Apollo-geimfarinn sem laumaði íslenskum peningi til tunglsins Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2024 08:12 Bill Anders, Örlygur Hnefill og Jim Kidrick, forstöðumaður San Diego Air and Space Museum, í Kaliforníu árið 2019. Rafnar Orri Gunnarsson „Hann var sá af Apollo-geimförunum sem mest var tengdur Íslandi,” segir Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Örlygsson um geimfarann og Íslandsvininn William Anders. Geimfarinn lést í flugslysi við strönd Washington-ríkis á föstudag, níræður að aldri, en vináttubönd hans við Ísland og Íslendinga áttu sér 67 ára sögu. Bill Anders var einn um borð í einshreyfils flugvél sinni í fyrradag þegar hún skall í sjóinn aðeins um 30 metrum frá strönd Jones-eyju, um 140 kílómetrum norðan við borgina Seattle. Lík hans fannst nokkrum klukkustundum síðar. Áhöfn Apollo 8 skipuðu Frank Borman, William Anders og James Lovell.NASA Hann hlaut heimsfrægð árið 1968 þegar hann var í þriggja manna áhöfn Apollo 8, fyrsta mannaða geimfarsins sem yfirgaf sporbraut jarðar og jafnframt þess fyrsta sem fór umhverfis tunglið. Fjölmiðlar heims hafa þó um helgina einkum minnst hans fyrir að hafa tekið einhverja áhrifamestu ljósmynd tunglferðanna, mynd sem jafnan er nefnd „Earthrise”, þegar geimfararnir komu undan bakhlið tunglsins og sáu „jarðarupprás” og Jörðina birtast þeim eins og sólarupprás. „Við komum alla þessa leið til að kanna tunglið en það mikilvægasta sem við uppgötvuðum var Jörðin,” sagði Bill Anders en ljósmyndin er talin hafa átt mikinn þátt í að efla umhverfisvitund meðal almennings og beina sjónum fólks að verndun jarðar. Ljósmyndin fræga sem Bill Anders tók þegar geimfararanir upplifðu jarðarupprás fyrstir manna.NASA/Bill Anders Örlygur Hnefill segist hafa verið í reglulegu sambandi við Bill frá því hann heimsótti Ísland árið 2013, síðast hafi hann heyrt frá honum fyrir nokkrum vikum. „Bill fylgdist vel með eldsumbrotum í Grindavík og hugsaði alltaf mikið til Íslands. Fyrir nokkrum vikum sendi hann mér póst þar sem hann sagði að ef hann hefði heilsu til langferða þá væri aðeins einn staður sem hann langaði að heimsækja einu sinni enn, og það var ekki tunglið, heldur Ísland,” segir Örlygur. Íslenski 25-eyringurinn sem geimfarinn Bill Anders tók með sér í fyrsta ferðina til tunglsins um jólin 1968.skjáskot/youtube Í þættinum Um land allt um Húsavík frá árinu 2013, þegar Örlygur var að undirbúa stofnun safns um könnunarsögu mannkyns, sýndi hann okkur íslenskan pening, 25-eyring, sem Bill Anders laumaðist til að taka með sér í tunglferð Apollo 8. Eftir komuna til jarðar lét Bill steypa 25-eyringinn í glæran plasthjúp, sem hann færði svo íslenskum vini sínum að gjöf, Pétri Guðmundssyni, flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. „Þetta myndi ég segja að væri einhver merkilegasti peningur sem er til og náttúrlega merkilegasti peningur Íslandssögunnar. Og eini peningurinn sem hefur farið í slíkt ferðalag. Það fór enginn dollari til tunglsins,” sagði Örlygur Hnefill í þættinum Um land allt frá 2013, sem sjá má hér: Örlygur segir íslenska 25-eyringinn hafa verið til góðrar lukku og hann hafi spurt Bill hvort hann hafi gert gagn. Hann hafi þá svarað glettinn: „Well, we made it back - Thor was with us". Örlygur og Bill skoða geimhylki Apollo 9 á flug- og geimsafninu í San Diego árið 2019.Skjáskot/RAFNAR ORRI GUNNARSSON Bill Anders kynntist fyrst Íslandi og Íslendingum þegar hann var orustuflugmaður hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hann var einnig ákafur laxveiðimaður og veiddi meðal annars í Norðurá, Hofsá og Elliðaám sem og á urriðasvæðinu í Laxá í Þingeyjarsýslu. „Hann dvaldi við herþjónustu í Keflavík frá 1957 til 1958 og eignaðist þá fjölda íslenskra vina,” segir Örlygur. Úr síðari Íslandsleiðangri Apollo-geimfaranna árið 1967. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, Bill Anders og Ted Foss, jarðfræðingur frá NASA. Þarna eru þeir við Nautagil í Öskju, sem Sigurður af sinni kímnigáfu nefndi eftir „astronautum".NASA Árið 1964 var hann valinn í hóp geimfara NASA vegna tunglferðanna. Hluti af þjálfun þeirra fólst í að kynnast jarðfræði Íslands og upplifa landslag sem minnti á tunglið. Leiðangursbúðir NASA fyrir Apollo-geimfarana í Drekagili í Öskju í júlí 1967.SVERRIR PÁLSSON „Hann var eini geimfari NASA sem kom í báðar þjálfunarferðirnar til Íslands, árin 1965 og 1967,” segir Örlygur og rifjar upp samtal sem hann og Rafnar Orri Gunnarsson áttu við Bill fyrir fimm árum. Bill Anders í Drekagili í Öskju árið 2013.Örlygur Hnefill Örlygsson „Í viðtali okkar Rafnars Orra við Bill árið 2019 sagðist hann hafa óskað sérstaklega eftir því að fara í báðar ferðirnar því að hvergi hafi honum liðið betur og að árnar á Íslandi væru sérstaklega fengsælar.” Í ágústmánuði árið 1969 kom Bill Anders aftur til Íslands ásamt eiginkonu og börnum. Sú heimsókn vakti mikla athygli íslenskra fjölmiðla enda var þetta aðeins einum mánuði eftir för Apollo 11 þegar Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið. Bill hélt þá fyrirlestur um tunglferðirnar í Háskólabíói en hann var í varaáhöfn Apollo 11. Aðaltilgangur Íslandsferðarinnar var þó að heimsækja vin sinn, Pétur Guðmundsson, og fara með honum í laxveiði. Bill kom síðast til Íslands árið 2013 ásamt syni sínum Greg. Hann rifjaði þá upp kynni sín af æfingasvæði tunglfaranna í kringum Öskju. Í Öskju árið 2013. Feðgarnir Örlygur Hnefill Örlygsson og Örlygur Hnefill Jónsson ásamt feðgunum Greg Anders og Bill Anders.Úr einkasafni „Og ferðaðist með okkur Andra Ómarssyni og Sævari Helga Bragasyni við kvikmyndatökur í Drekagil ásamt góðum hópi fólks. Hann naut þess að koma aftur, var okkur þá ungu mönnunum sérstaklega rausnarlegur og ég hef haldið reglulegu sambandi við hann síðan þá. Árið 2019 heimsóttum við Rafnar hann í San Diego þar sem hann sýndi okkur heimili sitt og fór með okkur í flugsafnið,” segir Örlygur. Bill Anders og Örlygur Hnefill skoða geimhylki Apollo 9 sem varðveitt er á flug- og geimsafninu í San Diego.Rafnar Orri Gunnarsson Hann segir að í fyrra hafi þeir sæmt Bill Landkönnunarverðlaunum Leifs Eiríkssonar. Af því tilefni hafi þetta myndband verð gert: https://www.youtube.com/watch?v=g3q6yvf24tM „Takk fyrir kynnin Bill Anders,” er kveðja Örlygs Hnefils Örlygssonar. Geimurinn Þingeyjarsveit Norðurþing Vísindi Tunglið Um land allt Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Tengdar fréttir Stytta verði reist af Neil Armstrong á Íslandi Einn bandarísku Apollo-geimfaranna laumaði íslenskum 25-eyringi með sér í tunglferð og er hann sagður eini peningur mannkyns sem fór slíka ferð.gsson, hótelstjóri á Húsavík, að Íslendingar geri meira úr hlutverki Íslands í tunglferðunum, en 9 af þeim 12 mönnum, sem lentu á tunglinu, komu hingað til lands til jarðfræðináms. 10. mars 2013 19:59 Geimfarar sváfu undir berum himni í vikurdyngjum Öskju Bandarísku geimfararnir sem æfðu á Íslandi sumarið 1967 fyrir tunglferðirnar völdu flestir að sofa undir berum himni í Öskju fremur en í tjöldum. "Það var afskaplega gott veður, hlýtt og lygnt," segir Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um aðstæður þessa júlídaga inni á hálendi Íslands fyrir 45 árum í gróðurauðninni norðan Vatnajökuls. Tjaldbúðum var komið upp í Drekagili í Öskju, þar sem nú eru skálar Ferðafélags Akureyrar, en þeir eru í 780 metra hæð yfir sjávarmáli. "Þeir gistu fæstir í tjöldum. Flestir völdu að sofa úti og hafa himininn sem sæng," segir Sverrir þegar hann rifjar upp þessa daga í tilefni af 27. ágúst 2012 13:00 Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15 Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Ógnin sem birtist Armstrong - Víti til varnaðar Gígur í Öskju, sem Neil Armstrong skoðaði á Íslandi sumarið 1967, var nauðalíkur gíg á tunglinu sem honum tókst með snarræði að forðast í lendingu tunglferjunnar tveimur árum síðar. Íslandsleiðangur NASA hafði þannig raunverulega þýðingu í að hjálpa geimförunum að kynnast hættunum sem biðu þeirra á tunglinu. 27. ágúst 2012 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Bill Anders var einn um borð í einshreyfils flugvél sinni í fyrradag þegar hún skall í sjóinn aðeins um 30 metrum frá strönd Jones-eyju, um 140 kílómetrum norðan við borgina Seattle. Lík hans fannst nokkrum klukkustundum síðar. Áhöfn Apollo 8 skipuðu Frank Borman, William Anders og James Lovell.NASA Hann hlaut heimsfrægð árið 1968 þegar hann var í þriggja manna áhöfn Apollo 8, fyrsta mannaða geimfarsins sem yfirgaf sporbraut jarðar og jafnframt þess fyrsta sem fór umhverfis tunglið. Fjölmiðlar heims hafa þó um helgina einkum minnst hans fyrir að hafa tekið einhverja áhrifamestu ljósmynd tunglferðanna, mynd sem jafnan er nefnd „Earthrise”, þegar geimfararnir komu undan bakhlið tunglsins og sáu „jarðarupprás” og Jörðina birtast þeim eins og sólarupprás. „Við komum alla þessa leið til að kanna tunglið en það mikilvægasta sem við uppgötvuðum var Jörðin,” sagði Bill Anders en ljósmyndin er talin hafa átt mikinn þátt í að efla umhverfisvitund meðal almennings og beina sjónum fólks að verndun jarðar. Ljósmyndin fræga sem Bill Anders tók þegar geimfararanir upplifðu jarðarupprás fyrstir manna.NASA/Bill Anders Örlygur Hnefill segist hafa verið í reglulegu sambandi við Bill frá því hann heimsótti Ísland árið 2013, síðast hafi hann heyrt frá honum fyrir nokkrum vikum. „Bill fylgdist vel með eldsumbrotum í Grindavík og hugsaði alltaf mikið til Íslands. Fyrir nokkrum vikum sendi hann mér póst þar sem hann sagði að ef hann hefði heilsu til langferða þá væri aðeins einn staður sem hann langaði að heimsækja einu sinni enn, og það var ekki tunglið, heldur Ísland,” segir Örlygur. Íslenski 25-eyringurinn sem geimfarinn Bill Anders tók með sér í fyrsta ferðina til tunglsins um jólin 1968.skjáskot/youtube Í þættinum Um land allt um Húsavík frá árinu 2013, þegar Örlygur var að undirbúa stofnun safns um könnunarsögu mannkyns, sýndi hann okkur íslenskan pening, 25-eyring, sem Bill Anders laumaðist til að taka með sér í tunglferð Apollo 8. Eftir komuna til jarðar lét Bill steypa 25-eyringinn í glæran plasthjúp, sem hann færði svo íslenskum vini sínum að gjöf, Pétri Guðmundssyni, flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. „Þetta myndi ég segja að væri einhver merkilegasti peningur sem er til og náttúrlega merkilegasti peningur Íslandssögunnar. Og eini peningurinn sem hefur farið í slíkt ferðalag. Það fór enginn dollari til tunglsins,” sagði Örlygur Hnefill í þættinum Um land allt frá 2013, sem sjá má hér: Örlygur segir íslenska 25-eyringinn hafa verið til góðrar lukku og hann hafi spurt Bill hvort hann hafi gert gagn. Hann hafi þá svarað glettinn: „Well, we made it back - Thor was with us". Örlygur og Bill skoða geimhylki Apollo 9 á flug- og geimsafninu í San Diego árið 2019.Skjáskot/RAFNAR ORRI GUNNARSSON Bill Anders kynntist fyrst Íslandi og Íslendingum þegar hann var orustuflugmaður hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hann var einnig ákafur laxveiðimaður og veiddi meðal annars í Norðurá, Hofsá og Elliðaám sem og á urriðasvæðinu í Laxá í Þingeyjarsýslu. „Hann dvaldi við herþjónustu í Keflavík frá 1957 til 1958 og eignaðist þá fjölda íslenskra vina,” segir Örlygur. Úr síðari Íslandsleiðangri Apollo-geimfaranna árið 1967. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, Bill Anders og Ted Foss, jarðfræðingur frá NASA. Þarna eru þeir við Nautagil í Öskju, sem Sigurður af sinni kímnigáfu nefndi eftir „astronautum".NASA Árið 1964 var hann valinn í hóp geimfara NASA vegna tunglferðanna. Hluti af þjálfun þeirra fólst í að kynnast jarðfræði Íslands og upplifa landslag sem minnti á tunglið. Leiðangursbúðir NASA fyrir Apollo-geimfarana í Drekagili í Öskju í júlí 1967.SVERRIR PÁLSSON „Hann var eini geimfari NASA sem kom í báðar þjálfunarferðirnar til Íslands, árin 1965 og 1967,” segir Örlygur og rifjar upp samtal sem hann og Rafnar Orri Gunnarsson áttu við Bill fyrir fimm árum. Bill Anders í Drekagili í Öskju árið 2013.Örlygur Hnefill Örlygsson „Í viðtali okkar Rafnars Orra við Bill árið 2019 sagðist hann hafa óskað sérstaklega eftir því að fara í báðar ferðirnar því að hvergi hafi honum liðið betur og að árnar á Íslandi væru sérstaklega fengsælar.” Í ágústmánuði árið 1969 kom Bill Anders aftur til Íslands ásamt eiginkonu og börnum. Sú heimsókn vakti mikla athygli íslenskra fjölmiðla enda var þetta aðeins einum mánuði eftir för Apollo 11 þegar Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið. Bill hélt þá fyrirlestur um tunglferðirnar í Háskólabíói en hann var í varaáhöfn Apollo 11. Aðaltilgangur Íslandsferðarinnar var þó að heimsækja vin sinn, Pétur Guðmundsson, og fara með honum í laxveiði. Bill kom síðast til Íslands árið 2013 ásamt syni sínum Greg. Hann rifjaði þá upp kynni sín af æfingasvæði tunglfaranna í kringum Öskju. Í Öskju árið 2013. Feðgarnir Örlygur Hnefill Örlygsson og Örlygur Hnefill Jónsson ásamt feðgunum Greg Anders og Bill Anders.Úr einkasafni „Og ferðaðist með okkur Andra Ómarssyni og Sævari Helga Bragasyni við kvikmyndatökur í Drekagil ásamt góðum hópi fólks. Hann naut þess að koma aftur, var okkur þá ungu mönnunum sérstaklega rausnarlegur og ég hef haldið reglulegu sambandi við hann síðan þá. Árið 2019 heimsóttum við Rafnar hann í San Diego þar sem hann sýndi okkur heimili sitt og fór með okkur í flugsafnið,” segir Örlygur. Bill Anders og Örlygur Hnefill skoða geimhylki Apollo 9 sem varðveitt er á flug- og geimsafninu í San Diego.Rafnar Orri Gunnarsson Hann segir að í fyrra hafi þeir sæmt Bill Landkönnunarverðlaunum Leifs Eiríkssonar. Af því tilefni hafi þetta myndband verð gert: https://www.youtube.com/watch?v=g3q6yvf24tM „Takk fyrir kynnin Bill Anders,” er kveðja Örlygs Hnefils Örlygssonar.
Geimurinn Þingeyjarsveit Norðurþing Vísindi Tunglið Um land allt Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Tengdar fréttir Stytta verði reist af Neil Armstrong á Íslandi Einn bandarísku Apollo-geimfaranna laumaði íslenskum 25-eyringi með sér í tunglferð og er hann sagður eini peningur mannkyns sem fór slíka ferð.gsson, hótelstjóri á Húsavík, að Íslendingar geri meira úr hlutverki Íslands í tunglferðunum, en 9 af þeim 12 mönnum, sem lentu á tunglinu, komu hingað til lands til jarðfræðináms. 10. mars 2013 19:59 Geimfarar sváfu undir berum himni í vikurdyngjum Öskju Bandarísku geimfararnir sem æfðu á Íslandi sumarið 1967 fyrir tunglferðirnar völdu flestir að sofa undir berum himni í Öskju fremur en í tjöldum. "Það var afskaplega gott veður, hlýtt og lygnt," segir Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um aðstæður þessa júlídaga inni á hálendi Íslands fyrir 45 árum í gróðurauðninni norðan Vatnajökuls. Tjaldbúðum var komið upp í Drekagili í Öskju, þar sem nú eru skálar Ferðafélags Akureyrar, en þeir eru í 780 metra hæð yfir sjávarmáli. "Þeir gistu fæstir í tjöldum. Flestir völdu að sofa úti og hafa himininn sem sæng," segir Sverrir þegar hann rifjar upp þessa daga í tilefni af 27. ágúst 2012 13:00 Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15 Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Ógnin sem birtist Armstrong - Víti til varnaðar Gígur í Öskju, sem Neil Armstrong skoðaði á Íslandi sumarið 1967, var nauðalíkur gíg á tunglinu sem honum tókst með snarræði að forðast í lendingu tunglferjunnar tveimur árum síðar. Íslandsleiðangur NASA hafði þannig raunverulega þýðingu í að hjálpa geimförunum að kynnast hættunum sem biðu þeirra á tunglinu. 27. ágúst 2012 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Stytta verði reist af Neil Armstrong á Íslandi Einn bandarísku Apollo-geimfaranna laumaði íslenskum 25-eyringi með sér í tunglferð og er hann sagður eini peningur mannkyns sem fór slíka ferð.gsson, hótelstjóri á Húsavík, að Íslendingar geri meira úr hlutverki Íslands í tunglferðunum, en 9 af þeim 12 mönnum, sem lentu á tunglinu, komu hingað til lands til jarðfræðináms. 10. mars 2013 19:59
Geimfarar sváfu undir berum himni í vikurdyngjum Öskju Bandarísku geimfararnir sem æfðu á Íslandi sumarið 1967 fyrir tunglferðirnar völdu flestir að sofa undir berum himni í Öskju fremur en í tjöldum. "Það var afskaplega gott veður, hlýtt og lygnt," segir Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um aðstæður þessa júlídaga inni á hálendi Íslands fyrir 45 árum í gróðurauðninni norðan Vatnajökuls. Tjaldbúðum var komið upp í Drekagili í Öskju, þar sem nú eru skálar Ferðafélags Akureyrar, en þeir eru í 780 metra hæð yfir sjávarmáli. "Þeir gistu fæstir í tjöldum. Flestir völdu að sofa úti og hafa himininn sem sæng," segir Sverrir þegar hann rifjar upp þessa daga í tilefni af 27. ágúst 2012 13:00
Armstrong var foringinn í Öskju Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. 26. ágúst 2012 19:15
Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15
Ógnin sem birtist Armstrong - Víti til varnaðar Gígur í Öskju, sem Neil Armstrong skoðaði á Íslandi sumarið 1967, var nauðalíkur gíg á tunglinu sem honum tókst með snarræði að forðast í lendingu tunglferjunnar tveimur árum síðar. Íslandsleiðangur NASA hafði þannig raunverulega þýðingu í að hjálpa geimförunum að kynnast hættunum sem biðu þeirra á tunglinu. 27. ágúst 2012 22:30