Bóluefni gegn flensu og Covid-19 langt á veg komið Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2024 12:48 Nýtt bóluefni gegn bæði Covid-19 og flensu væru góðar fréttir fyrir sprautuhrædda sem þyrftu þá aðeins eina sprautu í stað tveggja annars. AP/Rogelio V. Solis Lyfjafyrirtækið Moderna er langt komið með bóluefni sem dugar bæði gegn inflúensu og Covid-19. Bóluefnið gæti orðið algengilegt á næstu tveimur árum en samkeppnisaðilar vinna einnig að sambærilegu efni. Þriðja stig tilrauna Moderna með nýja bóluefnið sýndi að það veitti jafngóða vernd gegn flensu og Covid og bóluefni sem eru eingöngu gegn öðrum hvorum veirusjúkdóminum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stephane Bancel, forstjóri Moderna, segir að hann vonist til þess að bóluefnið verði aðgengilegt árið 2026 en jafnvel strax á næsta ári. Bæði Pfizer og BioNTech, sem framleiddu bóluefni gegn Covid-19, vinna einnig að því að þróa bóluefni sem virkar á bæði flensu og Covid-19. Öll bóluefnin sem eru í þróun byggja á svonefndri mRNA-tækni en með henni vonast vísindamenn til þess að geta framleitt bóluefni hraðar en áður og uppfært þau tíðar til þess að þau virki á ólík afbrigði veira. Einbeita sér að eldra fólki sem líklega til að fá bóluefni áfram Nýja bóluefni Moderna er sagt vekja meira mótefnasvar í þátttakendum í tilraunum en eldri bóluefni, jafnvel meiri en núverandi örvunarefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Bancel rekur það til þess að nýja bóluefnið sé hannað með nýjustu afbrigði veirunnar sem ganga um heimsbyggðina í huga. Um átta þúsund manns taka þátt í tilraun Moderna. Allir þátttakendurnir eru yfir fimmtugu og helmingurinn eldri en 64 ára. Moderna segist miða rannsókn sína við eldri aldurshópa því þeir séu líklegastir til þess að vera boðið áfram upp á bóluefni en ætlunin sé að bjóða yngra fólki upp á efnið með tíð og tíma. Aukaverkanir efnisins eru sagðar mildar og í samræmi við þær sem má vænta af öðrum bóluefnum, þar á meðal eymsli á stungustað og þreyta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Lyf Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Þriðja stig tilrauna Moderna með nýja bóluefnið sýndi að það veitti jafngóða vernd gegn flensu og Covid og bóluefni sem eru eingöngu gegn öðrum hvorum veirusjúkdóminum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Stephane Bancel, forstjóri Moderna, segir að hann vonist til þess að bóluefnið verði aðgengilegt árið 2026 en jafnvel strax á næsta ári. Bæði Pfizer og BioNTech, sem framleiddu bóluefni gegn Covid-19, vinna einnig að því að þróa bóluefni sem virkar á bæði flensu og Covid-19. Öll bóluefnin sem eru í þróun byggja á svonefndri mRNA-tækni en með henni vonast vísindamenn til þess að geta framleitt bóluefni hraðar en áður og uppfært þau tíðar til þess að þau virki á ólík afbrigði veira. Einbeita sér að eldra fólki sem líklega til að fá bóluefni áfram Nýja bóluefni Moderna er sagt vekja meira mótefnasvar í þátttakendum í tilraunum en eldri bóluefni, jafnvel meiri en núverandi örvunarefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Bancel rekur það til þess að nýja bóluefnið sé hannað með nýjustu afbrigði veirunnar sem ganga um heimsbyggðina í huga. Um átta þúsund manns taka þátt í tilraun Moderna. Allir þátttakendurnir eru yfir fimmtugu og helmingurinn eldri en 64 ára. Moderna segist miða rannsókn sína við eldri aldurshópa því þeir séu líklegastir til þess að vera boðið áfram upp á bóluefni en ætlunin sé að bjóða yngra fólki upp á efnið með tíð og tíma. Aukaverkanir efnisins eru sagðar mildar og í samræmi við þær sem má vænta af öðrum bóluefnum, þar á meðal eymsli á stungustað og þreyta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Lyf Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira