Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2024 16:58 Sprengjum rigndi yfir borgina Nuseirat í aðdraganda björgunaraðgerðar Ísraelshers. AP/Jena Alshrafi Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu. Guardian greinir frá því að sprengjum hafi ringt yfir markað í nágrenni við al-Awda-moskuna í Nuseirat í aðdraganda frelsunaraðgerðarinnar. Al-Aqsa-sjúkrahúsið er eina starfhæfa sjúkrahúsið í nágrenninu og það aðeins að hluta til. En það hafði ekki tök á að hlúa að svo mörgum særðum. Gefið var út neyðarboð og nágrannar beðnir um að gefa blóð við fyrsta tækifæri. Mahmoud Abbas Palestínuforseti lýsti árásunum sem blóðbaði og hefur kallað eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Myndbönd eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni fórnarlömb á víð og dreif um eyðilegar rústirnar, þeirra á meðal konur og börn. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hrósaði sveitinni sem framkvæmdi björgunaraðgerðina upp í hástert og sagði þétt hafa verið setið um þá. Gagnskothríð og þétt borgarumhverfið hafi gert þeim erfitt fyrir. Hann kallaði aðgerðina eina mestu hetjudáð sem hann hefði orðið vitni að á sínum langa ferli í hernum. Að minnsta kosti einn ísraelskur hermaður lét lífið í átökunum. Allir gíslarnir voru heilir á húfi og ómeiddir þegar þeim var bjargað úr haldi Hamas og hafa þau sameinast fjölskyldum sínum á nýjan leik í kjölfar læknisskoðunar á sjúkrahúsi í Tel Avív. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Guardian greinir frá því að sprengjum hafi ringt yfir markað í nágrenni við al-Awda-moskuna í Nuseirat í aðdraganda frelsunaraðgerðarinnar. Al-Aqsa-sjúkrahúsið er eina starfhæfa sjúkrahúsið í nágrenninu og það aðeins að hluta til. En það hafði ekki tök á að hlúa að svo mörgum særðum. Gefið var út neyðarboð og nágrannar beðnir um að gefa blóð við fyrsta tækifæri. Mahmoud Abbas Palestínuforseti lýsti árásunum sem blóðbaði og hefur kallað eftir neyðarfundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Myndbönd eru í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni fórnarlömb á víð og dreif um eyðilegar rústirnar, þeirra á meðal konur og börn. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, hrósaði sveitinni sem framkvæmdi björgunaraðgerðina upp í hástert og sagði þétt hafa verið setið um þá. Gagnskothríð og þétt borgarumhverfið hafi gert þeim erfitt fyrir. Hann kallaði aðgerðina eina mestu hetjudáð sem hann hefði orðið vitni að á sínum langa ferli í hernum. Að minnsta kosti einn ísraelskur hermaður lét lífið í átökunum. Allir gíslarnir voru heilir á húfi og ómeiddir þegar þeim var bjargað úr haldi Hamas og hafa þau sameinast fjölskyldum sínum á nýjan leik í kjölfar læknisskoðunar á sjúkrahúsi í Tel Avív.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira