Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 15:08 Jódís segir að skilningsleysi ríki á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. Þetta kom fram í ræðu Jódísar á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. Þar sagði hún að skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni virðast síst vera að minnka. „Nærtækt er að nefna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, fullkomlega óboðlegar vegasamgöngur víða um land, óheyrilegan flutningskostnað á vörum og skerta þjónustu, svo sem á póstflutningum og í bankarekstri,“ sagði Jódís. Nýjasta útspilið væri svo bílastæðagjöld á flugvöllunum þremur, sem hún kallaði landsbyggðarskatt. „Það hljómar kannski eins og jafnræði að þessir þrír stóru flugvellir séu felldir undir sama hatt en það er svo sannarlega ekki staðan. Við skulum átta okkur á því, virðulegi forseti, að um flugvöllinn á Egilsstöðum fara einstaklingar til að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu,“ sagði Jódís. Flugfargjöld hækkað um 50 prósent eftir að loftbrúnni var komið á Það henti kannski fólki sem er búsett nálægt flugvellinum að geyma bílinn heima og láta skutla sér á völlinn. „Egilsstaðaflugvöllur þjónar hins vegar gríðarlega stóru svæði og íbúar tveggja stórra sveitarfélaga, Fjarðabyggðar og Múlaþings, telja yfir 10.000 íbúa sem mörg hver hafa um langan veg að fara til að nýta sér flugsamgöngur,“ sagði Jódís. Bæði þessi sveitarfélög hafi nú bókað andstöðu sína við þessa ómanneskjulegu ákvörðun. „Einstaklingur sem sækir sér lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem oft tekur langan tíma, þarf nú að leggja fram háar upphæðir í formi bílastæðagjalds til Isavia sem skilaði 2,1 milljarði kr. í hagnað eftir skatta árið 2023. Að lokum bendi ég á að flugfargjöld innan lands hafa hækkað um 50% frá því að Loftbrúnni var komið á,“ sagði Jódís á Alþingi í gær. Samgöngur Akureyrarflugvöllur Vinstri græn Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Fjarðabyggð Alþingi Bílastæði Tengdar fréttir Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Jódísar á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. Þar sagði hún að skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni virðast síst vera að minnka. „Nærtækt er að nefna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, fullkomlega óboðlegar vegasamgöngur víða um land, óheyrilegan flutningskostnað á vörum og skerta þjónustu, svo sem á póstflutningum og í bankarekstri,“ sagði Jódís. Nýjasta útspilið væri svo bílastæðagjöld á flugvöllunum þremur, sem hún kallaði landsbyggðarskatt. „Það hljómar kannski eins og jafnræði að þessir þrír stóru flugvellir séu felldir undir sama hatt en það er svo sannarlega ekki staðan. Við skulum átta okkur á því, virðulegi forseti, að um flugvöllinn á Egilsstöðum fara einstaklingar til að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu,“ sagði Jódís. Flugfargjöld hækkað um 50 prósent eftir að loftbrúnni var komið á Það henti kannski fólki sem er búsett nálægt flugvellinum að geyma bílinn heima og láta skutla sér á völlinn. „Egilsstaðaflugvöllur þjónar hins vegar gríðarlega stóru svæði og íbúar tveggja stórra sveitarfélaga, Fjarðabyggðar og Múlaþings, telja yfir 10.000 íbúa sem mörg hver hafa um langan veg að fara til að nýta sér flugsamgöngur,“ sagði Jódís. Bæði þessi sveitarfélög hafi nú bókað andstöðu sína við þessa ómanneskjulegu ákvörðun. „Einstaklingur sem sækir sér lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem oft tekur langan tíma, þarf nú að leggja fram háar upphæðir í formi bílastæðagjalds til Isavia sem skilaði 2,1 milljarði kr. í hagnað eftir skatta árið 2023. Að lokum bendi ég á að flugfargjöld innan lands hafa hækkað um 50% frá því að Loftbrúnni var komið á,“ sagði Jódís á Alþingi í gær.
Samgöngur Akureyrarflugvöllur Vinstri græn Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Fjarðabyggð Alþingi Bílastæði Tengdar fréttir Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43