnun á Íslandi er Faggildingarsvið Hugverkastofunnar.. Hæfi og hæfni evrópskra faggildingarstofnana er metin reglulega með jafningjamati á vegum evrópsku faggildingarsamtakanna. Jafningjamat á starfsemi Faggildingarsviðs fór fram árið 2022 og hlaut stofnunin viðurkenningu á sviði faggildingar á skoðunarstofum. Jákvæð niðurstaða jafningjamats er í mörgum tilvikum forsenda þess að íslenskar vörur hljóti óhindraðan aðgang að mörkuðum utan Íslands, án þess að þurfa að undirgangast viðbótarmat. Það er þó ekki síður í þágu löggjafans og almennings að með faggildingu sé tryggt að allt samræmismat sé traustsins vert, gagnsætt og sé framkvæmt á sem hagkvæmastan hátt. Staðan á Íslandi Faggildingu má beita á mjög mörgum sviðum, en eðli hennar krefst þess að lög, reglur og önnur viðmið séu skýr og byggð á samræmdri túlkun og skilgreindum aðferðum og ferlum við framkvæmd samræmismats. Faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur það hlutverk að tryggja, með faggildingu, að samræmismat á Íslandi sé traustsins vert og framkvæmt í samræmi við lög, reglur og önnur kröfuskjöl. Notkun faggildingar hefur til þessa verið minni hérlendis en í öðrum löndum EES. Í ljósi nýlegrar umræðu um stöðu opinbers eftirlits hér á landi innan ýmissa málaflokka er rétt að hvetja til þess að aðferðafræði faggildingar verði beitt á mun fleiri sviðum en nú er. Með innleiðingu kerfa þar sem faggilding tryggir traust, gagnsætt og hlutlaust samræmismat má draga úr umfangi og kostnaði við opinbert eftirlit. Góð reynsla er af faggildingu á þeim sviðum þar sem hún hefur lengi verið notuð, s.s. varðandi skoðun ökutækja og rafmagnsöryggi. Faggilding – Ávinningur allra Fyrir stjórnvöld – til að staðfesta tæknilega hæfni og hlutleysi við samræmismat, þegar lög og reglugerðir gera kröfu um slíkt mat. Fyrir framleiðendur – til að sýna fram á að kröfur laga, reglugerða og staðla séu uppfylltar, og til að öðlast hindrunarlaust aðgengi að erlendum mörkuðum. Fyrir samræmismatsaðila – til að tryggja að starfsemi þeirra byggist á gagnreyndum aðferðum og ferlum sem beitt er af hæfni og hlutleysi. Fyrir neytendur – til að efla traust á gæðum og öryggi vöru og koma í veg fyrir endurteknar prófanir/vottanir sem leiða myndu til hækkaðs vöruverðs. Höfundur er sérfræðingur á Faggildingarsviði Hugverkastofunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Innan Evrópska efnahagssvæðisins hefur á undanförnum áratugum verið unnið að því að samræma kröfur um öryggi vöru, til að tryggja heilbrigði og öryggi, neytendavernd og vernd umhverfisins. Kröfurnar eru settar fram í tilskipunum og reglugerðum, oft studdar ítarlegri kröfum í evrópskum stöðlum. Mikilvægur hluti regluverksins eru ákvæði um á hvern hátt kröfunum skuli framfylgt. Í þessu kerfi er lögð megináhersla á ábyrgð framleiðenda vöru, sem oftast þurfa að nýta sér aðferðir samræmismats (s.s. skoðanir, prófanir, vottanir, sannprófun) til að sýna fram á samræmi vöru við lög, reglur og staðla. Það skiptir miklu að allt samræmismat sé unnið á hæfan, gagnsæjan og hlutlausan hátt sem tryggir bæði hagsmuni neytenda og frjálst flæði vöru og þjónustu. Vara og þjónusta sem uppfyllir kröfur stjórnvalda í einu landi skal einnig fá óhindraðan aðgang að mörkuðum í öðrum löndum EES. Í evrópskum reglugerðum og tilskipunum um öryggi vöru er stuðst við samræmda aðferðafræði sem framleiðendur, dreifingaraðilar og seljendur skulu fara eftir þegar lýst er yfir samræmi við lög og reglur. Ein grunnstoðin í þessari aðferðafræði er beiting faggildingar til þess að tryggja að samræmismat sé framkvæmt á traustan, gagnsæjan og hlutlausan hátt. Hvað er faggilding? Faggilding er mat óháðs sérfræðiaðila (faggildingarstofnunar) á starfsemi samræmismatsaðila til að tryggja að samræmismatið sé framkvæmt á hlutlausan hátt, með réttri þekkingu og hæfni og fylgi viðeigandi gagnreyndum ferlum og aðferðum sem sett eru fram í stöðlum og öðrum kröfuskjölum. Starfsemi faggildingarstofnana fylgir alþjóðastöðlum sem skilgreina starfsaðferðir þeirra, sem og starfsemi samræmismatsaðila, og er samræmd á alþjóðavísu innan evrópskra og alþjóðlegra samtaka. Opinber faggildingarstofnun á Íslandi er Faggildingarsvið Hugverkastofunnar.. Hæfi og hæfni evrópskra faggildingarstofnana er metin reglulega með jafningjamati á vegum evrópsku faggildingarsamtakanna. Jafningjamat á starfsemi Faggildingarsviðs fór fram árið 2022 og hlaut stofnunin viðurkenningu á sviði faggildingar á skoðunarstofum. Jákvæð niðurstaða jafningjamats er í mörgum tilvikum forsenda þess að íslenskar vörur hljóti óhindraðan aðgang að mörkuðum utan Íslands, án þess að þurfa að undirgangast viðbótarmat. Það er þó ekki síður í þágu löggjafans og almennings að með faggildingu sé tryggt að allt samræmismat sé traustsins vert, gagnsætt og sé framkvæmt á sem hagkvæmastan hátt. Staðan á Íslandi Faggildingu má beita á mjög mörgum sviðum, en eðli hennar krefst þess að lög, reglur og önnur viðmið séu skýr og byggð á samræmdri túlkun og skilgreindum aðferðum og ferlum við framkvæmd samræmismats. Faggildingarsvið Hugverkastofunnar hefur það hlutverk að tryggja, með faggildingu, að samræmismat á Íslandi sé traustsins vert og framkvæmt í samræmi við lög, reglur og önnur kröfuskjöl. Notkun faggildingar hefur til þessa verið minni hérlendis en í öðrum löndum EES. Í ljósi nýlegrar umræðu um stöðu opinbers eftirlits hér á landi innan ýmissa málaflokka er rétt að hvetja til þess að aðferðafræði faggildingar verði beitt á mun fleiri sviðum en nú er. Með innleiðingu kerfa þar sem faggilding tryggir traust, gagnsætt og hlutlaust samræmismat má draga úr umfangi og kostnaði við opinbert eftirlit. Góð reynsla er af faggildingu á þeim sviðum þar sem hún hefur lengi verið notuð, s.s. varðandi skoðun ökutækja og rafmagnsöryggi. Faggilding – Ávinningur allra Fyrir stjórnvöld – til að staðfesta tæknilega hæfni og hlutleysi við samræmismat, þegar lög og reglugerðir gera kröfu um slíkt mat. Fyrir framleiðendur – til að sýna fram á að kröfur laga, reglugerða og staðla séu uppfylltar, og til að öðlast hindrunarlaust aðgengi að erlendum mörkuðum. Fyrir samræmismatsaðila – til að tryggja að starfsemi þeirra byggist á gagnreyndum aðferðum og ferlum sem beitt er af hæfni og hlutleysi. Fyrir neytendur – til að efla traust á gæðum og öryggi vöru og koma í veg fyrir endurteknar prófanir/vottanir sem leiða myndu til hækkaðs vöruverðs. Höfundur er sérfræðingur á Faggildingarsviði Hugverkastofunnar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun