Bjarkey verði að sæta ábyrgð Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2024 13:23 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Vísir/Arnar Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir matvælaráðherra hafa viljandi gert Hval hf. ókleift að veiða langreyðar í sumar. Hún telur að fyrirtækið fari í mál við ríkið og að borgarar megi ekki sætta sig við það að ráðherrar brjóti lög. Í gær gaf Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra út leyfi til veiða á 128 langreyðum við Íslandsstrendur. Umsókn um leyfið var send inn í janúar og því tók hálft ár að afgreiða hana. Alla jafna væru veiðar hafnar á þessum tíma árs. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd harkalega, bæði af þeim sem tala með og gegn hvalveiðum. Hvalavinir vildu ekki að leyfið yrði gefið út en aðrir eru ósáttir við seinaganginn við afgreiðsluna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir augljóst að ráðherra hafi slegið vertíð þessa árs af. „Ráðherra veit það sjálf að það er það langt liðið á árið að það er ekki hægt að undirbúa vertíð á þessu ári. Þannig þátt fyrir að tæknilega sé leyfi í gildi til árs, þá er fyrirtækinu ókleift að nýta leyfið. Að þeim sökum teljum við ólögmætið jafn mikið nú og fyrir ári síðan,“ segir Heiðrún. Hún telur að ríkið hafa bakað sér bótaskyldu og að Hvalur muni höfða mál. Hvalveiðar séu löglegar og Alþingi ekki á leið í að banna þær. „Ég hygg að ef að menn töldu meirihluta fyrir því á þingi að banna hvalveiðar, þá hefði það þegar litið dagsins ljós. Af þeim sökum líka, tel ég það mjög ámælisvert að hálfu ráðherra og ég trúi ekki öðru en að þingið hafi á því líka miklar skoðanir þegar ráðherra gengur fram með þessum hætti og í raun bannar þá atvinnustarfsemi sem þingið hefur þegar leyft,“ segir Heiðrún. Hún segist skilja að um sé að ræða hitamál í þjóðfélaginu. „En það breytir því hins vegar ekki að við getum aldrei, við sem borgarar, eigum aldrei að sætta okkur við það þegar ráðherrar af ásetningin, brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna. Það breytir engu hvort við séum sammála eða ósammálalögum, eða hvalveiðum. Ráðherrar eiga að sæta ábyrgð ef þeir virða ekki þau lög sem sett eru,“ segir Heiðrún. Hvalir Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hafið Hvalveiðar Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Í gær gaf Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra út leyfi til veiða á 128 langreyðum við Íslandsstrendur. Umsókn um leyfið var send inn í janúar og því tók hálft ár að afgreiða hana. Alla jafna væru veiðar hafnar á þessum tíma árs. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd harkalega, bæði af þeim sem tala með og gegn hvalveiðum. Hvalavinir vildu ekki að leyfið yrði gefið út en aðrir eru ósáttir við seinaganginn við afgreiðsluna. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir augljóst að ráðherra hafi slegið vertíð þessa árs af. „Ráðherra veit það sjálf að það er það langt liðið á árið að það er ekki hægt að undirbúa vertíð á þessu ári. Þannig þátt fyrir að tæknilega sé leyfi í gildi til árs, þá er fyrirtækinu ókleift að nýta leyfið. Að þeim sökum teljum við ólögmætið jafn mikið nú og fyrir ári síðan,“ segir Heiðrún. Hún telur að ríkið hafa bakað sér bótaskyldu og að Hvalur muni höfða mál. Hvalveiðar séu löglegar og Alþingi ekki á leið í að banna þær. „Ég hygg að ef að menn töldu meirihluta fyrir því á þingi að banna hvalveiðar, þá hefði það þegar litið dagsins ljós. Af þeim sökum líka, tel ég það mjög ámælisvert að hálfu ráðherra og ég trúi ekki öðru en að þingið hafi á því líka miklar skoðanir þegar ráðherra gengur fram með þessum hætti og í raun bannar þá atvinnustarfsemi sem þingið hefur þegar leyft,“ segir Heiðrún. Hún segist skilja að um sé að ræða hitamál í þjóðfélaginu. „En það breytir því hins vegar ekki að við getum aldrei, við sem borgarar, eigum aldrei að sætta okkur við það þegar ráðherrar af ásetningin, brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum borgaranna. Það breytir engu hvort við séum sammála eða ósammálalögum, eða hvalveiðum. Ráðherrar eiga að sæta ábyrgð ef þeir virða ekki þau lög sem sett eru,“ segir Heiðrún.
Hvalir Sjávarútvegur Vinnumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hafið Hvalveiðar Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira