Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Árni Sæberg skrifar 12. júní 2024 14:06 Elías Blöndal Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sante, og Arnar Sigurðsson, eigandi Sante. Vísir/Vilhelm Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. Þetta segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tilefni kvörtunarinnar er erindi sem Sigurður Ingi Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. „Haldið fram að atvinnustarfsemi okkar sé ólögleg“ Í kvörtun Sante til Umboðsmanns Alþingis segir að í erindi Sigurðar Inga sé því haldið fram að starfsemi Sante sé ólögleg. „Bréfinu er bersýnilega ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögreglu. Við teljum að þetta séu óeðlileg afskipti af lögregluvaldi og brot á þrískiptingu ríkisvaldsins, þar sem fjármálaráðherra hefur ekki valdheimildir í þessum málaflokki.“ Reyni að hafa áhrif á lögreglu Þá segir að fjármálaráðherra fari með mikilvægar ákvarðanir varðandi fjárveitingar til lögreglunnar. Tilraunir hans til þess að hafa áhrif á lögreglurannsókn séu því sérlega óeðlilegar, þar sem þær geti litið út sem tilraun til þess að misnota fjárhagslegt vald til þess að hafa áhrif á lögregluna. „Þetta grefur undan sjálfstæði lögreglunnar og trúverðugleika hennar.“ Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skuli ákærendur vera sjálfstæðir í störfum sínum og ekki taka við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Þetta sé meginregla í réttarfari og brot á henni talin mjög alvarleg. „Það er algjörlega ólíðandi í réttarríki að lesa um það í fjölmiðlum að ráðherra sé að reyna að hafa áhrif á lögreglurannsókn. Að ráðherra, sem á stóran þátt í löggjafarvaldi og fer með fjárveitingarvald til lögreglu, lýsi afstöðu sinni til lögmætis starfsemi okkar með þeim hætti sem gert er í bréfinu. Við teljum að afskipti fjármála- og efnahagsráðherra brjóti verulega gegn stjórnsýslureglum og réttindum okkar.“ Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10 Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. 7. júní 2024 11:16 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tilefni kvörtunarinnar er erindi sem Sigurður Ingi Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. „Haldið fram að atvinnustarfsemi okkar sé ólögleg“ Í kvörtun Sante til Umboðsmanns Alþingis segir að í erindi Sigurðar Inga sé því haldið fram að starfsemi Sante sé ólögleg. „Bréfinu er bersýnilega ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögreglu. Við teljum að þetta séu óeðlileg afskipti af lögregluvaldi og brot á þrískiptingu ríkisvaldsins, þar sem fjármálaráðherra hefur ekki valdheimildir í þessum málaflokki.“ Reyni að hafa áhrif á lögreglu Þá segir að fjármálaráðherra fari með mikilvægar ákvarðanir varðandi fjárveitingar til lögreglunnar. Tilraunir hans til þess að hafa áhrif á lögreglurannsókn séu því sérlega óeðlilegar, þar sem þær geti litið út sem tilraun til þess að misnota fjárhagslegt vald til þess að hafa áhrif á lögregluna. „Þetta grefur undan sjálfstæði lögreglunnar og trúverðugleika hennar.“ Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skuli ákærendur vera sjálfstæðir í störfum sínum og ekki taka við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Þetta sé meginregla í réttarfari og brot á henni talin mjög alvarleg. „Það er algjörlega ólíðandi í réttarríki að lesa um það í fjölmiðlum að ráðherra sé að reyna að hafa áhrif á lögreglurannsókn. Að ráðherra, sem á stóran þátt í löggjafarvaldi og fer með fjárveitingarvald til lögreglu, lýsi afstöðu sinni til lögmætis starfsemi okkar með þeim hætti sem gert er í bréfinu. Við teljum að afskipti fjármála- og efnahagsráðherra brjóti verulega gegn stjórnsýslureglum og réttindum okkar.“
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10 Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. 7. júní 2024 11:16 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10
Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. 7. júní 2024 11:16