Áætlanir gera ráð fyrir að hraun fari yfir lagnir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 9. júní 2024 12:01 Kristinn Harðarsson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Orkuverið er í fullum rekstri og atburðir gærdagsins höfðu engin áhrif á starfsemina. Vísir/Einar Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnjúka er nú í um 700 metra fjarlægð frá lögnum orkuversins HS orku. Framkvæmdastjóri segir að búið sé að gera allt sem hægt er til að tryggja órofna starfsemi orkuverksins og að atburðir gærdagsins hafi ekki haft nein áhrif. Hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg í gær hefur stöðvast nær alveg, eftir að hún ruddist fram með talsverðum hraða í gærmorgun og náði yfir veginn í kringum hádegi. Annað sambærilegt áhlaup gæti þó verið yfirvofandi. „Við erum viðbúin öllu. Núna er streymið frá gígnum að safnast á sama stað og var fyrir þetta áhlaup, í ákveðinni kvos við Sýlingarfell. Það er ekkert útilokað að það komi annað áhlaup en það er útilokað að segja til um hvenær það gæti verið, það gætu verið nokkrir daga í það,“ segir Minney Sigurðardóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofunni. Áætlanir gera ráð fyrir að hraun fari yfir lagnir Hrauntungan er nú í um 700 metra fjarlægð frá lögnum orkuverksins HS orku. Að sögn Kristins Harðarssonar, framkvæmdastjóra framleiðslu hjá HS Orku er orkuverið í fullum rekstri og atburðir gærdagsins höfðu engin áhrif á starfsemina. „Staðan hjá okkur er þannig séð mjög góð. Okkar áætlanir gera ráð fyrir að hraun fari yfir og að það muni ekki hafa afleiðingar.“ Forsvarsmenn Hs orku séu í stöðugu samtali við almannavarnir og vinnuhópa á þeirra vegum til að tryggja órofna starfsemi orkuversins. Kristinn telur að búið sé að gera allt sem hægt er til að verja lagnirnar, meðal annars hafa þær verið fergjaðar með jarðvegsfyllingu. „Svo hefur Landsnet hækkað háspennumöstur og það eru varnargarðar þar í kring. Þannig það er búið að undurbúa innviði fyrir að hraun fari þar yfir og í raun miða okkar áætlanir við það. Það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg í gær hefur stöðvast nær alveg, eftir að hún ruddist fram með talsverðum hraða í gærmorgun og náði yfir veginn í kringum hádegi. Annað sambærilegt áhlaup gæti þó verið yfirvofandi. „Við erum viðbúin öllu. Núna er streymið frá gígnum að safnast á sama stað og var fyrir þetta áhlaup, í ákveðinni kvos við Sýlingarfell. Það er ekkert útilokað að það komi annað áhlaup en það er útilokað að segja til um hvenær það gæti verið, það gætu verið nokkrir daga í það,“ segir Minney Sigurðardóttir, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofunni. Áætlanir gera ráð fyrir að hraun fari yfir lagnir Hrauntungan er nú í um 700 metra fjarlægð frá lögnum orkuverksins HS orku. Að sögn Kristins Harðarssonar, framkvæmdastjóra framleiðslu hjá HS Orku er orkuverið í fullum rekstri og atburðir gærdagsins höfðu engin áhrif á starfsemina. „Staðan hjá okkur er þannig séð mjög góð. Okkar áætlanir gera ráð fyrir að hraun fari yfir og að það muni ekki hafa afleiðingar.“ Forsvarsmenn Hs orku séu í stöðugu samtali við almannavarnir og vinnuhópa á þeirra vegum til að tryggja órofna starfsemi orkuversins. Kristinn telur að búið sé að gera allt sem hægt er til að verja lagnirnar, meðal annars hafa þær verið fergjaðar með jarðvegsfyllingu. „Svo hefur Landsnet hækkað háspennumöstur og það eru varnargarðar þar í kring. Þannig það er búið að undurbúa innviði fyrir að hraun fari þar yfir og í raun miða okkar áætlanir við það. Það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira