Guðrún vill lagabreytingar ekki pólitísk afskipti Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 12. júní 2024 19:22 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segist vilja breyta lögum svo hægt sé að vísa burt fólki sem fengið hefur hér hæli en brýtur lög ítrekað. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt og hollt að minna stjórnmálamenn og alla sem vinna í stjórnmálum á það að meðferð sakamála geti aldrei lotið pólitískum afskiptum. Það segir Guðrún um yfirlýsingu sína sem birtist á vef stjórnarráðsins um það sama. Tilefni tilkynningar hennar var erindi fjármálaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um netsölu áfengis sem hann sendi lögreglu í gær. Guðrún sagði lögreglu og ríkissaksóknara bera að rannsaka sakamál á Íslandi. Engum í ríkisstjórn bæri að senda erindi á lögreglu um að hefja rannsókn. Það sé hlutverk hennar sjálfrar og ríkissaksóknara. Sigurður Ingi hefur sagt að hann hafi ekki verið að hvetja til sakamálarannsóknar, heldur hafi hann verið að benda á gildandi lög. Guðrún segir það hennar hlutverk að vernda réttarríkið og hún standi vörð um það með sínu bréfi. „Við sem störfum í pólitík getum ekki sagt lögreglunni eða ríkissaksóknara hvaða mál þau eigi að rannsaka, hvernig eða hvenær,“ segir Guðrún í viðtalinu sem er hægt að horfa á í heild sinni hér að ofan. Um netsöluna sjálfa og fyrirkomulagið segir Guðrún að hún telji nauðsynlegt að ná utan um fyrirkomulag á sölu á áfengi og sérstaklega á erlendu netverslununum sem starfa hér á landi. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn oft hafa lagt fram frumvörp sem svo ekki hafa náð fram að ganga. „Það er Alþingis að setja ramman um fyrirkomulag sölu og ég skipti mér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað,“ segir Guðrún og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Eðlilegast væri að löggjafinn myndi ná utan um söluna á þessari viðkvæmu vöru í erlendum netverslunum og að innlendar netverslanir standi jafnfætis. „Alþingi verður að ákveða fyrirkomulag á sölu á þessari viðkvæmu vöru.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Tilefni tilkynningar hennar var erindi fjármálaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um netsölu áfengis sem hann sendi lögreglu í gær. Guðrún sagði lögreglu og ríkissaksóknara bera að rannsaka sakamál á Íslandi. Engum í ríkisstjórn bæri að senda erindi á lögreglu um að hefja rannsókn. Það sé hlutverk hennar sjálfrar og ríkissaksóknara. Sigurður Ingi hefur sagt að hann hafi ekki verið að hvetja til sakamálarannsóknar, heldur hafi hann verið að benda á gildandi lög. Guðrún segir það hennar hlutverk að vernda réttarríkið og hún standi vörð um það með sínu bréfi. „Við sem störfum í pólitík getum ekki sagt lögreglunni eða ríkissaksóknara hvaða mál þau eigi að rannsaka, hvernig eða hvenær,“ segir Guðrún í viðtalinu sem er hægt að horfa á í heild sinni hér að ofan. Um netsöluna sjálfa og fyrirkomulagið segir Guðrún að hún telji nauðsynlegt að ná utan um fyrirkomulag á sölu á áfengi og sérstaklega á erlendu netverslununum sem starfa hér á landi. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn oft hafa lagt fram frumvörp sem svo ekki hafa náð fram að ganga. „Það er Alþingis að setja ramman um fyrirkomulag sölu og ég skipti mér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað,“ segir Guðrún og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Eðlilegast væri að löggjafinn myndi ná utan um söluna á þessari viðkvæmu vöru í erlendum netverslunum og að innlendar netverslanir standi jafnfætis. „Alþingi verður að ákveða fyrirkomulag á sölu á þessari viðkvæmu vöru.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54
Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06