„Stundum fáum við verkefni sem eru ólík öðrum eins og þegar fólk kemur sér í hin ólíklegustu vandræði. Þessari stúlku tókst sem sagt að festa sig í skúlptúr sem staðsettur er í vesturborginni,“ segir í tilkynningu frá slökkviliðinu sem birti mynd af stúlkunni fastri í skúlptúrnum.

Að sögn slökkviliðsins liggur ekki fyrir hvernig stúlkan festi sig, en áhöfn dælubíls slökkviliðsins frá Skógarhlíð losaði hana „úr prísundinni“.
„Sem betur fer varð henni ekki meint af en var eflaust frelsinu fegin.“