Um er að ræða 400 fermetra hús sem var byggt árið 2003. Samtals eru fimm svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Eldhús, stofa og borðstofa eru samliggjandi opnu og björtu rými með fallegu útsýni yfir Gálgahraun, Álftanes og að Bessastöðum. Þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir.
Hluti stofunnar er í turni hússins þar sem hægt er að njóta útsýnisins í allar áttir.
Á neðri hæðinni er 32 fermetra líkamsræktaraðstaða með sturtu, gufu og útgengi á verönd með heitum potti. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.







