Brosum breitt Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 13. júní 2024 16:00 Fyrsti heildstæði langtímasamningurinn um þjónustu tannlækna var undirritaður í morgun milli Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga. Það má með sanni segja að það hafi verið nóg að gera síðasta ár hjá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við að leiða saman hópa að samningaborðinu. Nú er búið að semja við sérfræðilækna, sjúkraþjálfara og tannlækna allt með 5 ára samningum sem unnir eru í breiðri sátt. Þessi góði árangur á svo skömmum tíma er eftirtektarverður. Greiðsluþátttaka tryggð Með nýjum samningi er greiðsluþátttaka vegna tannlækninga fyrir börn, aldraða og öryrkja tryggð næstu fimm árin. Þá mun meðferðum sem greiddar eru af Sjúkratryggingum Íslands vera fjölgað. Auk þess er horft í samningnum til nútímavæðingar með hliðsjón af nýjungum á fjölda sviða tannlækninga en samningurinn mun að mestu snerta á verklagi tannlækna og gagnasamskiptum við Sjúkratryggingar. Samningurinn mun taka að í gildi að hluta til þann 1. júlí nk. og að fullu leyti þann 1. september nk. Endurskoðun á reglugerð Samhliða samningsgerðinni hefur verið unnið að heildarendurskoðun reglugerðar um þátttöku sjúkratryggðra við tannlækningar. Meðal annars verður fallið frá skilyrði um mat tannlæknadeildar sem forsendu fyrir greiðsluþátttöku í tannréttingum vegna alvarlegra meðfæddra galla en Sjúkratryggingum Íslands verður heimilt að kalla eftir slíku mati við upphaf tannréttingaferilsins. Lengi hefur verið kallað eftir þessum breytingum og nú hefur verið hlustað. Bætt tannheilsa Það er ljóst að þessi samningur mun leiða af sér bætta tannheilsu barna, aldraðra og öryrkja. Hér er um að ræða enn einn samning sem hefur það að markmiði að draga úr greiðsluþátttöku fólks fyrir heilbrigðisþjónustu og stuðla að jöfnu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Aukin greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga síðustu fjögur ár hefur stuðlað að því að fjöldi einstaklinga sem leita sér þjónustu tannlækna aukist. Rétt er að geta þess að til viðbótar við þennan samning voru styrkfjárhæðir vegna almennra tannréttinga nær þrefaldaðar í september á síðasta ári. Sú hækkun varð möguleg í kjölfar tímamótasamnings Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga sem undirritaður var í júlí í fyrra. Það ber að hrósa því sem vel er gert, og langar mig í dag að hrósa samningsaðilum sérstaklega fyrir vel unnin störf. Lengi hefur verið kallað eftir samningum sem þessum og nú eru þeir loksins í höfn. Það er svo sannarlega ástæða til þess að brosa breytt. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Tannheilsa Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrsti heildstæði langtímasamningurinn um þjónustu tannlækna var undirritaður í morgun milli Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga. Það má með sanni segja að það hafi verið nóg að gera síðasta ár hjá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra við að leiða saman hópa að samningaborðinu. Nú er búið að semja við sérfræðilækna, sjúkraþjálfara og tannlækna allt með 5 ára samningum sem unnir eru í breiðri sátt. Þessi góði árangur á svo skömmum tíma er eftirtektarverður. Greiðsluþátttaka tryggð Með nýjum samningi er greiðsluþátttaka vegna tannlækninga fyrir börn, aldraða og öryrkja tryggð næstu fimm árin. Þá mun meðferðum sem greiddar eru af Sjúkratryggingum Íslands vera fjölgað. Auk þess er horft í samningnum til nútímavæðingar með hliðsjón af nýjungum á fjölda sviða tannlækninga en samningurinn mun að mestu snerta á verklagi tannlækna og gagnasamskiptum við Sjúkratryggingar. Samningurinn mun taka að í gildi að hluta til þann 1. júlí nk. og að fullu leyti þann 1. september nk. Endurskoðun á reglugerð Samhliða samningsgerðinni hefur verið unnið að heildarendurskoðun reglugerðar um þátttöku sjúkratryggðra við tannlækningar. Meðal annars verður fallið frá skilyrði um mat tannlæknadeildar sem forsendu fyrir greiðsluþátttöku í tannréttingum vegna alvarlegra meðfæddra galla en Sjúkratryggingum Íslands verður heimilt að kalla eftir slíku mati við upphaf tannréttingaferilsins. Lengi hefur verið kallað eftir þessum breytingum og nú hefur verið hlustað. Bætt tannheilsa Það er ljóst að þessi samningur mun leiða af sér bætta tannheilsu barna, aldraðra og öryrkja. Hér er um að ræða enn einn samning sem hefur það að markmiði að draga úr greiðsluþátttöku fólks fyrir heilbrigðisþjónustu og stuðla að jöfnu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Aukin greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga síðustu fjögur ár hefur stuðlað að því að fjöldi einstaklinga sem leita sér þjónustu tannlækna aukist. Rétt er að geta þess að til viðbótar við þennan samning voru styrkfjárhæðir vegna almennra tannréttinga nær þrefaldaðar í september á síðasta ári. Sú hækkun varð möguleg í kjölfar tímamótasamnings Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga sem undirritaður var í júlí í fyrra. Það ber að hrósa því sem vel er gert, og langar mig í dag að hrósa samningsaðilum sérstaklega fyrir vel unnin störf. Lengi hefur verið kallað eftir samningum sem þessum og nú eru þeir loksins í höfn. Það er svo sannarlega ástæða til þess að brosa breytt. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar