Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2024 16:58 Sprengjum rigndi yfir borgina Nuseirat í aðdraganda björgunaraðgerðar Ísraelshers. AP/Jena Alshrafi Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. Guardian greinir frá því að sprengjum hafi ringt yfir markað í nágrenni við al-Awda-moskuna í Nuseirat í aðdraganda frelsunaraðgerðarinnar. Al-Aqsa-sjúkrahúsið er eina starfhæfa sjúkrahúsið í nágrenninu og það aðeins að hluta til. En það hafði ekki tök á að hlúa að svo mörgum særðum. Gefið var út neyðarboð og nágrannar beðnir um að gefa blóð við fyrsta tækifæri. Mahmoud Abbas Palestínuforseti lýsti árásunum sem blóðbaði og hefur kallað eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Myndbönd eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni fórnarlömb á víð og dreif um eyðilegar rústirnar, þeirra á meðal konur og börn. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hrósaði sveitinni sem framkvæmdi björgunaraðgerðina upp í hástert og sagði þétt hafa verið setið um þá. Gagnskothríð og þétt borgarumhverfið hafi gert þeim erfitt fyrir. Hann kallaði aðgerðina eina mestu hetjudáð sem hann hefði orðið vitni að á sínum langa ferli í hernum. Að minnsta kosti einn ísraelskur hermaður lét lífið í átökunum. Allir gíslarnir voru heilir á húfi og ómeiddir þegar þeim var bjargað úr haldi Hamas og hafa þau sameinast fjölskyldum sínum á nýjan leik í kjölfar læknisskoðunar á sjúkrahúsi í Tel Avív. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Guardian greinir frá því að sprengjum hafi ringt yfir markað í nágrenni við al-Awda-moskuna í Nuseirat í aðdraganda frelsunaraðgerðarinnar. Al-Aqsa-sjúkrahúsið er eina starfhæfa sjúkrahúsið í nágrenninu og það aðeins að hluta til. En það hafði ekki tök á að hlúa að svo mörgum særðum. Gefið var út neyðarboð og nágrannar beðnir um að gefa blóð við fyrsta tækifæri. Mahmoud Abbas Palestínuforseti lýsti árásunum sem blóðbaði og hefur kallað eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Myndbönd eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni fórnarlömb á víð og dreif um eyðilegar rústirnar, þeirra á meðal konur og börn. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hrósaði sveitinni sem framkvæmdi björgunaraðgerðina upp í hástert og sagði þétt hafa verið setið um þá. Gagnskothríð og þétt borgarumhverfið hafi gert þeim erfitt fyrir. Hann kallaði aðgerðina eina mestu hetjudáð sem hann hefði orðið vitni að á sínum langa ferli í hernum. Að minnsta kosti einn ísraelskur hermaður lét lífið í átökunum. Allir gíslarnir voru heilir á húfi og ómeiddir þegar þeim var bjargað úr haldi Hamas og hafa þau sameinast fjölskyldum sínum á nýjan leik í kjölfar læknisskoðunar á sjúkrahúsi í Tel Avív.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira