Frumvarp um bætta stöðu leigjenda strandar hjá ríkisstjórn Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júní 2024 06:45 Arndís Anna segir málið stoppa á ríkisstjórninni eins og önnu mál. Svandís Svavarsdóttir er innviðaráðherra. Lilja Rannveig segir málið í umræðu og að velferðarnefnd ætli sér að ljúka því fyrir þinglok. Samsett Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingkona Framsóknarflokksins segir það stefnu velferðarnefndar að ljúka meðferð á frumvarpi innviðaráðherra um húsaleigulög fyrir þinglok. Frumvarpið hefur það markmið að bæta réttarstöðu leigjenda. Þingmaður stjórnarandstöðu segir málið stranda á ríkisstjórninni sjálfri. Þau geti ekki komið sér saman um hvernig eigi að ljúka þingi og það tefji þetta mál, eins og önnur. Lilja Rannveig segir nefndina vilja ljúka málinu fyrir þinglok. „Þetta er í vinnslu,“ segir Lilja Rannveig um stöðu málsins en hún er framsögumaður nefndarinnar. Hún segir umsagnaraðila hafa verið á öndverðu meiði og að nefndin sé með umsagnirnar til skoðunar. Nefndin sé að reyna að kafa djúpt ofan í þær. Málið hefur farið í eina umræðu á þingi. Nefndin vinnur nú að því að fara yfir þær umsagnir sem bárust. „Við erum að skoða þetta og viljum gera þetta vel,“ segir Lilja Rannveig. Hún segir umsagnaraðila marga hafa verið í starfshópi sem vann að frumvarpinu og þeir hafi verið ósammála þar en komist að sameiginlegri niðurstöðu. Umsagnaraðilar á öndverði meiði Lilja Rannveig segir það hennar stefnu að koma málinu úr nefnd og ljúka málinu á yfirstandandi þingi. Ekki er búið að boða næsta fund nefndarinnar. Alls hafa nefndinni borist 24 umsagnir um málið en frumvarpið fjallar um húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda. Í frumvarpinu á að auka húsnæðisöryggi leigjenda og setja skýrari ramma um leigufjárhæðir. Auk þess á að tryggja meiri fyrirsjáanleika í breytingu á þeim. Frumvarpið og breytingarnar eru auk þess liður í aðgerðum stjórnvalda til stuðnings kjarasamningum sem voru undirritaðir á almennum markaði í vor. „Húsnæðisöryggi leigjenda verður aukið og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar með breytingum á húsaleigulögum auk bættrar ráðgjafar og upplýsinga til leigjenda,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í mars þegar kynnt var um aðkomu stjórnvalda að kjarasamningunum. Ýmis ólík sjónarmið koma fram í umsögnum um málið. Sem dæmi segir í umsögn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) að frumvarpið taki ekki á grundvallarvanda húsaleigumarkaðarins, það er framboðsskorti leiguhúsnæðis. Þá segir að ákvæði núverandi laga veiti leigjendum góða vörn og að þær breytingar sem séu lagðar til auki áhættu leigusala og gætu jafnvel valdið því að framboð leiguhúsnæðis minnki. Því leigusalar sjái ekki lengur hag sinn í að leigja íbúðir sínar. „Líkur eru á að fórnarkostnaður tillagna frumvarpsins muni hafa í för með sér minna framboð leiguhúsnæðis, almenna hækkun leiguverðs og á stundum „verðbreytingahögg“ einkum fyrir leigjendur,“ segir í umsögn SVÞ. Tryggi heilbrigðari leigumarkað Umsagnir ASÍ og VR eru á öndverðu meiði við þessa umsögn til dæmis. Í umsögn ASÍ segir að núverandi aðstæður á leigumarkaði séu afar óhagstæðar leigjendum og þörf á aðgerðum. Með frumvarpinu sé leigumarkaðurinn gerður heilbrigðari og staða leigjenda styrkt. Í umsögn VR lýsa samtökin stuðningi við frumvarpið og benda einnig á að stjórnvöld hafi ítrekað „lofað að húsaleigulög verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að bæta réttarstöðu leigjenda.“ Samtökin vísa svo til yfirlýsinga stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga árin 2019, 2022 og svo loks núna, 2024. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingkona Pírata er nokkuð bjartsýn á að það náist að klára málið á yfirstandandi þingi, ef ríkisstjórnarflokkarnir nái að leysa ágreining sín á milli um hvernig eigi að ljúka meðferð mála á þingi. Eins og í öðrum málum á þingi þá sé það ríkisstjórnin sjálf sem hamli afgreiðslu þess. „Það sem er að tefja þetta er að ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki komið sér saman um það hvernig eigi að klára þetta þing. Það á við um þetta mál eins og önnur,“ segir Arndís Anna sem situr í velferðarnefnd og hefur því haft málið til meðferðar. Skiptar skoðanir um áhrif Hún segir málið annars helst hiksta á því að skiptar skoðanir séu á því hvort staða leigjenda sé raunverulega bætt eða ekki og vísar í það sem kemur, til dæmis, fram í umsögn SVÞ. „Einhverjir halda því fram að þetta takmarki framboð með því að ganga of langt á rétt eðahagsmuni leigusala og þannig muni framboð minnka. Sem er öfugt við það sem við viljum gera,“ segir Arndís. Hún segir þau öll sammála um að það eigi að bæta réttarstöðu leigjenda og stöðu þeirra á markaði. Staðan sé hins vegar sú að það er verulegur skortur á húsnæði og við slíkar aðstæður sé varla hægt að tryggja rétt leigjenda við núverandi lög. „Þetta frumvarp leysir auðvitað ekki framboðsvandann.“ Forleiguréttur tryggður og takmarkanir á hækkunum Hvað varðar tengsl við kjarasamninga segir Arndís að ákvæðið um leigjendur í kjarapakka stjórnvalda sé afar opið og því eflaust hægt að túlka það á þann veg að það eigi við eitthvað annað en einungis þetta frumvarp. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir nefndina hafa fengið marga gesti til að ræða málið og hafi farið ítarlega yfir það. Vísir/Vilhelm Hún segir nauðsynlegt að eitthvað verði gert. Það séu mikilvæg ákvæði í frumvarpinu eins og að snúa við forleigurétti leigjenda þegar samningi lýkur. Í frumvarpinu er lögð skylda á leigusala að láta leigjendur vita og ef þeir geri það ekki verði rétturinn virkur sjálfkrafa. „Þetta er mjög jákvætt en líka ákvæði um takmarkanir á leigusala að hækka leigu,“ segir Arndís og að það sé annað ákvæði sem umsagnaraðilar hafi deilt um. Óvíst um framhaldið Arndís segist hafa átt von á því að þessu máli yrði lokið á núverandi þingi en segir þingmenn stjórnarandstöðu lítið vita. Það sé ósamkomulag á milli stjórnarflokka. „Við vitum ekkert því það er ósamkomulag þeirra á milli. Þetta strandar þar. Það er líka svo lítill tími eftir,“ segir Arndís. Hún vill þó ekki útiloka að þau nái að klára málið fyrir þinglok. „En ég er ekki viss, þau gætu verið að falla á tíma, með mörg mál.“ Leigumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55 Athugunarefni vegna upptöku leiguígildis Samhliða birtingu vísitölu neysluverðs fyrir janúar, greindi Hagstofan frá því, að um skeið hafi staðið yfir endurskoðun á mati á reiknaðri húsaleigu í VNV. Í yfirlýsingu stofnunarinnar segir að betri gögn um húsaleigu skapi forendur til fara úr núverandi aðferð í aðferð leiguígildis á vormánuðum. 24. mars 2024 08:01 Leigjendur afar ósáttir við nýgerða kjarasamninga Stjórn Leigjendasamtakanna segja framlag stjórnvalda óboðlegt og forsendur fyrir kjarasamningi, sem forysta launafólks kvittar undir þar sem leigjendur skuli axla frekari byrðar til að styðja við lægri greiðslubyrði til handa þeim sem eru með húsnæðislán, vera að sama skapi fullkomlega óboðlegt. 20. mars 2024 14:40 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Lilja Rannveig segir nefndina vilja ljúka málinu fyrir þinglok. „Þetta er í vinnslu,“ segir Lilja Rannveig um stöðu málsins en hún er framsögumaður nefndarinnar. Hún segir umsagnaraðila hafa verið á öndverðu meiði og að nefndin sé með umsagnirnar til skoðunar. Nefndin sé að reyna að kafa djúpt ofan í þær. Málið hefur farið í eina umræðu á þingi. Nefndin vinnur nú að því að fara yfir þær umsagnir sem bárust. „Við erum að skoða þetta og viljum gera þetta vel,“ segir Lilja Rannveig. Hún segir umsagnaraðila marga hafa verið í starfshópi sem vann að frumvarpinu og þeir hafi verið ósammála þar en komist að sameiginlegri niðurstöðu. Umsagnaraðilar á öndverði meiði Lilja Rannveig segir það hennar stefnu að koma málinu úr nefnd og ljúka málinu á yfirstandandi þingi. Ekki er búið að boða næsta fund nefndarinnar. Alls hafa nefndinni borist 24 umsagnir um málið en frumvarpið fjallar um húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjenda. Í frumvarpinu á að auka húsnæðisöryggi leigjenda og setja skýrari ramma um leigufjárhæðir. Auk þess á að tryggja meiri fyrirsjáanleika í breytingu á þeim. Frumvarpið og breytingarnar eru auk þess liður í aðgerðum stjórnvalda til stuðnings kjarasamningum sem voru undirritaðir á almennum markaði í vor. „Húsnæðisöryggi leigjenda verður aukið og skýrari rammi settur um ákvörðun og fyrirsjáanleika leigufjárhæðar með breytingum á húsaleigulögum auk bættrar ráðgjafar og upplýsinga til leigjenda,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í mars þegar kynnt var um aðkomu stjórnvalda að kjarasamningunum. Ýmis ólík sjónarmið koma fram í umsögnum um málið. Sem dæmi segir í umsögn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) að frumvarpið taki ekki á grundvallarvanda húsaleigumarkaðarins, það er framboðsskorti leiguhúsnæðis. Þá segir að ákvæði núverandi laga veiti leigjendum góða vörn og að þær breytingar sem séu lagðar til auki áhættu leigusala og gætu jafnvel valdið því að framboð leiguhúsnæðis minnki. Því leigusalar sjái ekki lengur hag sinn í að leigja íbúðir sínar. „Líkur eru á að fórnarkostnaður tillagna frumvarpsins muni hafa í för með sér minna framboð leiguhúsnæðis, almenna hækkun leiguverðs og á stundum „verðbreytingahögg“ einkum fyrir leigjendur,“ segir í umsögn SVÞ. Tryggi heilbrigðari leigumarkað Umsagnir ASÍ og VR eru á öndverðu meiði við þessa umsögn til dæmis. Í umsögn ASÍ segir að núverandi aðstæður á leigumarkaði séu afar óhagstæðar leigjendum og þörf á aðgerðum. Með frumvarpinu sé leigumarkaðurinn gerður heilbrigðari og staða leigjenda styrkt. Í umsögn VR lýsa samtökin stuðningi við frumvarpið og benda einnig á að stjórnvöld hafi ítrekað „lofað að húsaleigulög verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að bæta réttarstöðu leigjenda.“ Samtökin vísa svo til yfirlýsinga stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga árin 2019, 2022 og svo loks núna, 2024. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingkona Pírata er nokkuð bjartsýn á að það náist að klára málið á yfirstandandi þingi, ef ríkisstjórnarflokkarnir nái að leysa ágreining sín á milli um hvernig eigi að ljúka meðferð mála á þingi. Eins og í öðrum málum á þingi þá sé það ríkisstjórnin sjálf sem hamli afgreiðslu þess. „Það sem er að tefja þetta er að ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki komið sér saman um það hvernig eigi að klára þetta þing. Það á við um þetta mál eins og önnur,“ segir Arndís Anna sem situr í velferðarnefnd og hefur því haft málið til meðferðar. Skiptar skoðanir um áhrif Hún segir málið annars helst hiksta á því að skiptar skoðanir séu á því hvort staða leigjenda sé raunverulega bætt eða ekki og vísar í það sem kemur, til dæmis, fram í umsögn SVÞ. „Einhverjir halda því fram að þetta takmarki framboð með því að ganga of langt á rétt eðahagsmuni leigusala og þannig muni framboð minnka. Sem er öfugt við það sem við viljum gera,“ segir Arndís. Hún segir þau öll sammála um að það eigi að bæta réttarstöðu leigjenda og stöðu þeirra á markaði. Staðan sé hins vegar sú að það er verulegur skortur á húsnæði og við slíkar aðstæður sé varla hægt að tryggja rétt leigjenda við núverandi lög. „Þetta frumvarp leysir auðvitað ekki framboðsvandann.“ Forleiguréttur tryggður og takmarkanir á hækkunum Hvað varðar tengsl við kjarasamninga segir Arndís að ákvæðið um leigjendur í kjarapakka stjórnvalda sé afar opið og því eflaust hægt að túlka það á þann veg að það eigi við eitthvað annað en einungis þetta frumvarp. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir nefndina hafa fengið marga gesti til að ræða málið og hafi farið ítarlega yfir það. Vísir/Vilhelm Hún segir nauðsynlegt að eitthvað verði gert. Það séu mikilvæg ákvæði í frumvarpinu eins og að snúa við forleigurétti leigjenda þegar samningi lýkur. Í frumvarpinu er lögð skylda á leigusala að láta leigjendur vita og ef þeir geri það ekki verði rétturinn virkur sjálfkrafa. „Þetta er mjög jákvætt en líka ákvæði um takmarkanir á leigusala að hækka leigu,“ segir Arndís og að það sé annað ákvæði sem umsagnaraðilar hafi deilt um. Óvíst um framhaldið Arndís segist hafa átt von á því að þessu máli yrði lokið á núverandi þingi en segir þingmenn stjórnarandstöðu lítið vita. Það sé ósamkomulag á milli stjórnarflokka. „Við vitum ekkert því það er ósamkomulag þeirra á milli. Þetta strandar þar. Það er líka svo lítill tími eftir,“ segir Arndís. Hún vill þó ekki útiloka að þau nái að klára málið fyrir þinglok. „En ég er ekki viss, þau gætu verið að falla á tíma, með mörg mál.“
Leigumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55 Athugunarefni vegna upptöku leiguígildis Samhliða birtingu vísitölu neysluverðs fyrir janúar, greindi Hagstofan frá því, að um skeið hafi staðið yfir endurskoðun á mati á reiknaðri húsaleigu í VNV. Í yfirlýsingu stofnunarinnar segir að betri gögn um húsaleigu skapi forendur til fara úr núverandi aðferð í aðferð leiguígildis á vormánuðum. 24. mars 2024 08:01 Leigjendur afar ósáttir við nýgerða kjarasamninga Stjórn Leigjendasamtakanna segja framlag stjórnvalda óboðlegt og forsendur fyrir kjarasamningi, sem forysta launafólks kvittar undir þar sem leigjendur skuli axla frekari byrðar til að styðja við lægri greiðslubyrði til handa þeim sem eru með húsnæðislán, vera að sama skapi fullkomlega óboðlegt. 20. mars 2024 14:40 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn hitnar en framkvæmdum fækkar Fasteignamarkaðurinn hitnaði verulega í febrúar og líklega í mars líka. Sömu áhrifa er á gæta á leigumarkaði þar sem verð hefur hækkað. Áhrifanna er að mestu að gæta á höfuðborgarsvæðinu og í sveitarfélögunum í kring. Staða íbúa í Grindavík hefur þarna mikil áhrif. Á sama tíma hefur byggingaframkvæmdum fækkað og er yfirvofandi samdráttur í byggingariðnaði. 18. apríl 2024 07:55
Athugunarefni vegna upptöku leiguígildis Samhliða birtingu vísitölu neysluverðs fyrir janúar, greindi Hagstofan frá því, að um skeið hafi staðið yfir endurskoðun á mati á reiknaðri húsaleigu í VNV. Í yfirlýsingu stofnunarinnar segir að betri gögn um húsaleigu skapi forendur til fara úr núverandi aðferð í aðferð leiguígildis á vormánuðum. 24. mars 2024 08:01
Leigjendur afar ósáttir við nýgerða kjarasamninga Stjórn Leigjendasamtakanna segja framlag stjórnvalda óboðlegt og forsendur fyrir kjarasamningi, sem forysta launafólks kvittar undir þar sem leigjendur skuli axla frekari byrðar til að styðja við lægri greiðslubyrði til handa þeim sem eru með húsnæðislán, vera að sama skapi fullkomlega óboðlegt. 20. mars 2024 14:40